| Sf. Gutt
Sadio Mané er nú búinn að skora 20 mörk eða meira þrjú keppnistímabil í röð. Það hefur ekki gerst á seinni árum. Jürgen Klopp segir hann fullkominn alhliða leikmann.
,,Hann er fullkominn alhliða leikmaður. Bæði í að sækja og verjast. Hann leggur hart að sér og er virkilega snöggur. Auðvitað hefur ýmislegt í sambandi við tækniþjálfun hjálpað strákunum og Sadio er gott dæmi um hvað það varðar. Hann hefur augljóslega tekið miklum framförum síðustu árin. Hann var reyndar góður fyrir. Nú hefur hann tekið framförum frá því að vera mjög góður leikmaður upp í heimsklassa. Ekki nokkur vafi. Svo er hann að auki sigurvegari!"
Liverpool keypti Sadio frá Southampton sumarið 2016 fyrir 30 milljónir sterlingspunda. Þeim peningum, sem sumum þótti býsna miklir, var vel varið!
,,Ég man eftir þessum ótrúlega hæfileikaríka strák sem við fengum frá Southampton. Hann var framúrskarandi hvað hæfileika varðaði en það vantaði svolítið upp á stöðugleika. Sumt fólk setti spurningamerki við hvort hann væri allra þessara peninga virði en við vorum handvissir. Hann tók framförum og þroskaðist hérna. Við vorum svo lánsamir að vera hér þegar það átti sér stað. Stöðugleiki var lykillinn og núna er hann kominn. Það er ótrúlegt hvað hann býr yfir miklum stöðugleika og eins hvað hann er á háu stigi."
Sadio er búinn að skora 80 mörk fyrir Liverpool. Hann skoraði 13 á fyrstu leiktíð sinni 2016/17. En síðustu þrjár hefur hann skorað 20, 60 og nú er hann kominn upp í 21 mark.
Sadio er nú búinn að vinna fjóra titla með Liverpool og hann hefur verið lykilmaður í að vinna þá. Vonandi verður hann sem lengst hjá Liverpool.
TIL BAKA
Fullkominn alhliða leikmaður
Sadio Mané er nú búinn að skora 20 mörk eða meira þrjú keppnistímabil í röð. Það hefur ekki gerst á seinni árum. Jürgen Klopp segir hann fullkominn alhliða leikmann.
,,Hann er fullkominn alhliða leikmaður. Bæði í að sækja og verjast. Hann leggur hart að sér og er virkilega snöggur. Auðvitað hefur ýmislegt í sambandi við tækniþjálfun hjálpað strákunum og Sadio er gott dæmi um hvað það varðar. Hann hefur augljóslega tekið miklum framförum síðustu árin. Hann var reyndar góður fyrir. Nú hefur hann tekið framförum frá því að vera mjög góður leikmaður upp í heimsklassa. Ekki nokkur vafi. Svo er hann að auki sigurvegari!"
Liverpool keypti Sadio frá Southampton sumarið 2016 fyrir 30 milljónir sterlingspunda. Þeim peningum, sem sumum þótti býsna miklir, var vel varið!
,,Ég man eftir þessum ótrúlega hæfileikaríka strák sem við fengum frá Southampton. Hann var framúrskarandi hvað hæfileika varðaði en það vantaði svolítið upp á stöðugleika. Sumt fólk setti spurningamerki við hvort hann væri allra þessara peninga virði en við vorum handvissir. Hann tók framförum og þroskaðist hérna. Við vorum svo lánsamir að vera hér þegar það átti sér stað. Stöðugleiki var lykillinn og núna er hann kominn. Það er ótrúlegt hvað hann býr yfir miklum stöðugleika og eins hvað hann er á háu stigi."
Sadio er búinn að skora 80 mörk fyrir Liverpool. Hann skoraði 13 á fyrstu leiktíð sinni 2016/17. En síðustu þrjár hefur hann skorað 20, 60 og nú er hann kominn upp í 21 mark.
Sadio er nú búinn að vinna fjóra titla með Liverpool og hann hefur verið lykilmaður í að vinna þá. Vonandi verður hann sem lengst hjá Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan