| Sf. Gutt
Kóngurinn krýnir Englandsmeistarana á The Kop á miðvikudagskvöldið! Sir Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Liverpool þegar Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Nú 30 árum síðar mun hann taka þátt í krýningu Liverpool sem Englandsmeistara 2019/20.
Liverpool mætir Chelsea á Anfield Road á miðvikudagskvöldið í síðasta heimaleik sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn fer fram krýningarathöfn. Athöfnin fer fram í Kop stúkunni en þar hefur síðustu daga verið unnið að því að setja upp verðlaunapall. Leikmenn Liverpool fara upp á pallinn eftir leikinn og Jordan Henderson tekur við Englandsbikarnum.
Kóngurinn, Kenny Dalglish, mun afhenda leikmönnum og þjálfurum Liverpool verðlaunapeninga sína. Það má því segja að Kenny krýni meistana og er það mjög vel við hæfi. Hann var framkvæmdastjóri Liverpool þegar liðið varð síðast Englandsmeistari! Myndin hér að ofan var tekin að kvöldi 1. maí 1990 en þá fékk Liverpool Englandsbikarinn afhentan. Liverpool vann Derby County 1:0 í síðasta heimaleiknum og Alan Hansen, fyrirliði Liverpool, tók við bikarnum eftir leikinn. Með Kenny á myndinni eru helstu aðstoðarmenn hans Ronnie Moran og Roy Evans.
Því miður verða engir áhorfendur á Anfield frekar en á öðrum leikjum eftir að endurræsing knattspyrnunnar hófst. Það verður að taka því eins og öðru sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Fyrir öllu er að Liverpool er Englandsmeistari fyrir keppnistímabilið 2019/20 og í 19. sinn!
TIL BAKA
Kóngurinn krýnir Englandsmeistarana á The Kop!
Kóngurinn krýnir Englandsmeistarana á The Kop á miðvikudagskvöldið! Sir Kenny Dalglish var framkvæmdastjóri Liverpool þegar Liverpool varð síðast Englandsmeistari. Nú 30 árum síðar mun hann taka þátt í krýningu Liverpool sem Englandsmeistara 2019/20.
Liverpool mætir Chelsea á Anfield Road á miðvikudagskvöldið í síðasta heimaleik sínum á leiktíðinni. Eftir leikinn fer fram krýningarathöfn. Athöfnin fer fram í Kop stúkunni en þar hefur síðustu daga verið unnið að því að setja upp verðlaunapall. Leikmenn Liverpool fara upp á pallinn eftir leikinn og Jordan Henderson tekur við Englandsbikarnum.
Kóngurinn, Kenny Dalglish, mun afhenda leikmönnum og þjálfurum Liverpool verðlaunapeninga sína. Það má því segja að Kenny krýni meistana og er það mjög vel við hæfi. Hann var framkvæmdastjóri Liverpool þegar liðið varð síðast Englandsmeistari! Myndin hér að ofan var tekin að kvöldi 1. maí 1990 en þá fékk Liverpool Englandsbikarinn afhentan. Liverpool vann Derby County 1:0 í síðasta heimaleiknum og Alan Hansen, fyrirliði Liverpool, tók við bikarnum eftir leikinn. Með Kenny á myndinni eru helstu aðstoðarmenn hans Ronnie Moran og Roy Evans.
Því miður verða engir áhorfendur á Anfield frekar en á öðrum leikjum eftir að endurræsing knattspyrnunnar hófst. Það verður að taka því eins og öðru sem ekki er hægt að hafa stjórn á. Fyrir öllu er að Liverpool er Englandsmeistari fyrir keppnistímabilið 2019/20 og í 19. sinn!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan