| Sf. Gutt
Það er komið að fjórðu umferð deildarinnar. Enn hefur allt gengið að óskum. Alla vega innan vallar. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga og hafa ekkert slegið af í fyrstu þremur leikjunum. Um meira verður ekki beðið.
Vikan hefur verið viðburðarík. Tveir leikir við Arsenal. Sá fyrri vannst og lék Liverpool mjög vel. Seinni leikurinn, í Deildarbikarnum, hefði líka átt að vinnast en tapaðist í vítaspyrnukeppni sem var mjög gremjulegt. Dregið var í riðla í Meistaradeildinni og kom drátturinn vel út fyrir Liverpool þó svo ekkert sé í hendi. Svo kom í ljós að tveir leikmenn Liverpool eru sýktir af Coveit 19 sem er hið versta mál.
Undir kvöld á morgun spilar Liverpool við Aston Villa í Birmingham. Þar vann Liverpool einn mikilvægasta leik sinn á síðasta keppnistímabili. Tvö síðbúin mörk Andrew Robertson og Sado Mané tryggðu sigur eftir að heimamenn höfðu komist yfir. Sigur sem gaf Liverpool mikinn styrk í titilbaráttunni. Nokkrir leikmenn Liverpool hafa sagt sigurinn einn þann eftirminnilegasta og þýðingarmesta á leiðinni að meistaratitlinum. Liðin mættust svo í Deildarbikarnum á Villa Park en þá var ungliðum Liverpool hent fyrir ljónin og Villa vann 5:0.
Villa hefur unnið báða leiki sína það sem af er leiktíðar og virðist liðið koma vel stemmt til leiks. Villa rétt slapp við fall en hélt sínum bestu mönnum og náði að styrkja liðið með nýjum mönnum. Reikna má með að Aston Villa verði erfiður mótherji á Villa Park ekki síður en á síðasta keppnistímabili. Liverpool þarf að halda áfram á sömu braut og af er leiktíðar. Sadio Mané og Tiago Acantara eru báðir frá vegna veikinda og er þar skarð fyrir skildi. Sadio er búinn að vera ótrúlegur í fyrstu leikjunum. Liverpool þarf nauðsynlega að vinna. Ekki bara til að ná í þrjú stig heldur líka til að enda vel áður en landsleikjahlé tekur við. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 á Villa Park. Roberto Firmino og Naby Keita skora mörkin!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Það er komið að fjórðu umferð deildarinnar. Enn hefur allt gengið að óskum. Alla vega innan vallar. Englandsmeistararnir eru með fullt hús stiga og hafa ekkert slegið af í fyrstu þremur leikjunum. Um meira verður ekki beðið.
Vikan hefur verið viðburðarík. Tveir leikir við Arsenal. Sá fyrri vannst og lék Liverpool mjög vel. Seinni leikurinn, í Deildarbikarnum, hefði líka átt að vinnast en tapaðist í vítaspyrnukeppni sem var mjög gremjulegt. Dregið var í riðla í Meistaradeildinni og kom drátturinn vel út fyrir Liverpool þó svo ekkert sé í hendi. Svo kom í ljós að tveir leikmenn Liverpool eru sýktir af Coveit 19 sem er hið versta mál.
Undir kvöld á morgun spilar Liverpool við Aston Villa í Birmingham. Þar vann Liverpool einn mikilvægasta leik sinn á síðasta keppnistímabili. Tvö síðbúin mörk Andrew Robertson og Sado Mané tryggðu sigur eftir að heimamenn höfðu komist yfir. Sigur sem gaf Liverpool mikinn styrk í titilbaráttunni. Nokkrir leikmenn Liverpool hafa sagt sigurinn einn þann eftirminnilegasta og þýðingarmesta á leiðinni að meistaratitlinum. Liðin mættust svo í Deildarbikarnum á Villa Park en þá var ungliðum Liverpool hent fyrir ljónin og Villa vann 5:0.
Villa hefur unnið báða leiki sína það sem af er leiktíðar og virðist liðið koma vel stemmt til leiks. Villa rétt slapp við fall en hélt sínum bestu mönnum og náði að styrkja liðið með nýjum mönnum. Reikna má með að Aston Villa verði erfiður mótherji á Villa Park ekki síður en á síðasta keppnistímabili. Liverpool þarf að halda áfram á sömu braut og af er leiktíðar. Sadio Mané og Tiago Acantara eru báðir frá vegna veikinda og er þar skarð fyrir skildi. Sadio er búinn að vera ótrúlegur í fyrstu leikjunum. Liverpool þarf nauðsynlega að vinna. Ekki bara til að ná í þrjú stig heldur líka til að enda vel áður en landsleikjahlé tekur við. Ég spái því að Liverpool vinni 0:2 á Villa Park. Roberto Firmino og Naby Keita skora mörkin!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið frá í haust -
| Heimir Eyvindarson
Er Arne Slot Bob Paisley 21.aldarinnar? -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Tilboðum hafnað -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Áramótakveðjur! -
| Sf. Gutt
Verðum að skrifa okkar eigin sögu! -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Jólahugleiðing Arne Slot
Fréttageymslan