| Sf. Gutt
TIL BAKA
Spáð í spilin
Liverpool vs Atalanta
Það er langt síðan Liverpool hefur byrjað riðlakeppni Meistaradeildar jafn vel. Þrír sigrar eftir þrjá leiki og mótherjarnrir hafa enn ekki skorað hjá Englandsmeisturunum. Áframhald í útsláttarkeppnina er svo til tryggt en samt eru þrír leikir eftir í riðlinum.
Sigur á Atalanta annað kvöld tryggir sigur í riðlinum. Liverpool setti met í fyrri leik liðanna með því að vinna 0:5. Þetta var stærsti sigur Liverpool á Ítalíu í allri Evrópusögu félagsins. Einhverjir myndu kannski telja að sá sigur þýði öruggan sigur á Anfield. Það er þó ekkert fast í hendi í knattspyrnunni.
Ef mið er tekið af leiknum á Ítalíu þá ætti Liverpool að vinna á Anfield. Það er þó spurning hvaða leikmönnum Liverpool teflir fram. Liverpool á nefnilega leik strax um hádegið á laugardaginn í Brighton. Lygilegt að sjónvarpsstöðvar á Englandi komist upp með leikjauppröðun af þessu tagi og í raun óboðlegt! Jürgen Klopp gagnrýndi leikjauppröðun harðlega eftir leik Liverpool og Leicester City á sunnudaginn og full ástæða til.
Það þýðir þó ekki að kvarta um of heldur þarf að vinna úr stöðunni. Trúlega verða nokkrar breytingar gerðar á liði Liverpool með tillitis til leiksins við Brighton. Það er þó ekki gott að ráða í hverjar þær verða. Naby Keita meiddist á móti Leicester en Mohamed Salah er aftur til taks.
Ítalska liðið mun örugglega reyna að bæta fyrir niðurlæginguna í fyrri leiknum en vonandi nær Liverpool að fylgja sterkum sigri á Leicester á sunnudagskvöldið eftir. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1. Mohamed Salah og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
Sigur á Atalanta annað kvöld tryggir sigur í riðlinum. Liverpool setti met í fyrri leik liðanna með því að vinna 0:5. Þetta var stærsti sigur Liverpool á Ítalíu í allri Evrópusögu félagsins. Einhverjir myndu kannski telja að sá sigur þýði öruggan sigur á Anfield. Það er þó ekkert fast í hendi í knattspyrnunni.
Ef mið er tekið af leiknum á Ítalíu þá ætti Liverpool að vinna á Anfield. Það er þó spurning hvaða leikmönnum Liverpool teflir fram. Liverpool á nefnilega leik strax um hádegið á laugardaginn í Brighton. Lygilegt að sjónvarpsstöðvar á Englandi komist upp með leikjauppröðun af þessu tagi og í raun óboðlegt! Jürgen Klopp gagnrýndi leikjauppröðun harðlega eftir leik Liverpool og Leicester City á sunnudaginn og full ástæða til.
Það þýðir þó ekki að kvarta um of heldur þarf að vinna úr stöðunni. Trúlega verða nokkrar breytingar gerðar á liði Liverpool með tillitis til leiksins við Brighton. Það er þó ekki gott að ráða í hverjar þær verða. Naby Keita meiddist á móti Leicester en Mohamed Salah er aftur til taks.
Ítalska liðið mun örugglega reyna að bæta fyrir niðurlæginguna í fyrri leiknum en vonandi nær Liverpool að fylgja sterkum sigri á Leicester á sunnudagskvöldið eftir. Ég spái því að Liverpool vinni 2:1. Mohamed Salah og Diogo Jota skora mörkin.
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan