| Sf. Gutt
TIL BAKA
Stórsigur í Deildarbikarnum
Liverpool fór örugglega áfram í Deildarbikarnum eftir stórsigur 2:7 í Lincoln. Tveir leikmenn skoruðu tvennur! Liverpool mætir Arsenal í næstu umferð í næstu viku.
Lið Liverpool var býsna sterkt og leiddi Virgil van Dijk liðið til leiks. Kostas Tsimikas og Rhys Williams léku í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool. Xherdan Shaqiri hefur lítið komið við sögu á árinu en hann minnti heldur betur á sig eftir níu mínútur. Liverpool fékk aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin. Xherden hafði engar vöflur á hlutunum heldur þrumaði boltanum í þverslá og inn! Glæsilegt mark! Átta mínútum seinna skoraði Liverpool aftur. Leikmenn Lincoln reyndu að spila frá eigin marki en Harvey Elliott komst inn í sendingu. Takumi Minamino fékk boltann rétt utan við vítateiginn og skoraði með fallegu bogaskoti. Aftur mjög fallegt mark!
Liverpool spilaði mjög vel og á 32. mínútu kom þriðja markið. Rhys Williams sendi háa sendingu inn í vítateig Lincoln. Divock Origi skallaði boltann niður til Curtis Jones sem tók við boltanum og skoraði með óverjandi bogaskoti út í hornið. Curtis var aftur á ferðinni fjórum mínútum seinna. Harvey sendi á Curtis. Hann fékk boltann utan við vítateiginn vinstra megin, sneri mótherja af sér, lék framhjá öðrum áður en hann skoraði með föstu skoti út í hægra hornið. Sama horn og síðast! Mögnuð mörk, sem voru mjög lík, hjá þessum efnilega leikmanni sem átti frábæran leik.
Örugg forysta Liverpool í hálfleik og hún varð enn meiri eftir 18 sekúndur eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Harvey átti skot sem markmaður Lincoln varði með úthlaupi en hélt ekki. Takumi var á næstu grösum og stýrði boltanum viðstöðulaust í markið rétt utan við markteiginn. Annað mark Japanans sem var mjög góður. Magnað að Liverpol skyldi skora eftir 18 sekúndur því heimamenn byrjuðu hálfleikinn.
Litlu síðar varði Adrián San Miguel tvívegis í sömu sókninni. Vörn Liverpool var ekki eins örugg í síðari hálfleik eftir að Fabinho Tavarez kom inn á fyrir Virgil. Á 57. mínútu kom nýi maðurinn Diego Jota inn fyrir Harvey. Reyndar hefði Harvey átt að fá víti rétt áður þegar varnarmaður braut á honum. Á 60. mínútu missti Neco Williams boltann. Heimamenn færðu sér það í nyt og náðu góðu spili sem endaði með því að Tayo Edun skoraði úr vítateignum neðst í hægra hornið. Liverpool svaraði fimm mínútum seinna. Marko Grujic hirti boltann rétt utan við vítateiginn og skoraði með skoti neðst út í vinstra hornið. Vel gert hjá Serbanum. Lincoln svaraði mínútu síðar þegar Lewis Montsma skoraði með skalla í slá og inn eftir horn. Staðan 2:6 til að hafa allt á hreinu!
Nú gerðist heldur fátt þar til mínúta var eftir. Takumi sendi þá út til hægri eftir skyndisókn á Divock og Belginn smellti boltanum viðstöðulaust út í vinstra hornið og stórsigur 2:7 staðfestur. Fallegt mark en úrvalið af fallegum mörkum var mikið í þessum skemmtilega leik. Stórgóður leikur hjá Liverpool og liðið mætir Arsenal í næstu umferð í næstu viku!
Lincoln City: Palmer, Bradley, Eyoma, Montsma, Melbourne, Jones (McGrandles 60. mín.), Bridcutt (Hopper 60. mín.), Edun, Anderson (Archibald 67. mín.), Scully og Grant. Ónotaðir varamenn: Jackson, Howarth, Ross og Roughan.
Mörk Lincoln City: Tayo Edun (60. mín.) og Lewis Montsma (66. mín.).
Gult spjald: Timothy Eyoma.
Liverpool: Adrián, N. Williams, R. Williams, van Dijk (Fabinho 45. mín.), Tsimikas, Jones, Grujic, Shaqiri (Keita 75. mín.) Elliott (Jota 57. mín.), Minamino og Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Wilson, Alexander-Arnold og van den Berg.
Mörk Liverpool: Xherdan Shaqiri (9. mín.), Takumi Minamino (18. og 46. mín.), Curtis Jones (32. og 36. mín.), Marko Grujic (65. mín.) og Divoc Origi (89. mín.).
Áhorfendur á Sincil Bank: Engir.
Maður leiksins: Curtis Jones. Strákurinn var frábær og skoraði tvö glæsileg mörk!
Jürgen Klopp: Fullt af jákvæðum hlutum. Við komum hingað til að vinna en við ætluðum okkur líka að spila vel. Ég fékk þess vegna fínasta leik til að horfa á.
- Rhys Williams, Kostas Tsimikas og Diego Jota léku sína fyrstu leiki með Liverpool.
- Takumi Minamino skoraði tvö mörk og er kominn með þrjú á leiktíðinni.
- Marko Grujic skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Fjögur af mörkum Liverpool voru skoruð með skotum utan vítateigs. Enskt lið hefur ekki skorað svo mörg mörk utan teigs í sama leiknum frá því í apríl 2007.
- Kostas Tsimikas, Rhys Williams og Diego Jota léku sína fyrstu leiki með Liverpool.
Lið Liverpool var býsna sterkt og leiddi Virgil van Dijk liðið til leiks. Kostas Tsimikas og Rhys Williams léku í fyrsta sinn fyrir hönd Liverpool. Xherdan Shaqiri hefur lítið komið við sögu á árinu en hann minnti heldur betur á sig eftir níu mínútur. Liverpool fékk aukaspyrnu við vítateiginn hægra megin. Xherden hafði engar vöflur á hlutunum heldur þrumaði boltanum í þverslá og inn! Glæsilegt mark! Átta mínútum seinna skoraði Liverpool aftur. Leikmenn Lincoln reyndu að spila frá eigin marki en Harvey Elliott komst inn í sendingu. Takumi Minamino fékk boltann rétt utan við vítateiginn og skoraði með fallegu bogaskoti. Aftur mjög fallegt mark!
Liverpool spilaði mjög vel og á 32. mínútu kom þriðja markið. Rhys Williams sendi háa sendingu inn í vítateig Lincoln. Divock Origi skallaði boltann niður til Curtis Jones sem tók við boltanum og skoraði með óverjandi bogaskoti út í hornið. Curtis var aftur á ferðinni fjórum mínútum seinna. Harvey sendi á Curtis. Hann fékk boltann utan við vítateiginn vinstra megin, sneri mótherja af sér, lék framhjá öðrum áður en hann skoraði með föstu skoti út í hægra hornið. Sama horn og síðast! Mögnuð mörk, sem voru mjög lík, hjá þessum efnilega leikmanni sem átti frábæran leik.
Örugg forysta Liverpool í hálfleik og hún varð enn meiri eftir 18 sekúndur eftir að flautað var til síðari hálfleiks. Harvey átti skot sem markmaður Lincoln varði með úthlaupi en hélt ekki. Takumi var á næstu grösum og stýrði boltanum viðstöðulaust í markið rétt utan við markteiginn. Annað mark Japanans sem var mjög góður. Magnað að Liverpol skyldi skora eftir 18 sekúndur því heimamenn byrjuðu hálfleikinn.
Litlu síðar varði Adrián San Miguel tvívegis í sömu sókninni. Vörn Liverpool var ekki eins örugg í síðari hálfleik eftir að Fabinho Tavarez kom inn á fyrir Virgil. Á 57. mínútu kom nýi maðurinn Diego Jota inn fyrir Harvey. Reyndar hefði Harvey átt að fá víti rétt áður þegar varnarmaður braut á honum. Á 60. mínútu missti Neco Williams boltann. Heimamenn færðu sér það í nyt og náðu góðu spili sem endaði með því að Tayo Edun skoraði úr vítateignum neðst í hægra hornið. Liverpool svaraði fimm mínútum seinna. Marko Grujic hirti boltann rétt utan við vítateiginn og skoraði með skoti neðst út í vinstra hornið. Vel gert hjá Serbanum. Lincoln svaraði mínútu síðar þegar Lewis Montsma skoraði með skalla í slá og inn eftir horn. Staðan 2:6 til að hafa allt á hreinu!
Nú gerðist heldur fátt þar til mínúta var eftir. Takumi sendi þá út til hægri eftir skyndisókn á Divock og Belginn smellti boltanum viðstöðulaust út í vinstra hornið og stórsigur 2:7 staðfestur. Fallegt mark en úrvalið af fallegum mörkum var mikið í þessum skemmtilega leik. Stórgóður leikur hjá Liverpool og liðið mætir Arsenal í næstu umferð í næstu viku!
Lincoln City: Palmer, Bradley, Eyoma, Montsma, Melbourne, Jones (McGrandles 60. mín.), Bridcutt (Hopper 60. mín.), Edun, Anderson (Archibald 67. mín.), Scully og Grant. Ónotaðir varamenn: Jackson, Howarth, Ross og Roughan.
Mörk Lincoln City: Tayo Edun (60. mín.) og Lewis Montsma (66. mín.).
Gult spjald: Timothy Eyoma.
Liverpool: Adrián, N. Williams, R. Williams, van Dijk (Fabinho 45. mín.), Tsimikas, Jones, Grujic, Shaqiri (Keita 75. mín.) Elliott (Jota 57. mín.), Minamino og Origi. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Wilson, Alexander-Arnold og van den Berg.
Mörk Liverpool: Xherdan Shaqiri (9. mín.), Takumi Minamino (18. og 46. mín.), Curtis Jones (32. og 36. mín.), Marko Grujic (65. mín.) og Divoc Origi (89. mín.).
Áhorfendur á Sincil Bank: Engir.
Maður leiksins: Curtis Jones. Strákurinn var frábær og skoraði tvö glæsileg mörk!
Jürgen Klopp: Fullt af jákvæðum hlutum. Við komum hingað til að vinna en við ætluðum okkur líka að spila vel. Ég fékk þess vegna fínasta leik til að horfa á.
Fróðleikur
- Rhys Williams, Kostas Tsimikas og Diego Jota léku sína fyrstu leiki með Liverpool.
- Takumi Minamino skoraði tvö mörk og er kominn með þrjú á leiktíðinni.
- Marko Grujic skoraði fyrsta mark sitt fyrir Liverpool.
- Fjögur af mörkum Liverpool voru skoruð með skotum utan vítateigs. Enskt lið hefur ekki skorað svo mörg mörk utan teigs í sama leiknum frá því í apríl 2007.
- Kostas Tsimikas, Rhys Williams og Diego Jota léku sína fyrstu leiki með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan