| Sf. Gutt
Liverpool v Midtjylland
Það er stutt stórra högga á milli þessa daga og vikur hjá Englandsmeisturunum. Annað kvöld er komið að næsta Evrópuleik liðsins en sá fyrsti í Evrópuvegferð þessarar leiktíðar var fyrir tæpri viku. Veiran skæða hefur víða áhrif því venjulega líður hálfur mánuður eða meira á milli leikja í Meistaradeildinni.
Liverpool fær nú dönsku meistarana Midtjylland í heimsókn. Í fyrsta sinn verður haldið Evrópukvöld á Anfield Road án áhorfenda og það verður þunnur þrettándi ef mið er tekið af því andrúmslofti sem ríkir í Musterinu á slíkum kvöldum. Reyndar hefði kannski verið gáfulegast fyrir Knattspyrnusamband Evrópu að aflýsa Evrópukeppnunum þessa leiktíðina. En sýningin þarf að halda áfram var einu sinni sungið!
Midtjylland er ungt félgað og var stofnað 1999 þegar tvö eldri félög voru sameinuð. Liðið hefur verið sterkt á síðustu árum og unnið dönsku deildina þrisvar sinnum, 2015, 2018 og 2020, á síðustu sex leiktíðum. Midtjylland vann svo bikarkeppnina 2019. Liðið er því sterkt og það er örugglega gott sjálfstraust í því eins og öllum sigurliðum.
Liverpool hóf Evrópuvegferðina á góðum útisigri á Ajax. Midtjylland var fyrirfram talin auðveld bráð fyrir hin liðin í riðlinum og danska liðið steinlá 0:4 á heimavelli í síðustu viku fyrir ítalska liðinu Atalanta. Liverpool á því að vinna þennan leik örugglega. Enginn hroki heldur spá í samræmi við getu liðanna!
Hugsanlega verða gerðar einhverjar breytingar á liði Liverpool sem mögulega þýðir að einhverjir yngri leikmenn gætu fengið tækifæri. Curtis Jones byrjaði til dæmis leikinn í Amsterdam. Ég spái því að Liverpool vinni 5:0. Diogo Jota skorar tvö og þeir Roberto Firmino, Takumi Minamino og Curtis Jones eitt hver. Þessi leikur á einfaldlega að vinnast!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool v Midtjylland
Það er stutt stórra högga á milli þessa daga og vikur hjá Englandsmeisturunum. Annað kvöld er komið að næsta Evrópuleik liðsins en sá fyrsti í Evrópuvegferð þessarar leiktíðar var fyrir tæpri viku. Veiran skæða hefur víða áhrif því venjulega líður hálfur mánuður eða meira á milli leikja í Meistaradeildinni.
Liverpool fær nú dönsku meistarana Midtjylland í heimsókn. Í fyrsta sinn verður haldið Evrópukvöld á Anfield Road án áhorfenda og það verður þunnur þrettándi ef mið er tekið af því andrúmslofti sem ríkir í Musterinu á slíkum kvöldum. Reyndar hefði kannski verið gáfulegast fyrir Knattspyrnusamband Evrópu að aflýsa Evrópukeppnunum þessa leiktíðina. En sýningin þarf að halda áfram var einu sinni sungið!
Midtjylland er ungt félgað og var stofnað 1999 þegar tvö eldri félög voru sameinuð. Liðið hefur verið sterkt á síðustu árum og unnið dönsku deildina þrisvar sinnum, 2015, 2018 og 2020, á síðustu sex leiktíðum. Midtjylland vann svo bikarkeppnina 2019. Liðið er því sterkt og það er örugglega gott sjálfstraust í því eins og öllum sigurliðum.
Liverpool hóf Evrópuvegferðina á góðum útisigri á Ajax. Midtjylland var fyrirfram talin auðveld bráð fyrir hin liðin í riðlinum og danska liðið steinlá 0:4 á heimavelli í síðustu viku fyrir ítalska liðinu Atalanta. Liverpool á því að vinna þennan leik örugglega. Enginn hroki heldur spá í samræmi við getu liðanna!
Hugsanlega verða gerðar einhverjar breytingar á liði Liverpool sem mögulega þýðir að einhverjir yngri leikmenn gætu fengið tækifæri. Curtis Jones byrjaði til dæmis leikinn í Amsterdam. Ég spái því að Liverpool vinni 5:0. Diogo Jota skorar tvö og þeir Roberto Firmino, Takumi Minamino og Curtis Jones eitt hver. Þessi leikur á einfaldlega að vinnast!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan