| Sf. Gutt
Það var endurtekið efni frá í fyrra í Skjaldarleiknum. Liverpool tapaði 5:4 á Wembley í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli við bikarmeistara Arsenal. En vonandi veit tapið á gott fyrir þetta keppnistímabil sem er að ganga í garð!
Liðin gengu til leiks út á Wembley fyrir tómum áhorfendastæðum. Það var sérstaklega gleðilegt að sjá James Milner og félaga hans ganga framhjá Englandsbikarnum. Liverpool er Englandsmeistari!
Liverpool átti fyrstu sóknirnar og eftir rúmlega fimm mínútur sendi Andrew Robertson aukaspyrnu fyrir frá vinstri. Virgil van Dijk stýrði boltanum í markið en því miður var hann rangstæður. Rúmum fimm mínútum seinna átti Neco Williams góða fyrirgjöf utan frá hægri á James Milner en skalli hans fór yfir.
Arsenal skoraði svo úr sinni fyrstu sókn á 12. mínútu. Liðið sótti fram hægri kantinn Bukayo Saka sendi svo út til vinstri á Pierre-Emerick Aubameyang. Neco náði ekki að stöðva hann og Pierre skaut föstu skoti frá vítateigslínunni út í hægra hornið. Bakvörðurinn ungi var ekki nógu vel vakandi en hann var líka einn til varnar sem hefði ekki átt að vera.
Á 18. mínútu átti Arsenal góða sókn. Eddie Nketiah fékk skotfæri við vítateiginn eftir sendingu Bukayo en Alisson varði vel í horn niðri í vinstra horninu. Lítið gerðist fram til hálfleiks utan Virgil náði ekki að hitta boltann, á 40. mínútu, eftir að Sadio Mané hafði skallaði fyrirgjöf frá Andrew fyrir fætur hans. Hollendingurinn hefði átt að gera betur. Skytturnar leiddu í hálfleik.
Leikmenn Liverpool spiluðu betur eftir hlé og tóku öll völd. Á 51. mínútu átti Roberto Firmino rispu fram að vítateignum en skot hans fór rétt framhjá. Fimm mínútum seinna sendi Andrew háa sendingu fram. Sadio komst inn í vítateiginn einn á móti Emiliano Martínez en Argentínumaðurinn varði með úthlaupi. Leikur Liverpool styrktist enn frekar eftir að Naby Keita og Takumi Minamino komu inn á sem varamenn á 59. mínútu.
Liverpool jafnaði svo verðskuldað á 73. mínútu. Takumi Minamino og Mohamed Salah reyndu að spila sig í gegn í vítateignum. Boltinn hrökk af Roberto, svo varnarmanni til Takumi og hann skoraði af öryggi neðst í hægra hornið. Fyrsta mark Japanans fyrir Liverpool og hann lét sannarlega til sín taka eftir að hann kom til leiks.
Á 81. mínútu náði Sadio boltanum við markteiginn eftir að varnarmenn misstu af honum. Hann náði ekki almennilega að leggja boltann fyrir sig og Emiliano náði að verja. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Arsenal sitt fyrsta færi í síðari hálfleik en Joe Willock átti slakan skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
Í viðbótartíma skipti Jürgen Klopp ungliðanum Rhian Brewster inn á fyrir Georginio Wijnaldum sem mistókst að skora í vítakeppninni á móti Manchester City í fyrra. Rhian átti greinilega að vera ein af vítaskyttunum. Líkt og í fyrra tók vítaspyrnukeppni við eftir 1:1 jafntefli.
Mohamed Salah reið á vaðið í vítakeppninni og skoraði af öryggi. Reiss Nelson svaraði. Fabinho Tavarez skoraði næst en Ainsley Maitland-Niles jafnaði. Rhian Brewster tók þriðju spyrnu Liverpool. Hann stillti miðið aðeins of hátt og skot hans fór í þverslá og yfir. Cédric Soares nýtti sér tækifærið og kom Arsenal yfir með sinni spyrnu. Takumi Minamino og Curtis Jones skoruðu úr tveimur næstu spyrnum Liverpool. David Luiz skoraði úr fjórðu spyrnu Arsenal og Pierre-Emerick Aubameyang tryggði Arsenal Skjöldinn.
Sár vonbrigði að tapa Skildinum í vítaspyrnukeppni annað árið í röð. Liverpool hefði átt að geta unnið þennan leik miðað við færi en það tjáir ekki að fást um það. Mestu skiptir að komast í Skjaldarleikinn þó alltaf sé betra að vinna hann líka! Vonandi gengur uppskriftin frá síðasta keppnistímabili eftir. Tap í Skjaldarleik í vítaspyrnukeppni í opnunarleik leiktíðar sem endar með því að Liverpool verði Englandsmeistari!
Liverpool: Alisson; Williams, Gomez, Van Dijk, Robertson; Fabinho (Keita 59. mín.), Milner (Minamino 59. mín.), Wijnaldum (Brewster 90. mín.); Salah, Mané og Firmino (Jones 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Koumetio, Tsimikas, Grujic og Elliott.
Mark Liverpool: Takumi Minamino (73. mín.).
Gult spjald: James Milner.
Arsenal: Martinez; Luiz, Holding, Tierney (Kolasinac 83. mín.); Bellerin (Cedric 59. mín.), Xhaka, Elneny, Maitland-Niles; Saka (Willock 82. mín.), Aubameyang og Nketiah (Nelson 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Leno, Saliba, Olayinka, mith-Rowe og John-Jules.
Mark Arsenal: Pierre-Emerick Aubameyang (12. mín.).
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var magnaður á vinstri vængnum. Hann átti fjölda fyrirgjafa sem margar sköpuðu hættu. Hann spilaði líka vel í vörninni.
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum að jafna metin og hefðum getað skorað fleiri mörk en það tókst ekki. Við unnum ekki leikinn en töpuðum honum ekki heldur. Við töpuðum keppninni í vítaspyrnukeppni. Leikur okkar var kominn í góðan farveg en tíminn vann ekki með okkur. Við fengum tvö, þrjú mjög góð færi sem við náðum ekki að færa okkur í nyt. Við vitum að slíkt ræður úrslitum í leikjum og því fór sem fór.
- Þetta var 23. leikur Liverpool um Skjöldinn.
- Liverpool hefur unnið yfirráð yfir Skildinum 15 sinnum. Arsenal fór upp í 16 sigra með sigrinum.
- Liverpool tapaði Skjaldarleik annað árið í röð. Líkt og í fyrra tapaði liðið 5:4 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli.
- Liverpool hefur einu sinni áður tapað tveimur Skjaldarleikjum í röð. Það gerðist líka 1983 og 1984.
- Liverpool hefur tapað þremur vítaspyrnukeppnum í röð á Wembley. Núna, í Skjaldarleiknum í fyrra og Deildarbikarúrslitaleiknum 2016.
- Takumi Minamino skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool. Hann er fyrsti leikmaðurinn frá Japan til að skora fyrir félagið.
- Takumi er fyrsti leikmaður Liverpol til að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið á Wembley.
- Þetta var 40. leikur Liverpool á Wembley frá því liðið lék þar fyrst 1950. Þá tapaði liðið 2:0 fyrir Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins.
TIL BAKA
Endurtekið efni frá í fyrra í Skjaldarleiknum
Það var endurtekið efni frá í fyrra í Skjaldarleiknum. Liverpool tapaði 5:4 á Wembley í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli við bikarmeistara Arsenal. En vonandi veit tapið á gott fyrir þetta keppnistímabil sem er að ganga í garð!
Liðin gengu til leiks út á Wembley fyrir tómum áhorfendastæðum. Það var sérstaklega gleðilegt að sjá James Milner og félaga hans ganga framhjá Englandsbikarnum. Liverpool er Englandsmeistari!
Liverpool átti fyrstu sóknirnar og eftir rúmlega fimm mínútur sendi Andrew Robertson aukaspyrnu fyrir frá vinstri. Virgil van Dijk stýrði boltanum í markið en því miður var hann rangstæður. Rúmum fimm mínútum seinna átti Neco Williams góða fyrirgjöf utan frá hægri á James Milner en skalli hans fór yfir.
Arsenal skoraði svo úr sinni fyrstu sókn á 12. mínútu. Liðið sótti fram hægri kantinn Bukayo Saka sendi svo út til vinstri á Pierre-Emerick Aubameyang. Neco náði ekki að stöðva hann og Pierre skaut föstu skoti frá vítateigslínunni út í hægra hornið. Bakvörðurinn ungi var ekki nógu vel vakandi en hann var líka einn til varnar sem hefði ekki átt að vera.
Á 18. mínútu átti Arsenal góða sókn. Eddie Nketiah fékk skotfæri við vítateiginn eftir sendingu Bukayo en Alisson varði vel í horn niðri í vinstra horninu. Lítið gerðist fram til hálfleiks utan Virgil náði ekki að hitta boltann, á 40. mínútu, eftir að Sadio Mané hafði skallaði fyrirgjöf frá Andrew fyrir fætur hans. Hollendingurinn hefði átt að gera betur. Skytturnar leiddu í hálfleik.
Leikmenn Liverpool spiluðu betur eftir hlé og tóku öll völd. Á 51. mínútu átti Roberto Firmino rispu fram að vítateignum en skot hans fór rétt framhjá. Fimm mínútum seinna sendi Andrew háa sendingu fram. Sadio komst inn í vítateiginn einn á móti Emiliano Martínez en Argentínumaðurinn varði með úthlaupi. Leikur Liverpool styrktist enn frekar eftir að Naby Keita og Takumi Minamino komu inn á sem varamenn á 59. mínútu.
Liverpool jafnaði svo verðskuldað á 73. mínútu. Takumi Minamino og Mohamed Salah reyndu að spila sig í gegn í vítateignum. Boltinn hrökk af Roberto, svo varnarmanni til Takumi og hann skoraði af öryggi neðst í hægra hornið. Fyrsta mark Japanans fyrir Liverpool og hann lét sannarlega til sín taka eftir að hann kom til leiks.
Á 81. mínútu náði Sadio boltanum við markteiginn eftir að varnarmenn misstu af honum. Hann náði ekki almennilega að leggja boltann fyrir sig og Emiliano náði að verja. Fimm mínútum fyrir leikslok fékk Arsenal sitt fyrsta færi í síðari hálfleik en Joe Willock átti slakan skalla framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
Í viðbótartíma skipti Jürgen Klopp ungliðanum Rhian Brewster inn á fyrir Georginio Wijnaldum sem mistókst að skora í vítakeppninni á móti Manchester City í fyrra. Rhian átti greinilega að vera ein af vítaskyttunum. Líkt og í fyrra tók vítaspyrnukeppni við eftir 1:1 jafntefli.
Mohamed Salah reið á vaðið í vítakeppninni og skoraði af öryggi. Reiss Nelson svaraði. Fabinho Tavarez skoraði næst en Ainsley Maitland-Niles jafnaði. Rhian Brewster tók þriðju spyrnu Liverpool. Hann stillti miðið aðeins of hátt og skot hans fór í þverslá og yfir. Cédric Soares nýtti sér tækifærið og kom Arsenal yfir með sinni spyrnu. Takumi Minamino og Curtis Jones skoruðu úr tveimur næstu spyrnum Liverpool. David Luiz skoraði úr fjórðu spyrnu Arsenal og Pierre-Emerick Aubameyang tryggði Arsenal Skjöldinn.
Sár vonbrigði að tapa Skildinum í vítaspyrnukeppni annað árið í röð. Liverpool hefði átt að geta unnið þennan leik miðað við færi en það tjáir ekki að fást um það. Mestu skiptir að komast í Skjaldarleikinn þó alltaf sé betra að vinna hann líka! Vonandi gengur uppskriftin frá síðasta keppnistímabili eftir. Tap í Skjaldarleik í vítaspyrnukeppni í opnunarleik leiktíðar sem endar með því að Liverpool verði Englandsmeistari!
Liverpool: Alisson; Williams, Gomez, Van Dijk, Robertson; Fabinho (Keita 59. mín.), Milner (Minamino 59. mín.), Wijnaldum (Brewster 90. mín.); Salah, Mané og Firmino (Jones 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Koumetio, Tsimikas, Grujic og Elliott.
Mark Liverpool: Takumi Minamino (73. mín.).
Gult spjald: James Milner.
Arsenal: Martinez; Luiz, Holding, Tierney (Kolasinac 83. mín.); Bellerin (Cedric 59. mín.), Xhaka, Elneny, Maitland-Niles; Saka (Willock 82. mín.), Aubameyang og Nketiah (Nelson 82. mín.). Ónotaðir varamenn: Leno, Saliba, Olayinka, mith-Rowe og John-Jules.
Mark Arsenal: Pierre-Emerick Aubameyang (12. mín.).
Maður leiksins: Andrew Robertson. Skotinn var magnaður á vinstri vængnum. Hann átti fjölda fyrirgjafa sem margar sköpuðu hættu. Hann spilaði líka vel í vörninni.
Jürgen Klopp: Við verðskulduðum að jafna metin og hefðum getað skorað fleiri mörk en það tókst ekki. Við unnum ekki leikinn en töpuðum honum ekki heldur. Við töpuðum keppninni í vítaspyrnukeppni. Leikur okkar var kominn í góðan farveg en tíminn vann ekki með okkur. Við fengum tvö, þrjú mjög góð færi sem við náðum ekki að færa okkur í nyt. Við vitum að slíkt ræður úrslitum í leikjum og því fór sem fór.
Fróðleikur
- Þetta var 23. leikur Liverpool um Skjöldinn.
- Liverpool hefur unnið yfirráð yfir Skildinum 15 sinnum. Arsenal fór upp í 16 sigra með sigrinum.
- Liverpool tapaði Skjaldarleik annað árið í röð. Líkt og í fyrra tapaði liðið 5:4 í vítaspyrnukeppni eftir 1:1 jafntefli.
- Liverpool hefur einu sinni áður tapað tveimur Skjaldarleikjum í röð. Það gerðist líka 1983 og 1984.
- Liverpool hefur tapað þremur vítaspyrnukeppnum í röð á Wembley. Núna, í Skjaldarleiknum í fyrra og Deildarbikarúrslitaleiknum 2016.
- Takumi Minamino skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool. Hann er fyrsti leikmaðurinn frá Japan til að skora fyrir félagið.
- Takumi er fyrsti leikmaður Liverpol til að skora sitt fyrsta mark fyrir félagið á Wembley.
- Þetta var 40. leikur Liverpool á Wembley frá því liðið lék þar fyrst 1950. Þá tapaði liðið 2:0 fyrir Arsenal í úrslitaleik FA bikarsins.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan