| Sf. Gutt
Ferill Dejan Lovren hjá Zenit Saint Petersburg hefði ekki getað byrjað betur. Hann vann titil í fyrsta leik sínum með félaginu. Sannkölluð draumabyrjun hjá Króatanum.
Zenit vann í dag 2:1 sigur á Lokomotiv Moskvu í leiknum um Stórbikar Rússlands. Leikurinn er leikur milli landsmeistara og bikarmeistara í Rússlandi. Sem sagt opnunarleikur nýrrar leiktíðar eins og tíðkast í flestum löndum. Zentit vann tvöfalt í Rússlandi á síðasta keppnistímabili en Lokomotiv fékk boð í leikinn fyrir að hafna í öðru sæti í deildinni. Þetta var í sjötta skipti sem Saint Petersburg vinnur Stórbikar Rússlands.
Dejan stóð vaktina í vörn Zenit og spilaði allan leikinn. Króatinn fór til Zenit í lok júlí og er kominn með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Dejan varð Evrópu- og Englandsmeistari með Liverpool.
Hann vann bæði deild og bikar í Króatíu með Dinamo Zagreb á leiktíðinni 2008/09. Í Frakklandi varð Dejan bikarmeistari með Lyon 2012. Þess má til gamans geta að Aly Cissokho, fyrrum lánsmaður Liverpool, spilaði úrslitaleikinn með Dejan.
TIL BAKA
Titill í fyrsta leik

Ferill Dejan Lovren hjá Zenit Saint Petersburg hefði ekki getað byrjað betur. Hann vann titil í fyrsta leik sínum með félaginu. Sannkölluð draumabyrjun hjá Króatanum.
Zenit vann í dag 2:1 sigur á Lokomotiv Moskvu í leiknum um Stórbikar Rússlands. Leikurinn er leikur milli landsmeistara og bikarmeistara í Rússlandi. Sem sagt opnunarleikur nýrrar leiktíðar eins og tíðkast í flestum löndum. Zentit vann tvöfalt í Rússlandi á síðasta keppnistímabili en Lokomotiv fékk boð í leikinn fyrir að hafna í öðru sæti í deildinni. Þetta var í sjötta skipti sem Saint Petersburg vinnur Stórbikar Rússlands.
Dejan stóð vaktina í vörn Zenit og spilaði allan leikinn. Króatinn fór til Zenit í lok júlí og er kominn með sinn fyrsta titil hjá félaginu. Dejan varð Evrópu- og Englandsmeistari með Liverpool.

Hann vann bæði deild og bikar í Króatíu með Dinamo Zagreb á leiktíðinni 2008/09. Í Frakklandi varð Dejan bikarmeistari með Lyon 2012. Þess má til gamans geta að Aly Cissokho, fyrrum lánsmaður Liverpool, spilaði úrslitaleikinn með Dejan.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan