| Sf. Gutt
Diogo Jota setti félagsmet á móti Leicester City. Þegar hann skallaði boltann framhjá Kasper Schmeichel varð hann fyrsti leikmaður Liverpool í sögu félagsins til að skora í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum, í efstu deild, á Anfield Road. Magnað afrek!
Portúgalinn opnaði markareikning sinn á móti Arsenal og svo skoraði hann gegn Sheffield United og West Ham United. Mörkin á móti Sheffield og West Ham voru bæði sigurmörk. Diogo náði svo metinu á móti Leicester.
Ekki má svo gleyma því að Diogo Jota skoraði 10.000. mark í sögu Liverpool í 2:0 sigri á Midtjylland í Meistaradeildinni. Portúgalinn hefur því sannarlega komið sér á spjöld sögunnar hjá Liverpool. Hingað til hefur hann skorað átta mörk í fyrstu 12 leikjum sínum.
Markið á móti Leicester var líka sögulegt því það kom eftir að leikmenn Liverpool höfðu leikið boltanum 30 sinnum á milli sín. Allir útileikmenn Liverpool komu við boltann í þessu magnaða samspili. Þetta er met hjá Liverpool eftir að farið var að telja slíkt á keppnistímabilinu 2006/07.
TIL BAKA
Diogo Jota setur félagsmet
Diogo Jota setti félagsmet á móti Leicester City. Þegar hann skallaði boltann framhjá Kasper Schmeichel varð hann fyrsti leikmaður Liverpool í sögu félagsins til að skora í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum, í efstu deild, á Anfield Road. Magnað afrek!
Portúgalinn opnaði markareikning sinn á móti Arsenal og svo skoraði hann gegn Sheffield United og West Ham United. Mörkin á móti Sheffield og West Ham voru bæði sigurmörk. Diogo náði svo metinu á móti Leicester.
Ekki má svo gleyma því að Diogo Jota skoraði 10.000. mark í sögu Liverpool í 2:0 sigri á Midtjylland í Meistaradeildinni. Portúgalinn hefur því sannarlega komið sér á spjöld sögunnar hjá Liverpool. Hingað til hefur hann skorað átta mörk í fyrstu 12 leikjum sínum.
Markið á móti Leicester var líka sögulegt því það kom eftir að leikmenn Liverpool höfðu leikið boltanum 30 sinnum á milli sín. Allir útileikmenn Liverpool komu við boltann í þessu magnaða samspili. Þetta er met hjá Liverpool eftir að farið var að telja slíkt á keppnistímabilinu 2006/07.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan