| Sf. Gutt
Virgil van Dijk fer í aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir hrottalega atlögu Jordan Pickford í leiknum gegn Everton í gær og verður lengi frá. Ólíklegt er að Hollendingurinn geti spilað meira á leiktíðinni.
Virgil fór af velli í gær eftir 11 mínútur eftir meiðslin sem atlaga Jordan leiddi af sér. Hann fór í skoðun á sjúkrahúsi í gær ef rétt er skilið. Í dag fór hann svo í nákvæmari skoðun. Nú undir kvöld var tilkynnt á Liverpoolfc.com að Virgil myndi þurfi að fara í aðgerð vegna þess að liðbönd í hné eru sködduð. Eftir aðgerðina tekur endurhæfing við og tekur hún tekur nokkra mánuði.
Við vonum að allt gangi að óskum með aðgerð og endurhæfingu. En allt þetta ferli á eftir að taka sinn tíma. Ljóst er að meiðsli Virgil og fjarvera hans næstu mánuði er gríðarlegt áfall fyrir Liverpool. En maður kemur í manns stað!
TIL BAKA
Virgil fer í aðgerð og verður lengi frá

Virgil van Dijk fer í aðgerð vegna meiðsla sem hann varð fyrir eftir hrottalega atlögu Jordan Pickford í leiknum gegn Everton í gær og verður lengi frá. Ólíklegt er að Hollendingurinn geti spilað meira á leiktíðinni.
Virgil fór af velli í gær eftir 11 mínútur eftir meiðslin sem atlaga Jordan leiddi af sér. Hann fór í skoðun á sjúkrahúsi í gær ef rétt er skilið. Í dag fór hann svo í nákvæmari skoðun. Nú undir kvöld var tilkynnt á Liverpoolfc.com að Virgil myndi þurfi að fara í aðgerð vegna þess að liðbönd í hné eru sködduð. Eftir aðgerðina tekur endurhæfing við og tekur hún tekur nokkra mánuði.
Við vonum að allt gangi að óskum með aðgerð og endurhæfingu. En allt þetta ferli á eftir að taka sinn tíma. Ljóst er að meiðsli Virgil og fjarvera hans næstu mánuði er gríðarlegt áfall fyrir Liverpool. En maður kemur í manns stað!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli -
| Sf. Gutt
Líklega leikur lífs míns! -
| Heimir Eyvindarson
Meistaraheppni í París?
Fréttageymslan