| HI
Xerdan Shaqiri varð í dag þriðji leikmaður Liverpool til að greinast með COVID 19 á skömmum tíma. Tilkynning barst í gær frá svissneska knattspyrnusambandinu þessa efnis, en Shaqiri var þar við æfingar fyrir komandi verkefni landsliðsins. Hann átti meðal annars að taka þátt í æfingaleik gegn Króatíu í kvöld, auk þess sem Sviss leikur gegn Spánverjum og Þjóðverjum í Þjóðadeildinni.
Samkvæmt ströngustu reglum á Shaqiri hins vegar aðeins að vera í einangrun í tíu daga. Þar með gæti hann náð leiknum gegn Everton ef hann nær að jafna sig á þeim tíma. Reynslan sýnir hins vegar að það er ekki hægt að gefa sér neitt í þeim efnum.
Áður en þetta kom til hafði Shaqiri þráfaldlega verið orðaður við önnur félög. Hann spilaði lítið á síðustu leiktíð, bæði vegna meiðsla og líka þar sem hann virtist ekki alveg vera í plönunum hjá Klopp. Hann tjáði sig hins vegar um málið við svissneska sjónvarpið.
TIL BAKA
Shaqiri með COVID 19

Samkvæmt ströngustu reglum á Shaqiri hins vegar aðeins að vera í einangrun í tíu daga. Þar með gæti hann náð leiknum gegn Everton ef hann nær að jafna sig á þeim tíma. Reynslan sýnir hins vegar að það er ekki hægt að gefa sér neitt í þeim efnum.
Áður en þetta kom til hafði Shaqiri þráfaldlega verið orðaður við önnur félög. Hann spilaði lítið á síðustu leiktíð, bæði vegna meiðsla og líka þar sem hann virtist ekki alveg vera í plönunum hjá Klopp. Hann tjáði sig hins vegar um málið við svissneska sjónvarpið.
„Fjölmiðlarnir skrifa ýmislegt, en ég endaði á að vera áfram. Ég er með langtímasamning, mér líður vel og ég vildi vera áfram hjá Liverpool. Ég mun svo leggja mig fram til að spila með liðinu eftir landsleikjahléið.“
Nú er að sjá hvort þessi ákvörðun hans reynist farsæl fyrir hann.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan