| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur gegn Stuttgart
Liverpool spilaði sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu á laugardaginn var gegn Stuttgart. Lokatölur voru 0-3 fyrir okkar menn þar sem margir leikmenn fengu að spreyta sig.
Dagana fram að leik höfðu leikmenn æft í sól og góðu veðri en þegar leikurinn hófst var mikil rigning og þrumur og eldingar í ofanálag. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en eftir 15 mínútna leik höfðu þeir rauðu tekið forystuna. Curtis Jones skapaði sér pláss vinstra megin í teignum og renndi boltanum til Firmino sem skoraði af stuttu færi.
Skömmu síðar léku þeir Sadio Mané og Naby Keita vel saman og Mané var í færi en varnarmaður Stuttgart bjargaði. Þjóðverjarnir áttu ágæta kafla inn á milli og uppúr einum slíkum komst Erik Thommy í skotfæri en skotið hitti ekki á rammann. Andy Robertson hitti svo á pönnuna á van Dijk með aukaspyrnu en Hollendingurinn skallaði ekki langt framhjá markinu.
Ekki löngu síðar var forystan orðin 0-2 þegar Keita skoraði eftir góðan undirbúning frá Salah og Firmino. Egyptinn skeiðaði fram völlinn og lagði boltann til Firmino sem kom boltanum snyrtilega áfram á Keita sem kláraði færið sitt vel.
Jürgen klopp var búinn að gefa það út fyrir leik að 11 skiptingar yrðu gerðar í hálfleik og því mættu nýir leikmenn til leiks eftir hlé. Þeir Harvey Elliott og Marko Grujic áttu hálffæri áður en að þriðja markið kom. James Milner sendi lágan boltan fyrir markið þar sem Rhian Brewster var mættur og þrumaði boltanum í netið frá markteig.
Adrian sá svo til þess að markinu var haldið hreinu þegar hann gerði vel í tvö skipti sem Stuttgart menn gerðu sig líklega.
Lokatölur 0-3 og Klopp væntanlega ánægður með framlag sinna manna í leiknum.
Dagana fram að leik höfðu leikmenn æft í sól og góðu veðri en þegar leikurinn hófst var mikil rigning og þrumur og eldingar í ofanálag. Leikurinn var nokkuð jafn í byrjun en eftir 15 mínútna leik höfðu þeir rauðu tekið forystuna. Curtis Jones skapaði sér pláss vinstra megin í teignum og renndi boltanum til Firmino sem skoraði af stuttu færi.
Skömmu síðar léku þeir Sadio Mané og Naby Keita vel saman og Mané var í færi en varnarmaður Stuttgart bjargaði. Þjóðverjarnir áttu ágæta kafla inn á milli og uppúr einum slíkum komst Erik Thommy í skotfæri en skotið hitti ekki á rammann. Andy Robertson hitti svo á pönnuna á van Dijk með aukaspyrnu en Hollendingurinn skallaði ekki langt framhjá markinu.
Ekki löngu síðar var forystan orðin 0-2 þegar Keita skoraði eftir góðan undirbúning frá Salah og Firmino. Egyptinn skeiðaði fram völlinn og lagði boltann til Firmino sem kom boltanum snyrtilega áfram á Keita sem kláraði færið sitt vel.
Jürgen klopp var búinn að gefa það út fyrir leik að 11 skiptingar yrðu gerðar í hálfleik og því mættu nýir leikmenn til leiks eftir hlé. Þeir Harvey Elliott og Marko Grujic áttu hálffæri áður en að þriðja markið kom. James Milner sendi lágan boltan fyrir markið þar sem Rhian Brewster var mættur og þrumaði boltanum í netið frá markteig.
Adrian sá svo til þess að markinu var haldið hreinu þegar hann gerði vel í tvö skipti sem Stuttgart menn gerðu sig líklega.
Lokatölur 0-3 og Klopp væntanlega ánægður með framlag sinna manna í leiknum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan