| Sf. Gutt
Segja má að allt sé í uppnámi í riðli Liverpool í Meistaradeildinni eftir 0:2 tap fyrir Atalanta á Anfield Road. Í það minnsta er sæti Liverpool í útsláttarkeppninni ekki ennþá öruggt þó allt sé í höndum Englandsmeistaranna.
Eins og líklegt var talið voru gerðar nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Góðu fréttirnar voru þær að Mohamed Salah var tiltækur eftir að ljóst var að hann var ekki sýktur af veirunni skæðu. Þeir nafnar Nico og Rhys Williams komu í vörnina. Liðsvalið hafði örugglega mikið með það að gera að Liverpool spilar næsta leik í hádeginu á laugardaginn.
Það fór ekkert á milli mála frá upphafi leiksins að leikmenn Atalanta ætluðu sér að vinna enda ekkert annað í boði fyrir liðið ef það ætti að eiga einhverja möguleika á að komast upp úr riðlinum. Eins höfðu leikmenn liðsins örugglega hug á að bæta fyrir niðurlæginguna á Ítalíu á dögunum!
Strax á þriðju mínútu átti leikmaður Atalanta óvænt skot úr þröngu færi vinstra megin á nærstöng en Alisson Becker varði í horn. Rétt á eftir missti Neco boltann en sá sem náði honum skaut framhjá við vítateiginn. Ítalska liðið var mun ákveðnara og það var ekki fyrr en mínútu fyrir leikhlé að Liverpool átti fyrsta markskot sitt. Mohamed Salah skaut þá yfir úr vítateignum. Jafnt í hálfleik.
Liverpool lék lítið betur eftir hlé. Áfram var ítalska liðið mun ákveðnara en þó án þess að skapa sér hættuleg færi. Jürgen Klopp fékk loks nóg og fimm varamenn biðu þess að koma inn á þegar klukkutími var búinn. En áður en boltinn fór úr leik skoraði Atalanta. Sending kom fyrir frá vinstri og þar stakk Josip Ilicic sér inn fyrir vörnina og skoraði. Varamenn Liverpool komu inn á en þeir voru rétt búnir að taka stöðuna þegar ítalska liðið skoraði annað mark. Aftur kom fyrirgjöf frá vinstri. Boltinn var skallaður til baka fyrir markið á Robin Gosens sem skoraði af stuttu færi.
Leikmenn Liverpool settu loks einhvern kraft í leik sinn en það var þó ekki mikið sem breyttist. Liverpool náði ekkert að ógna marki Atalanta og sigur ítalska liðsins var sanngjarn. Nú getur allt gerst í riðlinum!
Leikmenn Liverpool fá litla hvíld og næsti leikur verður í Brighton í hádeginu á laugardaginn. Vonandi nær liðið að rífa sig í gang í þeim leik eftir þetta kjaftshögg í kvöld.
Mörk Atalanta: Josip Ilicic (60. mín.) og Robin Gosens (64. mín.).
Maður leiksins: Joël Matip var fastur fyrir í vörninni. Hann hefur spilað vel eftir að hann kom inn í liðið eftir meiðsli.
Jürgen Klopp: Þetta var verðskuldað tap í erfiðum leik. Það er ekki gaman að segja það en svoleiðis var það bara.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool tapar með tveggja marka mun á Anfield á valdatíma Jürgen Klopp.
- Þetta var stærsta tap Liverpool á heimavelli frá því West Ham United vann 0:3 í ágúst 2015.
TIL BAKA
Slæmt tap
Segja má að allt sé í uppnámi í riðli Liverpool í Meistaradeildinni eftir 0:2 tap fyrir Atalanta á Anfield Road. Í það minnsta er sæti Liverpool í útsláttarkeppninni ekki ennþá öruggt þó allt sé í höndum Englandsmeistaranna.
Eins og líklegt var talið voru gerðar nokkrar breytingar á liðinu fyrir leikinn. Góðu fréttirnar voru þær að Mohamed Salah var tiltækur eftir að ljóst var að hann var ekki sýktur af veirunni skæðu. Þeir nafnar Nico og Rhys Williams komu í vörnina. Liðsvalið hafði örugglega mikið með það að gera að Liverpool spilar næsta leik í hádeginu á laugardaginn.
Það fór ekkert á milli mála frá upphafi leiksins að leikmenn Atalanta ætluðu sér að vinna enda ekkert annað í boði fyrir liðið ef það ætti að eiga einhverja möguleika á að komast upp úr riðlinum. Eins höfðu leikmenn liðsins örugglega hug á að bæta fyrir niðurlæginguna á Ítalíu á dögunum!
Strax á þriðju mínútu átti leikmaður Atalanta óvænt skot úr þröngu færi vinstra megin á nærstöng en Alisson Becker varði í horn. Rétt á eftir missti Neco boltann en sá sem náði honum skaut framhjá við vítateiginn. Ítalska liðið var mun ákveðnara og það var ekki fyrr en mínútu fyrir leikhlé að Liverpool átti fyrsta markskot sitt. Mohamed Salah skaut þá yfir úr vítateignum. Jafnt í hálfleik.
Liverpool lék lítið betur eftir hlé. Áfram var ítalska liðið mun ákveðnara en þó án þess að skapa sér hættuleg færi. Jürgen Klopp fékk loks nóg og fimm varamenn biðu þess að koma inn á þegar klukkutími var búinn. En áður en boltinn fór úr leik skoraði Atalanta. Sending kom fyrir frá vinstri og þar stakk Josip Ilicic sér inn fyrir vörnina og skoraði. Varamenn Liverpool komu inn á en þeir voru rétt búnir að taka stöðuna þegar ítalska liðið skoraði annað mark. Aftur kom fyrirgjöf frá vinstri. Boltinn var skallaður til baka fyrir markið á Robin Gosens sem skoraði af stuttu færi.
Leikmenn Liverpool settu loks einhvern kraft í leik sinn en það var þó ekki mikið sem breyttist. Liverpool náði ekkert að ógna marki Atalanta og sigur ítalska liðsins var sanngjarn. Nú getur allt gerst í riðlinum!
Leikmenn Liverpool fá litla hvíld og næsti leikur verður í Brighton í hádeginu á laugardaginn. Vonandi nær liðið að rífa sig í gang í þeim leik eftir þetta kjaftshögg í kvöld.
Mörk Atalanta: Josip Ilicic (60. mín.) og Robin Gosens (64. mín.).
Maður leiksins: Joël Matip var fastur fyrir í vörninni. Hann hefur spilað vel eftir að hann kom inn í liðið eftir meiðsli.
Jürgen Klopp: Þetta var verðskuldað tap í erfiðum leik. Það er ekki gaman að segja það en svoleiðis var það bara.
Fróðleikur.
- Þetta var í fyrsta sinn sem Liverpool tapar með tveggja marka mun á Anfield á valdatíma Jürgen Klopp.
- Þetta var stærsta tap Liverpool á heimavelli frá því West Ham United vann 0:3 í ágúst 2015.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið!
Fréttageymslan