| Sf. Gutt
Markið sem Diogo Jota skoraði á móti Midtjylland í gærkvöldi var númer 10.000 í sögu Liverpool. Portúgalinn er skiljanlega ánægður með að hafa komist á spjöld sögunnar hjá Liverpool. Honum fannst þó meira til koma með að hafa brotið ísinn á móti dönsku meisturunum og lagt grunn að sigri Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn í gærkvöldi
,,Auðvitað er ég ánægður með að skora og hjálpa liðinu til sigurs. Það er alltaf gott að ná ákveðnum áföngum en mestu skipti að vinna í dag. Eftir góðan útisigur þá var mikilvægt að ná að bæta við stigatöfluna og við skiluðum okkar verki hvað það varðaði. Við náðum þremur stigum. Það var fyrir öllu og nú þurfum við að vera tilbúnir í næsta leik!"
Á Twitter síðu sinni skrifaði Diogo þetta. ,,Magnað að skora 10.000. mark félagsins og vinna leikinn!"
Diogo Jota verður hér eftir í sögubókum Liverpool Football Club fyrir að vera sá leikmaður sem skoraði mark númer 10.000 í sögu félagsins. Reyndar skoraði hann líka mark númer 99.999. Skemmtilegt er að nýjasti liðsmaður Liverpool skyldi skora markið sögulega!
TIL BAKA
Ánægður með markið sögulega!

Markið sem Diogo Jota skoraði á móti Midtjylland í gærkvöldi var númer 10.000 í sögu Liverpool. Portúgalinn er skiljanlega ánægður með að hafa komist á spjöld sögunnar hjá Liverpool. Honum fannst þó meira til koma með að hafa brotið ísinn á móti dönsku meisturunum og lagt grunn að sigri Liverpool. Hann hafði þetta að segja eftir leikinn í gærkvöldi
,,Auðvitað er ég ánægður með að skora og hjálpa liðinu til sigurs. Það er alltaf gott að ná ákveðnum áföngum en mestu skipti að vinna í dag. Eftir góðan útisigur þá var mikilvægt að ná að bæta við stigatöfluna og við skiluðum okkar verki hvað það varðaði. Við náðum þremur stigum. Það var fyrir öllu og nú þurfum við að vera tilbúnir í næsta leik!"
Á Twitter síðu sinni skrifaði Diogo þetta. ,,Magnað að skora 10.000. mark félagsins og vinna leikinn!"
Diogo Jota verður hér eftir í sögubókum Liverpool Football Club fyrir að vera sá leikmaður sem skoraði mark númer 10.000 í sögu félagsins. Reyndar skoraði hann líka mark númer 99.999. Skemmtilegt er að nýjasti liðsmaður Liverpool skyldi skora markið sögulega!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna -
| Sf. Gutt
Jafntefli í síðasta leiknum!
Fréttageymslan