| Sf. Gutt
Svo virðist sem Xerdan Shaqiri sé á förum frá Liverpool. Hann var ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Arsenal í Deildarbikarnum í kvöld. Hann lék á móti Lincoln City í keppninni fyrir viku, skoraði og átti mjög góðan leik. Hann hefði að öllu óbreyttu verið með í kvöld en svo var ekki. Fjarvera hans var túlkuð á þann hátt að forráðamenn Liverpool vildu ekki taka áhættu með að hann myndi meiðast færi svo að félag vildi kaupa hann á næstu dögum.
Jürgen Klopp var spurður út í fjarveru Xerdan eftir leik. Hann sagði að nú væri sá árstími að ýmislegt gæti gerst. Var lesið í þau orð hans á þann hátt að Xerdan gæti verið á förum áður en lokað verður fyrir félagsskipti eftir helgina.
Xerdan Shaqiri hefur verið mikið meiddur síðasta árið eða svo. Einhver félög hafa þó áhuga á honum og það kemur í ljós á allra næstu dögum hvort hann hefur vistaskipti.
TIL BAKA
Xerdan Shaqiri á förum?

Svo virðist sem Xerdan Shaqiri sé á förum frá Liverpool. Hann var ekki í leikmannahópi Liverpool gegn Arsenal í Deildarbikarnum í kvöld. Hann lék á móti Lincoln City í keppninni fyrir viku, skoraði og átti mjög góðan leik. Hann hefði að öllu óbreyttu verið með í kvöld en svo var ekki. Fjarvera hans var túlkuð á þann hátt að forráðamenn Liverpool vildu ekki taka áhættu með að hann myndi meiðast færi svo að félag vildi kaupa hann á næstu dögum.

Jürgen Klopp var spurður út í fjarveru Xerdan eftir leik. Hann sagði að nú væri sá árstími að ýmislegt gæti gerst. Var lesið í þau orð hans á þann hátt að Xerdan gæti verið á förum áður en lokað verður fyrir félagsskipti eftir helgina.

Xerdan Shaqiri hefur verið mikið meiddur síðasta árið eða svo. Einhver félög hafa þó áhuga á honum og það kemur í ljós á allra næstu dögum hvort hann hefur vistaskipti.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Hvernig leggst hvíldin í okkar menn -
| Sf. Gutt
Lokaspretturinn hefst annað kvöld! -
| Sf. Gutt
Skipt um gír í síðari hálfleik! -
| Sf. Gutt
Fyrsti apríl! -
| Sf. Gutt
Asíuferð í sumar -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Mohamed Salah Leikmaður mánaðarins! -
| Sf. Gutt
Tveir komu fyrr heim -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar!
Fréttageymslan