| Sf. Gutt
Það fór mikil krýningarhátíð fram á Anfield eftir leik Liverpool og Chelsea. Kóngurinn krýndi leikmenn Liverpool meistara og Englandsbikarinn fór á loft!
Eftir að flautað var til leiksloka í leik Liverpool og Chelsea fóru leikmenn til búningsherbergja á meðan allt var gert tilbúið á pallinum sem búið var að útbúa í Kop stúkunni. Sir Kenny Dalglish og fulltrúi Úrvalsdeildarinnar komu svo með Englandsbikarinn upp á pallinn. Jürgen Klopp var kallaður fyrstur allra á sviðið og fékk hann gullpening um hálsinn frá Kónginum. Næst komu þjálfarar Liverpool og svo leikmennirnir sjálfir hver af öðrum.
Síðastur upp á pall kom fyrirliðinn Jordan Henderson. Hann tók við Englandsbikarnum og hóf hann á á loft. Við tók mikill fögnuður allra sem viðstaddir voru. Hver leikmaður fékk að hampa bikarnum. Á meðan var flugeldum skotið á loft og mikil ljósasýning var á vellinum. Uppi í stúku voru nokkrir forráðamenn Liverpool og fjölskyldur leikmanna sem fengu sérstakt leyfi til að horfa á leikinn og taka þátt í fögnuðinum.
Á eftir fóru leikmenn niður á völlinn í myndatöku. Næst söfnuðust Jürgen, aðstoðarfólk hans og leikmenn saman og sungu You´ll Never Walk Alone. Gleðin hélt svo áfram úti á vellinum og inni í búningsherbergi Englandsmeistaranna. Divock Origi var síðasti leikmaður Liverpool til að fara út af vellinum og til félaga sinna í búningsherberginu. Hann stóð einn drjúga stund úti á vellinum og lét hugann reika!
Fyrir utan Anfield safnaðist saman nokkur mannfjöldi, sem hefði ekki átt að vera, til að fagna. En það verður ekki við öllu séð. Vissulega var undarlegt að fagna titlinum langþráða á vellinum án stuðningsmannanna en það var ekki um annað að gera. Heimsfaraldurinn, sem hægði á Rauða hernum en stoppaði hann ekki, sá til þess. Fyrir vikið verður þessi krýning einstök á allan hátt.
Biðin langa er á enda og það er fyrir öllu. Liverpool er Englandsmeistari 2019/19 og í 19. sinn í sögu félagsins. Mögnuð krýningarathöfn í Musterinu sem lengi verður í minnum höfð!
YNWA!
TIL BAKA
Krýningarhátíð í Musterinu!
Það fór mikil krýningarhátíð fram á Anfield eftir leik Liverpool og Chelsea. Kóngurinn krýndi leikmenn Liverpool meistara og Englandsbikarinn fór á loft!
Eftir að flautað var til leiksloka í leik Liverpool og Chelsea fóru leikmenn til búningsherbergja á meðan allt var gert tilbúið á pallinum sem búið var að útbúa í Kop stúkunni. Sir Kenny Dalglish og fulltrúi Úrvalsdeildarinnar komu svo með Englandsbikarinn upp á pallinn. Jürgen Klopp var kallaður fyrstur allra á sviðið og fékk hann gullpening um hálsinn frá Kónginum. Næst komu þjálfarar Liverpool og svo leikmennirnir sjálfir hver af öðrum.
Síðastur upp á pall kom fyrirliðinn Jordan Henderson. Hann tók við Englandsbikarnum og hóf hann á á loft. Við tók mikill fögnuður allra sem viðstaddir voru. Hver leikmaður fékk að hampa bikarnum. Á meðan var flugeldum skotið á loft og mikil ljósasýning var á vellinum. Uppi í stúku voru nokkrir forráðamenn Liverpool og fjölskyldur leikmanna sem fengu sérstakt leyfi til að horfa á leikinn og taka þátt í fögnuðinum.
Á eftir fóru leikmenn niður á völlinn í myndatöku. Næst söfnuðust Jürgen, aðstoðarfólk hans og leikmenn saman og sungu You´ll Never Walk Alone. Gleðin hélt svo áfram úti á vellinum og inni í búningsherbergi Englandsmeistaranna. Divock Origi var síðasti leikmaður Liverpool til að fara út af vellinum og til félaga sinna í búningsherberginu. Hann stóð einn drjúga stund úti á vellinum og lét hugann reika!
Fyrir utan Anfield safnaðist saman nokkur mannfjöldi, sem hefði ekki átt að vera, til að fagna. En það verður ekki við öllu séð. Vissulega var undarlegt að fagna titlinum langþráða á vellinum án stuðningsmannanna en það var ekki um annað að gera. Heimsfaraldurinn, sem hægði á Rauða hernum en stoppaði hann ekki, sá til þess. Fyrir vikið verður þessi krýning einstök á allan hátt.
Biðin langa er á enda og það er fyrir öllu. Liverpool er Englandsmeistari 2019/19 og í 19. sinn í sögu félagsins. Mögnuð krýningarathöfn í Musterinu sem lengi verður í minnum höfð!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur
Fréttageymslan