| Sf. Gutt
Sókn Liverpool að enska meistaratitilinum hefst síðdegis í dag! Það á nefnilega ekki að verja titilinn sem kom í hús í sumar heldur að sækja að því að verja hann. Jürgen Klopp sendi þessa yfirlýsingu frá sér og það verður unnið eftir henni.
Sókn Liverpool hefst á Anfield Road þegar Leeds United kemur í heimsókn. Sannkallaður meistaraslgur því Leeds komst loksins upp í efstu deild á síðustu leiktíð eftir mikla þrautagöngu. Svo merkilega vill til að þegar Liverpool varð Englandsmeistari vorið 1990 þá vann Leeds sér líka sæti í efstu deild! Sama gerðist núna 30 árum seinna. Leeds United féll svo úr efstu deild vorið 2004. Allt gekk á afturfótunum árum saman og liðið lenti meira að segja niður í þriðju deild. Það verður stór stund fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá liðið sitt aftur meðal þeirra bestu. Liðið byrjar einmitt á móti besta liði Englands og heimsins!
Leeds hefur keypt sterka menn í sumar og það má ljóst vera að allt verður gert til að koma í veg fyrir að liðið missi sæti sitt í efstu deild strax aftur. Nógu erfitt var að endurheimta það. Liverpool hefur á móti aðeins keypt einn leikmann og þykir mörgum stuðningsmönnum Liverpool það ekki nóg. Opið er fyrir félagaskipti fram í október og svo sjáum hvað setur hvað kaup og sölur varðar. Þó svo að margir sparkspekingar telji að Liverpool nái ekki að vinna deildina á þessu keppnistímabili þá vann liðið deildina með yfirburðum á síðasta keppnistímabili. Önnur félög hafa vissulega keypt marga leikmenn og styrkt liðshópa sína en þau lið þurfa að bæta sig mikið! Á móti kemur að Liverpool þarf að halda sínu striki og vel það!
Ég spái því að Liverpool hefji sóknina að meistaratitli númer 20 með 2:0 sigri á Leeds United. Leikurinn verður erfiður og Liverpool þarf að hafa verulega fyrir því að snúa Leeds niður. Naby Keita og Mohamed Salah skora mörkin sem færa Liverpool sigur!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Sókn Liverpool að enska meistaratitilinum hefst síðdegis í dag! Það á nefnilega ekki að verja titilinn sem kom í hús í sumar heldur að sækja að því að verja hann. Jürgen Klopp sendi þessa yfirlýsingu frá sér og það verður unnið eftir henni.
Sókn Liverpool hefst á Anfield Road þegar Leeds United kemur í heimsókn. Sannkallaður meistaraslgur því Leeds komst loksins upp í efstu deild á síðustu leiktíð eftir mikla þrautagöngu. Svo merkilega vill til að þegar Liverpool varð Englandsmeistari vorið 1990 þá vann Leeds sér líka sæti í efstu deild! Sama gerðist núna 30 árum seinna. Leeds United féll svo úr efstu deild vorið 2004. Allt gekk á afturfótunum árum saman og liðið lenti meira að segja niður í þriðju deild. Það verður stór stund fyrir stuðningsmenn liðsins að sjá liðið sitt aftur meðal þeirra bestu. Liðið byrjar einmitt á móti besta liði Englands og heimsins!
Leeds hefur keypt sterka menn í sumar og það má ljóst vera að allt verður gert til að koma í veg fyrir að liðið missi sæti sitt í efstu deild strax aftur. Nógu erfitt var að endurheimta það. Liverpool hefur á móti aðeins keypt einn leikmann og þykir mörgum stuðningsmönnum Liverpool það ekki nóg. Opið er fyrir félagaskipti fram í október og svo sjáum hvað setur hvað kaup og sölur varðar. Þó svo að margir sparkspekingar telji að Liverpool nái ekki að vinna deildina á þessu keppnistímabili þá vann liðið deildina með yfirburðum á síðasta keppnistímabili. Önnur félög hafa vissulega keypt marga leikmenn og styrkt liðshópa sína en þau lið þurfa að bæta sig mikið! Á móti kemur að Liverpool þarf að halda sínu striki og vel það!
Ég spái því að Liverpool hefji sóknina að meistaratitli númer 20 með 2:0 sigri á Leeds United. Leikurinn verður erfiður og Liverpool þarf að hafa verulega fyrir því að snúa Leeds niður. Naby Keita og Mohamed Salah skora mörkin sem færa Liverpool sigur!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan