| Sf. Gutt

Neco tilnefndur


Neco Williams hefur verið tilnefndur til verðlauna sem kallast Gulldrengurinn. Þau eru veitt til þess ungliða sem hefur spilað best í Evrópu. Leikmenn verða að vera undir 21. árs gamlir. Neco er einn 40 leikmanna sem voru tilnefndir. 

Neco lék sína fyrstu fyrstu leiki með aðlliði Liverpol á síðustu leiktíð og varð Englandsmeistari. Hann var líka í liðshópi Liverpool sem vann Heimsmeistarakeppni félagsliða. Neco er búinn að spila 11 leiki með aðalliðinu. 


Um daginn lék Neco fyrstu landsleiki sína. Landsliðsferillinn gat ekki byrjað mikið betur því hann skoraði sigurmark Wales á móti Búlgaríu í sínum öðrum leik. Markið kom í viðbótartíma. 



Þessi verðlaun voru fyrst veitt árið 2003. Raheem Sterling er eini leikmaður Liverpool sem hefur fengið þau hingað til. Það var árið 2014. Reyndar fékk Mario Balotelli þau árið 2010 en hann lék þá með Inter Milan og Manchester City. 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan