| Grétar Magnússon
Króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren hefur verið seldur til rússneska félagsins Zenit St. Petersburg.
Lovren kom til félagsins í júlí 2014 frá Southampton og margir vonuðust til að hann myndi binda vörnina betur saman hjá liðinu. Alls spilaði hann 185 leiki fyrir Liverpool og skoraði átta mörk. Það fór kannski ekki alveg svo að hann varð sú varnarstjarna sem vonast var eftir en hann lagði sig ávallt 100% fram. Jürgen Klopp sýndi honum oft á tíðum traust og Lovren átti sinn þátt í bikarasöfnun félagsins síðastliðið ár eða svo.
Ein besta stund hans hjá Liverpool var án efa markið sem hann skoraði gegn Dortmund í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í apríl 2016. Markið tryggði ótrúlegan endurkomu sigur liðsins í leiknum og sæti í undanúrslitum keppninnar.
Við þökkum Dejan Lovren fyrir sinn þátt í velgengni félagsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.
TIL BAKA
Lovren seldur

Lovren kom til félagsins í júlí 2014 frá Southampton og margir vonuðust til að hann myndi binda vörnina betur saman hjá liðinu. Alls spilaði hann 185 leiki fyrir Liverpool og skoraði átta mörk. Það fór kannski ekki alveg svo að hann varð sú varnarstjarna sem vonast var eftir en hann lagði sig ávallt 100% fram. Jürgen Klopp sýndi honum oft á tíðum traust og Lovren átti sinn þátt í bikarasöfnun félagsins síðastliðið ár eða svo.
Ein besta stund hans hjá Liverpool var án efa markið sem hann skoraði gegn Dortmund í uppbótartíma í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í apríl 2016. Markið tryggði ótrúlegan endurkomu sigur liðsins í leiknum og sæti í undanúrslitum keppninnar.
Við þökkum Dejan Lovren fyrir sinn þátt í velgengni félagsins og óskum honum góðs gengis á nýjum vígstöðvum.

Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan