| Sf. Gutt

Ki-Jana Hoever seldur


Ki-Jana Hoever hefur verið seldur til Wolverhampton Wanderes. Liverpool fær 13 og hálfa milljón sterlingspunda fyrir Ki-Jana. Reyndar níu milljónir til að byrja með og svo hækkar upphæðin eftir því sem ákvæði uppfyllast. Liverpool fær svo prósentu af söluverði fari svo að Wolves selji piltinn. Vistaskipti hans tengjast ekki því þegar Diego Jota fór í öfuga átt frá Wolves til Liverpool.  


Hollendingurinn kom til Liverpool frá Ajax fyrir tveimur árum. Ki-Jana þykir með efnilegri varnarmönnum Hollands en hann getur bæði leikið sem hægri bakvörður eða í miðju varnarinnar. Hann lék með undir 17 ára landsliði Hollands sem vann Evrópukeppni landsliða í fyrra.  


Ki-Jana er fimmti yngsti leikmaður í sögu Liverpool og sá fjórði yngsti til að skora. Hann lék fjóra leik fyrir hönd Liverpool og skoraði eitt mark. Ki-Jana var í liðshópi Liverpool sem vann Stórbikar Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta keppnistímabili. Hann fer því ekki tómhentur frá Liverpool.

,,Ég vil þakka öllum hjá Liverpool FC sem hafa aðstoðað mig við að taka framförum innan vallar sem utan síðustu tvö árin! Það hefur verið heiður fyrir mig að vera fulltrúi fyrir svona stórt félag og vera, alla daga, innan um leikmenn og starfsfólk sem er í fremstu röð. Ég á aldrei eftir að gleyma þeim minningum sem ég safnaði hérna."

Við þökkum Ki-Jana góðs gengis í framtíðinni og þökkum honum fyrir framlag sitt hjá Liverpool!

Hér er hægt
að lesa um feril Ki-Jana Hoever LFCHISTORY.NET.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan