| Sf. Gutt
Ferill Dejan Lovren hjá Zenit Saint Petersburg hefði ekki getað byrjað betur. Hann vann titil í fyrsta leik sínum með félaginu. Sannkölluð draumabyrjun hjá Króatanum.
Zenit vann í dag 2:1 sigur á Lokomotiv Moskvu í leiknum um Stórbikar Rússlands. Leikurinn er leikur milli landsmeistara og bikarmeistara í Rússlandi. Sem sagt opnunarleikur nýrrar leiktíðar eins og tíðkast í flestum löndum. Zentit vann tvöfalt í Rússlandi á síðasta keppnistímabili en Lokomotiv fékk boð í leikinn fyrir að hafna í öðru sæti í deildinni. Þetta var í sjötta skipti sem Saint Petersburg vinnur Stórbikar Rússlands.
Dejan stóð vaktina í vörn Zenit og spilaði allan leikinn. Króatinn fór til Zenit í lok júlí og er kominn með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Dejan varð Evrópu- og Englandsmeistari með Liverpool.
Hann vann bæði deild og bikar í Króatíu með Dinamo Zagreb á leiktíðinni 2008/09. Í Frakklandi varð Dejan bikarmeistari með Lyon 2012. Þess má til gamans geta að Aly Cissokho, fyrrum lánsmaður Liverpool, spilaði úrslitaleikinn með Dejan.
TIL BAKA
Titill í fyrsta leik

Ferill Dejan Lovren hjá Zenit Saint Petersburg hefði ekki getað byrjað betur. Hann vann titil í fyrsta leik sínum með félaginu. Sannkölluð draumabyrjun hjá Króatanum.
Zenit vann í dag 2:1 sigur á Lokomotiv Moskvu í leiknum um Stórbikar Rússlands. Leikurinn er leikur milli landsmeistara og bikarmeistara í Rússlandi. Sem sagt opnunarleikur nýrrar leiktíðar eins og tíðkast í flestum löndum. Zentit vann tvöfalt í Rússlandi á síðasta keppnistímabili en Lokomotiv fékk boð í leikinn fyrir að hafna í öðru sæti í deildinni. Þetta var í sjötta skipti sem Saint Petersburg vinnur Stórbikar Rússlands.
Dejan stóð vaktina í vörn Zenit og spilaði allan leikinn. Króatinn fór til Zenit í lok júlí og er kominn með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Dejan varð Evrópu- og Englandsmeistari með Liverpool.

Hann vann bæði deild og bikar í Króatíu með Dinamo Zagreb á leiktíðinni 2008/09. Í Frakklandi varð Dejan bikarmeistari með Lyon 2012. Þess má til gamans geta að Aly Cissokho, fyrrum lánsmaður Liverpool, spilaði úrslitaleikinn með Dejan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan