| Sf. Gutt
Jürgen Klopp var nokkuð gagnrýndur eftir Skjaldarleikinn fyrir að skipta Rhian Brewster inn á í viðbótartíma. Tilgangurinn var að láta ungliðann taka vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni sem allt stefndi í.
Rhian tók þriðju vítaspyrnu Liverpool en skot hans fór í þverslá og yfir. Liverpool tapaði vítaspyrnukeppninni á þessari spyrnu og Arsenal vann Samfélagsskjöldinn 5:4 eftir 1:1 jafntefli. Jürgen Klopp sagði eftir leikinn að hann hefði aldrei séð Rhian misnota vítaspyrnu áður.
,,Ég hef aldrei séð hann misnota vítaspyrnu frá því ég fór að vinna með honum. Í dag kom að því. Svona getur gerst. Svoleiðis er það bara. Það er alltaf dýrmæt reynsla sem fylgir því að takast á við tap í knattspyrnu. Það er enginn fullkominn í því. Þessi reynsla á ekki eftir að skaða hann því hann mun ekki láta þetta á sig fá! Ef einhverjum er um að kenna að svona skyldi fara þá er það ég því ég tók þessa ákvörðun. Það fór ekkert á milli mála að þessi ákvörðun var tekin með vítaspyrnukeppni í huga. Við tókum Gini Wijnaldum út af og það var út af vítakeppninni."
,,Ég vildi fá hann til að taka víti því strákurinn hefur mikið sjálfstraust, hann er fæddur markaskorari og vítin hans eru venjulega mjög góð. Ekki þó í dag. Svona gerist í knattspyrnunni og lífinu sjálfu. Ekkert vandamál!"
Þess má geta að Rhian Brewster hafði áður skorað í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal. Hann skoraði í vítakeppni sem fylgdi 5:5 jafntefli liðanna í Deildarbikarnum í fyrra. Þá skoraði Rhian úr þriðju spyrnu Liverpool.
Það kaldhæðnislega við skiptingu Jürgen Klopp var að Rhain var settur inn á fyrir Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn misnotaði einmitt einu vítaspyrnu Liverpool, sem fór forgörðum, í vítaspyrnukeppninni í Skjaldarleiknum við Manchester City í fyrra. Þá vann City 5:4 í vítakeppni eftir 1:1 jafntefli. En það keppnistímabil endaði með því að Liverpool varð Englandsmeistari. Við vonum að sagan endurtaki sig!
TIL BAKA
Hafði aldrei séð Rhian misnota víti áður
Jürgen Klopp var nokkuð gagnrýndur eftir Skjaldarleikinn fyrir að skipta Rhian Brewster inn á í viðbótartíma. Tilgangurinn var að láta ungliðann taka vítaspyrnu í vítaspyrnukeppni sem allt stefndi í.
Rhian tók þriðju vítaspyrnu Liverpool en skot hans fór í þverslá og yfir. Liverpool tapaði vítaspyrnukeppninni á þessari spyrnu og Arsenal vann Samfélagsskjöldinn 5:4 eftir 1:1 jafntefli. Jürgen Klopp sagði eftir leikinn að hann hefði aldrei séð Rhian misnota vítaspyrnu áður.
,,Ég hef aldrei séð hann misnota vítaspyrnu frá því ég fór að vinna með honum. Í dag kom að því. Svona getur gerst. Svoleiðis er það bara. Það er alltaf dýrmæt reynsla sem fylgir því að takast á við tap í knattspyrnu. Það er enginn fullkominn í því. Þessi reynsla á ekki eftir að skaða hann því hann mun ekki láta þetta á sig fá! Ef einhverjum er um að kenna að svona skyldi fara þá er það ég því ég tók þessa ákvörðun. Það fór ekkert á milli mála að þessi ákvörðun var tekin með vítaspyrnukeppni í huga. Við tókum Gini Wijnaldum út af og það var út af vítakeppninni."
,,Ég vildi fá hann til að taka víti því strákurinn hefur mikið sjálfstraust, hann er fæddur markaskorari og vítin hans eru venjulega mjög góð. Ekki þó í dag. Svona gerist í knattspyrnunni og lífinu sjálfu. Ekkert vandamál!"
Þess má geta að Rhian Brewster hafði áður skorað í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal. Hann skoraði í vítakeppni sem fylgdi 5:5 jafntefli liðanna í Deildarbikarnum í fyrra. Þá skoraði Rhian úr þriðju spyrnu Liverpool.
Það kaldhæðnislega við skiptingu Jürgen Klopp var að Rhain var settur inn á fyrir Georginio Wijnaldum. Hollendingurinn misnotaði einmitt einu vítaspyrnu Liverpool, sem fór forgörðum, í vítaspyrnukeppninni í Skjaldarleiknum við Manchester City í fyrra. Þá vann City 5:4 í vítakeppni eftir 1:1 jafntefli. En það keppnistímabil endaði með því að Liverpool varð Englandsmeistari. Við vonum að sagan endurtaki sig!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan