| Sf. Gutt
Liverpool féll úr leik í Deildarbikarnum í kvöld eftir 5:4 tap í vítaspyrnukeppni fyrir Arsenal á Anfield Road. Liðin skildu jöfn í venjulegum leiktíma. Liverpool hefði átt að komast áfram miðað við gang leiksins.
Liðin mættust á Anfield í annað sinn í vikunni. Framkvæmdastjórar liðanna breyttu liðinu sínum mikið eins og við var að búast en samt voru býsna sterk lið send til leiks. Arsenal byrjaði betur og eftir sjö mínútur endaði gott spil með því að Eddie Nketiah komst einn á móti Adrián San Miguel. Spánverjinn gerði vel í markinu og varði af stuttu færi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Liverpool betri tökum á leiknum. Rétt fyrir leikhlé kom sending inn í vítateig Arsenal. Diogo Jota náði skalla að marki sem Bernd Leno varði með tilþrifum. Hann hélt ekki boltanum sem fór út í teiginn á Takumi Minamino sem hafði autt markið fyrir framan sig en skot hans fór í þverslá og niður. Japaninn hefði átt að skora en þó barst boltinn hratt til hans þannig að það var erfitt að taka við honum. Ekkert mark í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik af krafti og lék betur en fyrir hlé. Á 53. mínútu sendi James Milner horn fyrir frá hægri. Marko Grujic skallaði boltann til Virgil van Dijk. Hann náði snöggu skoti af stuttu færi sem Bernd varði meistaralega. Rétt á eftir átti Diogo skot frá vítateig sem var bjargað. Enn sótti Liverpool og Marko átti skalla sem fór framhjá. Aftur og enn varði Bernd á 60. mínútu þegar Marko skaut utan vítateigs.
Þremur mínútum seinna sendi Curtis Jones háa sendingu fram á Diogo. Portúgalinn tók boltann niður, komst inn í vítateiginn og skaut föstu skoti en Bernd varði enn einu sinni. Litlu síðar átti Marko góðan skalla sem virtist ætla að svífa yfir Bernd en Þjóðverjinn náði að slá boltann yfir. Mjög vel varið. Liverpool átti allan leikinn á þessum tímapunkti og átti að vera komið yfir.
Það var loks á 70. mínútu sem Arsenal fékk færi. Rob Holding fékk þá gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri en Adrián varði vel. Fyrsta færi Arsenal í síðari hálfleik og það síðasta. Liverpool náði ekki að ógna gestunum á lokakafla leiksins og því lauk leiknum með markalausu jafntefli. Líkt og á Wembley í leiknum um Samfélagsskjöldinn þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
James Milner reið á vaðið fyrir framan Anfield Road end stúkuna og honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Alexandre Lacazette jafnaði. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með þrumuskoti upp undir þverslána en Cédric Soares jafnaði. Takumi Minamino skoraði úr þriðju spyrnu Liverpool og Adrián kom Liverpool í kjörstöðu með því að verja frá Mohamed Elneny. Divock Origi hefði átt að fylgja þessu eftir en Bernd varði spyrnu hans sem var alltof nærri markmanninum. Ainsley Maitland-Niles nýtt tækifærið og jafnaði 3:3. Curtis Jones var öryggið uppmálað úr fimmtu spyrnu Liverpool og Nicolas Pépé sömuleiðis fyrir Arsenal.
Harry Wilson tók sjöttu spyrnu Liverpool en Bernd sá við þessum sparkvissa strák með því að henda sér til vinstri og verja. Joe Willock átti næstur leik. Adrián skutlaði sér til vinstri sem var rétt átt en boltinn fór einhvern veginn undir hann og lak í markið. Óheppni hjá Adrián og þar með var Liverpool úr leik.
Heppnin var ekki með Liverpool sem átti sigurinn skilið miðað við gang leiksins. Reyndar bjargaði Bernd Arsneal frá tapi. Flóknara var það ekki!
Liverpool: Adrián, N. Williams, R. Williams, van Dijk (Gomez 61. mín.), Milner, Jones, Grujic, Wilson, Salah (Origi 61. mín.), Minamino og Jota (Wijnaldum 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Fabinho, Robertson og Elliott.
Gul spjöld: Takumi Minamino og Harry Wilson.
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni: James Milner, Georginio Wijnaldum, Takumi Minamino og Curtis Jones.
Arsenal: Leno, Cédric Soares, Holding, Gabriel, Kolasinac, Ceballos (Elneny 68. mín.), Xhaka, Saka (Maitland-Niles 86. mín.) Willock, Nketiah (Lacazette 82. mín.) og Pépé. Ónotaðir varamenn: Rúnar Alex, Tierney, Luiz og Nelson.
Gul spjöld: Granit Xhaka og Cédric Soares.
Mörk Arsenal í vítaspyrnukeppninni: Alexandre Lacazette, Cédric Soares, Ainsley Maitland-Niles, Nicolas Pépé og Joe Willock.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Marko Grujic. Serbinn átti mjög góðan leik á miðjunni. Hann var sterkur fyrir og lét boltann ganga vel.
Jürgen Klopp: Ef annað liðið átti skilið að vinna á 90 mínútum þá vorum það við. En þetta er ekkert draumaland. Til að vinna þarf að skora.Ég var ánægður með stóra hluta leiksins. Við sýndum styrk og margt sem maður vill sjá frá leikmönnum sem klæðast þessari dásamlegu treyju.
- Liverpool tapaði annarri vítaspyrnukeppni sinni á móti Arsenal á þessari leiktíð.
- Fyrra tapið var á Wembley í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
- Liverpool og Arsenal mættust í þessari sömu umferð í Deildarbikarnum á Anfield á síðasta keppnistímabili. Leiknum lauk 5:5 og Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni. Nú snerist dæmið við.
- James og Curtis skoruðu í vítakeppninni í fyrra.
- Ainsley skoraði líka í fyrra fyrir Arsenal.
- Adrián San Miguel lék sinn 20. leik með Liverpool.
TIL BAKA
Úr leik
Liverpool féll úr leik í Deildarbikarnum í kvöld eftir 5:4 tap í vítaspyrnukeppni fyrir Arsenal á Anfield Road. Liðin skildu jöfn í venjulegum leiktíma. Liverpool hefði átt að komast áfram miðað við gang leiksins.
Liðin mættust á Anfield í annað sinn í vikunni. Framkvæmdastjórar liðanna breyttu liðinu sínum mikið eins og við var að búast en samt voru býsna sterk lið send til leiks. Arsenal byrjaði betur og eftir sjö mínútur endaði gott spil með því að Eddie Nketiah komst einn á móti Adrián San Miguel. Spánverjinn gerði vel í markinu og varði af stuttu færi. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði Liverpool betri tökum á leiknum. Rétt fyrir leikhlé kom sending inn í vítateig Arsenal. Diogo Jota náði skalla að marki sem Bernd Leno varði með tilþrifum. Hann hélt ekki boltanum sem fór út í teiginn á Takumi Minamino sem hafði autt markið fyrir framan sig en skot hans fór í þverslá og niður. Japaninn hefði átt að skora en þó barst boltinn hratt til hans þannig að það var erfitt að taka við honum. Ekkert mark í hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik af krafti og lék betur en fyrir hlé. Á 53. mínútu sendi James Milner horn fyrir frá hægri. Marko Grujic skallaði boltann til Virgil van Dijk. Hann náði snöggu skoti af stuttu færi sem Bernd varði meistaralega. Rétt á eftir átti Diogo skot frá vítateig sem var bjargað. Enn sótti Liverpool og Marko átti skalla sem fór framhjá. Aftur og enn varði Bernd á 60. mínútu þegar Marko skaut utan vítateigs.
Þremur mínútum seinna sendi Curtis Jones háa sendingu fram á Diogo. Portúgalinn tók boltann niður, komst inn í vítateiginn og skaut föstu skoti en Bernd varði enn einu sinni. Litlu síðar átti Marko góðan skalla sem virtist ætla að svífa yfir Bernd en Þjóðverjinn náði að slá boltann yfir. Mjög vel varið. Liverpool átti allan leikinn á þessum tímapunkti og átti að vera komið yfir.
Það var loks á 70. mínútu sem Arsenal fékk færi. Rob Holding fékk þá gott skallafæri eftir fyrirgjöf frá vinstri en Adrián varði vel. Fyrsta færi Arsenal í síðari hálfleik og það síðasta. Liverpool náði ekki að ógna gestunum á lokakafla leiksins og því lauk leiknum með markalausu jafntefli. Líkt og á Wembley í leiknum um Samfélagsskjöldinn þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni.
James Milner reið á vaðið fyrir framan Anfield Road end stúkuna og honum brást ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Alexandre Lacazette jafnaði. Georginio Wijnaldum kom Liverpool yfir með þrumuskoti upp undir þverslána en Cédric Soares jafnaði. Takumi Minamino skoraði úr þriðju spyrnu Liverpool og Adrián kom Liverpool í kjörstöðu með því að verja frá Mohamed Elneny. Divock Origi hefði átt að fylgja þessu eftir en Bernd varði spyrnu hans sem var alltof nærri markmanninum. Ainsley Maitland-Niles nýtt tækifærið og jafnaði 3:3. Curtis Jones var öryggið uppmálað úr fimmtu spyrnu Liverpool og Nicolas Pépé sömuleiðis fyrir Arsenal.
Harry Wilson tók sjöttu spyrnu Liverpool en Bernd sá við þessum sparkvissa strák með því að henda sér til vinstri og verja. Joe Willock átti næstur leik. Adrián skutlaði sér til vinstri sem var rétt átt en boltinn fór einhvern veginn undir hann og lak í markið. Óheppni hjá Adrián og þar með var Liverpool úr leik.
Heppnin var ekki með Liverpool sem átti sigurinn skilið miðað við gang leiksins. Reyndar bjargaði Bernd Arsneal frá tapi. Flóknara var það ekki!
Liverpool: Adrián, N. Williams, R. Williams, van Dijk (Gomez 61. mín.), Milner, Jones, Grujic, Wilson, Salah (Origi 61. mín.), Minamino og Jota (Wijnaldum 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Fabinho, Robertson og Elliott.
Gul spjöld: Takumi Minamino og Harry Wilson.
Mörk Liverpool í vítaspyrnukeppninni: James Milner, Georginio Wijnaldum, Takumi Minamino og Curtis Jones.
Arsenal: Leno, Cédric Soares, Holding, Gabriel, Kolasinac, Ceballos (Elneny 68. mín.), Xhaka, Saka (Maitland-Niles 86. mín.) Willock, Nketiah (Lacazette 82. mín.) og Pépé. Ónotaðir varamenn: Rúnar Alex, Tierney, Luiz og Nelson.
Gul spjöld: Granit Xhaka og Cédric Soares.
Mörk Arsenal í vítaspyrnukeppninni: Alexandre Lacazette, Cédric Soares, Ainsley Maitland-Niles, Nicolas Pépé og Joe Willock.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Marko Grujic. Serbinn átti mjög góðan leik á miðjunni. Hann var sterkur fyrir og lét boltann ganga vel.
Jürgen Klopp: Ef annað liðið átti skilið að vinna á 90 mínútum þá vorum það við. En þetta er ekkert draumaland. Til að vinna þarf að skora.Ég var ánægður með stóra hluta leiksins. Við sýndum styrk og margt sem maður vill sjá frá leikmönnum sem klæðast þessari dásamlegu treyju.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði annarri vítaspyrnukeppni sinni á móti Arsenal á þessari leiktíð.
- Fyrra tapið var á Wembley í leiknum um Samfélagsskjöldinn.
- Liverpool og Arsenal mættust í þessari sömu umferð í Deildarbikarnum á Anfield á síðasta keppnistímabili. Leiknum lauk 5:5 og Liverpool vann svo í vítaspyrnukeppni. Nú snerist dæmið við.
- James og Curtis skoruðu í vítakeppninni í fyrra.
- Ainsley skoraði líka í fyrra fyrir Arsenal.
- Adrián San Miguel lék sinn 20. leik með Liverpool.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan