| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Burst í Bergamo
Okkar menn spiluðu sinn besta leik á tímabilinu og burstuðu heimamenn í Atalanta 0-5. Diogo Jota er sjóðandi heitur og skoraði þrennu.
Fyrirfram var talið að þetta væri erfiðasti útileikur Liverpool í riðlakeppninni, Jürgen Klopp stillti auðvitað upp sterku liði og treysti á Rhys Williams í miðri vörninni með Joe Gomez, enda lítið um valmöguleika þegar kemur að miðvörðum. Að öðru leyti var vörnin skipuð eins og venjulega, á miðjunni voru Henderson, Wijnaldum og Jones og frammi fékk Jota tækifæri í byrjunarliði með Salah og Mané.
Liverpool menn gáfu tóninn snemma og aðeins var liðin rúm mínúta þegar Jota komst í fínt færi í teignum og skaut að marki en skotið var varið. Sadio Mané átti svo skot fyrir utan teig sem Sportiello í markinu sló yfir markið og skömmu síðar komst Jones í ágætt skotfæri í teignum en aftur var Sportiello vel á verði. Hann kom hinsvegar engum vörnum við þegar Jota fékk sendingu innfyrir, Portúgalinn var í baráttu við varnarmann sem reyndi að stöðva hann en lék af harðfylgi áfram og lyfti svo boltanum yfir markvörðinn og í markið. Glæsilega gert og verðskulduð forysta. Eftir þetta áttu bæði lið ágætar sóknir, fyrsta færi heimamanna fékk Muriel þegar hann skaut að marki á vítateigslínunni, Alisson átti í smá vandræðum með að fanga boltann en náði því í annari tilraun. Á 33. mínútu var staðan svo orðin 0-2 þegar Jota skoraði frábært mark. Joe Gomez sendi háa sendingu inná teiginn vinstra megin, Jota tók boltann niður og þrumaði honum svo í nærhornið, gjörsamlega óverjandi og frábær tilþrif hjá Jota. Þannig var staðan í hálfleik.
Gestirnir gerðu svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Salah var sendur einn í gegn eftir hornspyrnu Atalanta, Egyptinn lék upp allan völlinn og inní teiginn þar sem hann skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tveim mínútum síðar sendi Salah svo Mané í gegn vinstra megin á teignum, markvörðurinn kom út á móti og Mané lyfti boltanum yfir hann, staðan 0-4 og ekki 50 mínútur liðnar af leiknum. Þrenna Diogo Jota var svo fullkomnuð á 54. mínútu þegar Mané átti frábæra sendingu upp völlinn. Jota var kominn einn í gegn, lék framhjá markverðinum og sendi boltann í autt markið. Hreint ótrúlegar tölur á fyrirfram töldum erfiðum útivelli. Gestirnir slökuðu aðeins á klónni eftir þetta og heimamenn fengu sín færi en var fyrirmunað að setja boltann í netið. Zapata komst næst því þegar hann skaut í samskeytin og boltinn skoppaði svo fyrir framan markið en á hreint ótrúlegan hátt fór hann ekki yfir línuna. Fleiri færi féllu þeim í skaut en Alisson varði vel og hélt sínu marki hreinu. Klopp nýtti sínar fimm skiptingar og leikurinn fjaraði smátt og smátt út. Lokatölur 0-5 og staða okkar manna í riðlinum er ansi góð núna, 9 stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Atalanta: Sportiello, Toloi, Palomino, Djimsiti, Hateboer (Depaoli, 81. mín.), Pasalic (Malinovskiy, 63. mín.), Freuler, Mojica (Ruggieri, 81. mín.), Gómez (Lammers, 81. mín.), Muriel (Pessina, 53. mín.), Zapata. Ónotaðir varamenn: Romero, Rossi, Scalvini, Al Miranchuk, Ilicic, Traore, Gollini.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (N. Williams, 82. mín.), R. Williams, Gomez, Robertson (Keita, 65. mín.), Henderson (Milner, 66. mín.), Jones, Wijnaldum (Tsimikas, 82. mín.), Salah, Jota (Firmino, 65. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Matip, Cain, Minamino, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (16., 33. og 54. mín.), Mohamed Salah (47. mín.) og Sadio Mané (49. mín.).
Gul spjöld: Jones og Wijnaldum.
Maður leiksins: Augljóst að þessu sinni að maður leiksins er Diogo Jota. Hann hefur heldur betur stimplað sig flott inn á þessu tímabili og er sjóðandi heitur í framlínunni.
Jürgen Klopp: ,,Allt sem ég sagði um Atalanta fyrir leik í gær og í dag er 100% sannleikur. Ég hef verið nógu lengi í þessum bransa til að vita hvenær lið spilar flottan fótbolta og geta valdið hvaða liði sem er í heiminum vandræðum. Það breytist ekki útaf leik kvöldsins og úrslitum hans. Við erum góðir líka, við vitum það. Við verðum að spila vel og sýna hvað við getum. Strákarnir gerðu það svo sannarlega í kvöld."
Fróðleikur:
- Diogo Jota var 10. leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora þrennu í Evrópukeppni.
- Þetta er stærsti sigur ensks liðs á útivelli gegn ítölsku liði.
- Liverpool hafa sigrað síðustu fjóra útileiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar en liðið hafði þar áður tapað fjórum útileikjum í röð.
- Þetta var fyrsti sigur Jürgen Klopp á Ítalíu en fyrir þennan leik hafði hann tapað í síðustu fimm heimsóknum sínum þangað.
- Diogo Jota er aðeins annar leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum í byrjunarliði. Sá sem gerði það fyrstur var Robbie Keane árið 2008.
- Mohamed Salah hefur nú jafnað markafjölda Steven Gerrard í Meistaradeildinni með 21 mark og eru þeir markahæstir í keppninni í sögu félagsins.
- Liverpool hafa nú níu stig á toppi D-riðils og eru með fimm stiga forystu á Atalanta og Ajax.
Fyrirfram var talið að þetta væri erfiðasti útileikur Liverpool í riðlakeppninni, Jürgen Klopp stillti auðvitað upp sterku liði og treysti á Rhys Williams í miðri vörninni með Joe Gomez, enda lítið um valmöguleika þegar kemur að miðvörðum. Að öðru leyti var vörnin skipuð eins og venjulega, á miðjunni voru Henderson, Wijnaldum og Jones og frammi fékk Jota tækifæri í byrjunarliði með Salah og Mané.
Liverpool menn gáfu tóninn snemma og aðeins var liðin rúm mínúta þegar Jota komst í fínt færi í teignum og skaut að marki en skotið var varið. Sadio Mané átti svo skot fyrir utan teig sem Sportiello í markinu sló yfir markið og skömmu síðar komst Jones í ágætt skotfæri í teignum en aftur var Sportiello vel á verði. Hann kom hinsvegar engum vörnum við þegar Jota fékk sendingu innfyrir, Portúgalinn var í baráttu við varnarmann sem reyndi að stöðva hann en lék af harðfylgi áfram og lyfti svo boltanum yfir markvörðinn og í markið. Glæsilega gert og verðskulduð forysta. Eftir þetta áttu bæði lið ágætar sóknir, fyrsta færi heimamanna fékk Muriel þegar hann skaut að marki á vítateigslínunni, Alisson átti í smá vandræðum með að fanga boltann en náði því í annari tilraun. Á 33. mínútu var staðan svo orðin 0-2 þegar Jota skoraði frábært mark. Joe Gomez sendi háa sendingu inná teiginn vinstra megin, Jota tók boltann niður og þrumaði honum svo í nærhornið, gjörsamlega óverjandi og frábær tilþrif hjá Jota. Þannig var staðan í hálfleik.
Gestirnir gerðu svo út um leikinn í upphafi síðari hálfleiks. Salah var sendur einn í gegn eftir hornspyrnu Atalanta, Egyptinn lék upp allan völlinn og inní teiginn þar sem hann skaut svo hnitmiðuðu skoti í fjærhornið. Tveim mínútum síðar sendi Salah svo Mané í gegn vinstra megin á teignum, markvörðurinn kom út á móti og Mané lyfti boltanum yfir hann, staðan 0-4 og ekki 50 mínútur liðnar af leiknum. Þrenna Diogo Jota var svo fullkomnuð á 54. mínútu þegar Mané átti frábæra sendingu upp völlinn. Jota var kominn einn í gegn, lék framhjá markverðinum og sendi boltann í autt markið. Hreint ótrúlegar tölur á fyrirfram töldum erfiðum útivelli. Gestirnir slökuðu aðeins á klónni eftir þetta og heimamenn fengu sín færi en var fyrirmunað að setja boltann í netið. Zapata komst næst því þegar hann skaut í samskeytin og boltinn skoppaði svo fyrir framan markið en á hreint ótrúlegan hátt fór hann ekki yfir línuna. Fleiri færi féllu þeim í skaut en Alisson varði vel og hélt sínu marki hreinu. Klopp nýtti sínar fimm skiptingar og leikurinn fjaraði smátt og smátt út. Lokatölur 0-5 og staða okkar manna í riðlinum er ansi góð núna, 9 stig eftir fyrstu þrjá leikina.
Atalanta: Sportiello, Toloi, Palomino, Djimsiti, Hateboer (Depaoli, 81. mín.), Pasalic (Malinovskiy, 63. mín.), Freuler, Mojica (Ruggieri, 81. mín.), Gómez (Lammers, 81. mín.), Muriel (Pessina, 53. mín.), Zapata. Ónotaðir varamenn: Romero, Rossi, Scalvini, Al Miranchuk, Ilicic, Traore, Gollini.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold (N. Williams, 82. mín.), R. Williams, Gomez, Robertson (Keita, 65. mín.), Henderson (Milner, 66. mín.), Jones, Wijnaldum (Tsimikas, 82. mín.), Salah, Jota (Firmino, 65. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, Matip, Cain, Minamino, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Diogo Jota (16., 33. og 54. mín.), Mohamed Salah (47. mín.) og Sadio Mané (49. mín.).
Gul spjöld: Jones og Wijnaldum.
Maður leiksins: Augljóst að þessu sinni að maður leiksins er Diogo Jota. Hann hefur heldur betur stimplað sig flott inn á þessu tímabili og er sjóðandi heitur í framlínunni.
Jürgen Klopp: ,,Allt sem ég sagði um Atalanta fyrir leik í gær og í dag er 100% sannleikur. Ég hef verið nógu lengi í þessum bransa til að vita hvenær lið spilar flottan fótbolta og geta valdið hvaða liði sem er í heiminum vandræðum. Það breytist ekki útaf leik kvöldsins og úrslitum hans. Við erum góðir líka, við vitum það. Við verðum að spila vel og sýna hvað við getum. Strákarnir gerðu það svo sannarlega í kvöld."
Fróðleikur:
- Diogo Jota var 10. leikmaðurinn í sögu félagsins til að skora þrennu í Evrópukeppni.
- Þetta er stærsti sigur ensks liðs á útivelli gegn ítölsku liði.
- Liverpool hafa sigrað síðustu fjóra útileiki sína í riðlakeppni Meistaradeildar en liðið hafði þar áður tapað fjórum útileikjum í röð.
- Þetta var fyrsti sigur Jürgen Klopp á Ítalíu en fyrir þennan leik hafði hann tapað í síðustu fimm heimsóknum sínum þangað.
- Diogo Jota er aðeins annar leikmaðurinn í sögu félagsins sem skorar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum í byrjunarliði. Sá sem gerði það fyrstur var Robbie Keane árið 2008.
- Mohamed Salah hefur nú jafnað markafjölda Steven Gerrard í Meistaradeildinni með 21 mark og eru þeir markahæstir í keppninni í sögu félagsins.
- Liverpool hafa nú níu stig á toppi D-riðils og eru með fimm stiga forystu á Atalanta og Ajax.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan