| Sf. Gutt
Fabinho Tavarez segir að hann hafi gengið til liðs við Liverpool til að afreka mikið. Það hefur honum tekist en hann vill afreka meira.
Liverpool keypti Fabinho vorið 2018 frá Monaco fyrir 39 milljónir sterlingspunda. Fahinho hafði verið lykilmaður hjá franska liðinu þegar það vann deildina leiktíðina 2016/17. Miðjumaðurinn segist hafa sett markið hátt þear hann ákvað að ganga til liðs við Liverpool.
,,Þegar ég ákvað að yfirgefa Monaco vildi ég ganga til liðs við stórlið sem hefði sett markið hátt. Allt þetta hefur gengið eftir hérna hjá Liverpool. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að upplifa allt þetta eftir að ég flutti hingað. Ég vonast til að afreka ennþá meira hérna!"
Fabinho hefur staðið sig frábærlega hjá Liverpool og leikið lykilhlutverk í liðinu. Hann hefur hingað til unnið þrjá titla, Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og enska meistaratitilinn. Brasilíumaðurinn vill vinna fleiri titla hjá hjá Liverpool og vonandi tekst honum það!
TIL BAKA
Búinn að afreka mikið og vill meira
Fabinho Tavarez segir að hann hafi gengið til liðs við Liverpool til að afreka mikið. Það hefur honum tekist en hann vill afreka meira.
Liverpool keypti Fabinho vorið 2018 frá Monaco fyrir 39 milljónir sterlingspunda. Fahinho hafði verið lykilmaður hjá franska liðinu þegar það vann deildina leiktíðina 2016/17. Miðjumaðurinn segist hafa sett markið hátt þear hann ákvað að ganga til liðs við Liverpool.
,,Þegar ég ákvað að yfirgefa Monaco vildi ég ganga til liðs við stórlið sem hefði sett markið hátt. Allt þetta hefur gengið eftir hérna hjá Liverpool. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til að upplifa allt þetta eftir að ég flutti hingað. Ég vonast til að afreka ennþá meira hérna!"
Fabinho hefur staðið sig frábærlega hjá Liverpool og leikið lykilhlutverk í liðinu. Hann hefur hingað til unnið þrjá titla, Evrópubikarinn, Stórbikar Evrópu og enska meistaratitilinn. Brasilíumaðurinn vill vinna fleiri titla hjá hjá Liverpool og vonandi tekst honum það!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot -
| Sf. Gutt
Gleðileg jól! -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Virgil van Dijk -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum
Fréttageymslan