| Sf. Gutt
Rhian Brewster hefur verið seldur frá Liverpool til Sheffield United. Liverpool Echo segir að Liverpool fái 23 og hálfa milljón sterlingspunda fyrir þennan efnilega sóknarmann. Það er mesta upphæð sem Sheffield United hefur borgað fyrir leikmann. Liverpool á endurkauprétt á piltinum og getur keypt hann til baka á ákveðna upphæð á næstu þremur árum. Í samningnum er líka ákvæði um að Liverpool fái ákveðna prósentu af söluverði ef Sheffield selur Rhian.
Rhian Brewster, sem stendur á tvítugu, var lánaður til Swansea City á síðasta keppnistímabili og skoraði tíu mörk í 20 leikjum. Hann lék mjög vel með Liverpool á undirbúningstímabilinu í sumar og skoraði þrjú mörk.
Liverpool fékk Rhian frá Chelsea árið 2015. Hann hefur síðan verið talinn einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool. Rhian lék fjóra leiki með aðalliði Liverpool. Síðasta spark hans í aðalliði Liverpool, og það eina á leiktíðinni í opinberum leik, var þegar hann skaut í þverslá í vítaspyrnukeppninni við Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann skaut þá í þverslá og yfir. Hann skoraði reyndar í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal í Deildarbikarnum þegar Liverpool sló Skytturnar út í október í fyrra.
Rhian Brewster fer frá Liverpool með tvo gullverðlaunapeninga. Hann var í liðshópi Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eins í úrslitaleiknum um Stórbikar Evrópu.
Árið 2017 var Rhian markakóngur Heimsmeistarakeppni undir 17 ára en England vann keppnina. Hann skoraði átta mörk í keppninni.
Við óskum Rhian alls góðs í framtíðinni og þökkum honum fyrir framlag sitt hjá Liverpool. Hver veit nema hann eigi eftir að spila aftur með Liverpool!
Hér má lesa allt það helsta um feril Rhian Brewster á LFCHISTORY.NET.
TIL BAKA
Rhian Brewster seldur
Rhian Brewster hefur verið seldur frá Liverpool til Sheffield United. Liverpool Echo segir að Liverpool fái 23 og hálfa milljón sterlingspunda fyrir þennan efnilega sóknarmann. Það er mesta upphæð sem Sheffield United hefur borgað fyrir leikmann. Liverpool á endurkauprétt á piltinum og getur keypt hann til baka á ákveðna upphæð á næstu þremur árum. Í samningnum er líka ákvæði um að Liverpool fái ákveðna prósentu af söluverði ef Sheffield selur Rhian.
Rhian Brewster, sem stendur á tvítugu, var lánaður til Swansea City á síðasta keppnistímabili og skoraði tíu mörk í 20 leikjum. Hann lék mjög vel með Liverpool á undirbúningstímabilinu í sumar og skoraði þrjú mörk.
Liverpool fékk Rhian frá Chelsea árið 2015. Hann hefur síðan verið talinn einn allra efnilegasti leikmaður Liverpool. Rhian lék fjóra leiki með aðalliði Liverpool. Síðasta spark hans í aðalliði Liverpool, og það eina á leiktíðinni í opinberum leik, var þegar hann skaut í þverslá í vítaspyrnukeppninni við Arsenal í leiknum um Samfélagsskjöldinn. Hann skaut þá í þverslá og yfir. Hann skoraði reyndar í vítaspyrnukeppni á móti Arsenal í Deildarbikarnum þegar Liverpool sló Skytturnar út í október í fyrra.
Rhian Brewster fer frá Liverpool með tvo gullverðlaunapeninga. Hann var í liðshópi Liverpool í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og eins í úrslitaleiknum um Stórbikar Evrópu.
Árið 2017 var Rhian markakóngur Heimsmeistarakeppni undir 17 ára en England vann keppnina. Hann skoraði átta mörk í keppninni.
Við óskum Rhian alls góðs í framtíðinni og þökkum honum fyrir framlag sitt hjá Liverpool. Hver veit nema hann eigi eftir að spila aftur með Liverpool!
Hér má lesa allt það helsta um feril Rhian Brewster á LFCHISTORY.NET.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan