| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Jafnt gegn Everton
Eins og oft áður endaði leikur á Goodison Park með jafntefli en nú var þó að minnsta kosti boðið uppá mörk, rautt spjald og skrýtnar ákvarðanir dómara, þá sérstaklega í VAR herberginu.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom ekki mikið á óvart en hann stillti svona upp.
Ekki var mikið búið af leiknum þegar okkar menn náðu að skora. Mohamed Salah kom boltanum út til vinstri á Robertson sem lék inná teiginn og framhjá Seamus Coleman. Hann sendi svo inná miðjan teiginn þar sem Sadio Mané var mættur og þrumaði boltanum í netið, staðan orðin 0-1 eftir aðeins þrjár mínútur. Everton sóttu aðeins í sig veðrið eftir þetta en nokkuð stórt og þýðingarmikið atvik átti sér stað á 11. mínútu. Hornspyrna gestanna var hreinsuð frá en sending barst yfir á fjærstöng þar sem van Dijk var staddur. Hann reyndi að ná til boltans en fáránleg tækling frá Pickford varð til þess að Hollendingurinn varð að fara af velli. Allur fókus dómarana fór á það að skoða hvort van Dijk hafi verið rangstæður þegar sendingin kom og það varð niðurstaðan þó afskaplega tæpt hafi það verið. Ekkert var hinsvegar gert í tæklingu Pickford sem verðuskuldaði svo sannarlega rautt spjald. Joe Gomez var svo skipt inná í kjölfarið.
Á 19. mínútu komst Calvert-Lewin í ágætt skotfæri á teignum en Adrián varði. Hornspyrnan var tekin og þar reis Keane hæstur í teignum og skallaði í markið, margir töldu að Adrián hefði átt að gera betur þar sem boltinn fór nánast beint á hann en kannski var það aðeins of hart þar sem skallinn var fastur og af stuttu færi. Okkar menn fengu hættulegri færi fram að hálfleik en Pickford varði það sem fór á markið og Mané skaut framhjá úr svipuðu færi og hann fékk þegar hann skoraði fyrr í leiknum. Staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri hvað yfirburði okkar manna varðar og dramatík og vitleysu í VAR herberginu. Fabinho þrumaði yfir með skoti fyrir utan teig og Henderson var ekki langt frá því að skora með góðu skoti úr teignum sem fór rétt yfir markið. Everton fengu fín færi líka og Calvert-Lewin var nálægt því að skora á markteig og Richarlison skallaði í stöngina eftir sendingu frá James Rodríguez. Kólombíumaðurinn átti svo skot að marki sem Adrián varði.
En á 72. mínútu komust okkar menn í forystu á ný. Henderson sendi fyrir markið frá hægri og Mina nikkaði boltanum frá, beint á Salah sem hugsaði sig ekki tvisvar um og skaut boltanum viðstöðulaust í fjærhornið. Virkilega vel afgreitt hjá Egyptanum. Staðan hefði vel getað verið 1-3 skömmu síðar þegar Pickford varði vel skalla frá Matip eftir hornspyrnu. En það voru hinsvegar heimamenn sem skoruðu næsta mark eftir góða sókn upp vinstri kantinn. Digne sendi fyrir þar sem Calvert-Lewin skallaði boltann framhjá Adrián. Mané fékk svo fínt færi örskömmu síðar en aftur var Pickford vel á verði.
Dramatíkinni var ekki lokið því Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir hrikalega tæklingu á Thiago á miðjunni. Í uppbótartíma átti svo Thiago frábæra sendingu upp vinstri kantinn á Mané sem sendi fyrir á Henderson. Skot fyrirliðans var ekki mjög gott en Pickford sló boltann einhvernveginn í eigið mark. Þessu var að sjálfsögðu vel fagnað af þeim rauðu en myndbandsdómgæslan tók völdin og fór að skoða hvort Mané hafi verið rangstæður. Niðurstaðan kom töluvert á óvart, markið dæmt af þrátt fyrir að allt leit út fyrir að Mané hafi verið samsíða varnarmönnum Everton. Lokatölur 2-2 og súrt bragð í munni okkar Liverpool manna.
Everton: Pickford, Coleman (Godfrey, 31. mín.), Mina, Keane, Digne, Doucouré (Iwobi, 78. mín.), Allan, André Gomes (Sigurðsson, 72. mín.), Rodríguez, Calvert-Lewin, Richarlison. Ónotaðir varamenn: Olsen, Delph, Bernard, Davies.
Mörk Everton: Michael Keane (19. mín.) og Dominic Calvert-Lewin (81. mín.).
Gul spjöld: Allan, André Gomes og Rodríguez.
Rautt spjald: Richarlison.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk (Gomez, 11. mín.), Robertson, Henderson, Fabinho (Wijnaldum, 91. mín.), Thiago, Salah, Firmino (Jota, 78. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Milner, Jones, Minamino.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (3. mín.) og Mohamed Salah (72. mín.).
Gul spjöld: Fabinho og Mané.
Maður leiksins: Sadio Mané var öflugur í leiknum og ógnaði mikið, með smá heppni hefði hann getað skorað fleiri mörk.
Jürgen Klopp: ,,Frammistöðulega séð er ég mjög, mjög ánægður. Besti útileikur sem við höfum spilað síðan ég byrjaði að stjórna hér. Við gáfum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði þegar við vorum nýbúnir að breyta skipulaginu. Við vorum mun betri gegn liði sem hefur gengið vel og er með mikið sjálfstraust. Skrýtnir hlutir gerðust í dag. Svona tegund af rangstöðu hef ég ekki séð í atvikinu hjá Virgil og Pickford."
Um atvikið þegar markið var dæmt af Henderson sagði Klopp: ,,Ég veit ekki hvar línan er þegar maður getur dæmt rangstöðu. Já, við hefðum átt að vinna leikinn. Strákarnir spiluðu frábæran leik gegn liði með mikil gæði. Að vera betri frá fyrstu mínútu er algjörlega frábært."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa ekki tapað fyrir Everton í síðustu 23 viðureignum liðanna í deildinni. Ekki hefur náðst jafn góður árangur gegn neinu öðru liði.
- 22 rauð spjöld hafa litið dagsins ljós í viðureignum liðanna í úrvalsdeild og er það met. Sömuleiðis eru 15 rauð spjöld Everton í þessum leikjum met.
- Mohamed Salah skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í öllum keppnum, í sínum 159. leik. Aðeins Roger Hunt (144 leikir) og Jack Parkinson (153 leikir) hafa náð betri árangri.
- Mark Sadio Mané var það fljótasta í sögunni hjá Liverpool gegn Everton, eftir aðeins tvær mínútur og 15 sekúndur.
- Roberto Firmino spilaði sinn 180. deildarleik fyrir félagið og jafnframt þann 250. í öllum keppnum.
Byrjunarlið Jürgen Klopp kom ekki mikið á óvart en hann stillti svona upp.
Ekki var mikið búið af leiknum þegar okkar menn náðu að skora. Mohamed Salah kom boltanum út til vinstri á Robertson sem lék inná teiginn og framhjá Seamus Coleman. Hann sendi svo inná miðjan teiginn þar sem Sadio Mané var mættur og þrumaði boltanum í netið, staðan orðin 0-1 eftir aðeins þrjár mínútur. Everton sóttu aðeins í sig veðrið eftir þetta en nokkuð stórt og þýðingarmikið atvik átti sér stað á 11. mínútu. Hornspyrna gestanna var hreinsuð frá en sending barst yfir á fjærstöng þar sem van Dijk var staddur. Hann reyndi að ná til boltans en fáránleg tækling frá Pickford varð til þess að Hollendingurinn varð að fara af velli. Allur fókus dómarana fór á það að skoða hvort van Dijk hafi verið rangstæður þegar sendingin kom og það varð niðurstaðan þó afskaplega tæpt hafi það verið. Ekkert var hinsvegar gert í tæklingu Pickford sem verðuskuldaði svo sannarlega rautt spjald. Joe Gomez var svo skipt inná í kjölfarið.
Á 19. mínútu komst Calvert-Lewin í ágætt skotfæri á teignum en Adrián varði. Hornspyrnan var tekin og þar reis Keane hæstur í teignum og skallaði í markið, margir töldu að Adrián hefði átt að gera betur þar sem boltinn fór nánast beint á hann en kannski var það aðeins of hart þar sem skallinn var fastur og af stuttu færi. Okkar menn fengu hættulegri færi fram að hálfleik en Pickford varði það sem fór á markið og Mané skaut framhjá úr svipuðu færi og hann fékk þegar hann skoraði fyrr í leiknum. Staðan því 1-1 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikur var ekki ólíkur þeim fyrri hvað yfirburði okkar manna varðar og dramatík og vitleysu í VAR herberginu. Fabinho þrumaði yfir með skoti fyrir utan teig og Henderson var ekki langt frá því að skora með góðu skoti úr teignum sem fór rétt yfir markið. Everton fengu fín færi líka og Calvert-Lewin var nálægt því að skora á markteig og Richarlison skallaði í stöngina eftir sendingu frá James Rodríguez. Kólombíumaðurinn átti svo skot að marki sem Adrián varði.
En á 72. mínútu komust okkar menn í forystu á ný. Henderson sendi fyrir markið frá hægri og Mina nikkaði boltanum frá, beint á Salah sem hugsaði sig ekki tvisvar um og skaut boltanum viðstöðulaust í fjærhornið. Virkilega vel afgreitt hjá Egyptanum. Staðan hefði vel getað verið 1-3 skömmu síðar þegar Pickford varði vel skalla frá Matip eftir hornspyrnu. En það voru hinsvegar heimamenn sem skoruðu næsta mark eftir góða sókn upp vinstri kantinn. Digne sendi fyrir þar sem Calvert-Lewin skallaði boltann framhjá Adrián. Mané fékk svo fínt færi örskömmu síðar en aftur var Pickford vel á verði.
Dramatíkinni var ekki lokið því Richarlison fékk beint rautt spjald fyrir hrikalega tæklingu á Thiago á miðjunni. Í uppbótartíma átti svo Thiago frábæra sendingu upp vinstri kantinn á Mané sem sendi fyrir á Henderson. Skot fyrirliðans var ekki mjög gott en Pickford sló boltann einhvernveginn í eigið mark. Þessu var að sjálfsögðu vel fagnað af þeim rauðu en myndbandsdómgæslan tók völdin og fór að skoða hvort Mané hafi verið rangstæður. Niðurstaðan kom töluvert á óvart, markið dæmt af þrátt fyrir að allt leit út fyrir að Mané hafi verið samsíða varnarmönnum Everton. Lokatölur 2-2 og súrt bragð í munni okkar Liverpool manna.
Everton: Pickford, Coleman (Godfrey, 31. mín.), Mina, Keane, Digne, Doucouré (Iwobi, 78. mín.), Allan, André Gomes (Sigurðsson, 72. mín.), Rodríguez, Calvert-Lewin, Richarlison. Ónotaðir varamenn: Olsen, Delph, Bernard, Davies.
Mörk Everton: Michael Keane (19. mín.) og Dominic Calvert-Lewin (81. mín.).
Gul spjöld: Allan, André Gomes og Rodríguez.
Rautt spjald: Richarlison.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Matip, van Dijk (Gomez, 11. mín.), Robertson, Henderson, Fabinho (Wijnaldum, 91. mín.), Thiago, Salah, Firmino (Jota, 78. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, Milner, Jones, Minamino.
Mörk Liverpool: Sadio Mané (3. mín.) og Mohamed Salah (72. mín.).
Gul spjöld: Fabinho og Mané.
Maður leiksins: Sadio Mané var öflugur í leiknum og ógnaði mikið, með smá heppni hefði hann getað skorað fleiri mörk.
Jürgen Klopp: ,,Frammistöðulega séð er ég mjög, mjög ánægður. Besti útileikur sem við höfum spilað síðan ég byrjaði að stjórna hér. Við gáfum þeim tvö mörk eftir föst leikatriði þegar við vorum nýbúnir að breyta skipulaginu. Við vorum mun betri gegn liði sem hefur gengið vel og er með mikið sjálfstraust. Skrýtnir hlutir gerðust í dag. Svona tegund af rangstöðu hef ég ekki séð í atvikinu hjá Virgil og Pickford."
Um atvikið þegar markið var dæmt af Henderson sagði Klopp: ,,Ég veit ekki hvar línan er þegar maður getur dæmt rangstöðu. Já, við hefðum átt að vinna leikinn. Strákarnir spiluðu frábæran leik gegn liði með mikil gæði. Að vera betri frá fyrstu mínútu er algjörlega frábært."
Fróðleikur:
- Liverpool hafa ekki tapað fyrir Everton í síðustu 23 viðureignum liðanna í deildinni. Ekki hefur náðst jafn góður árangur gegn neinu öðru liði.
- 22 rauð spjöld hafa litið dagsins ljós í viðureignum liðanna í úrvalsdeild og er það met. Sömuleiðis eru 15 rauð spjöld Everton í þessum leikjum met.
- Mohamed Salah skoraði sitt 100. mark fyrir félagið í öllum keppnum, í sínum 159. leik. Aðeins Roger Hunt (144 leikir) og Jack Parkinson (153 leikir) hafa náð betri árangri.
- Mark Sadio Mané var það fljótasta í sögunni hjá Liverpool gegn Everton, eftir aðeins tvær mínútur og 15 sekúndur.
- Roberto Firmino spilaði sinn 180. deildarleik fyrir félagið og jafnframt þann 250. í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan