| Sf. Gutt
Liverpool voru í annað sinn á þessu keppnistímabili rændir sigri eftir að sjónvarpsdómgæsla kom við sögu. Brighton fékk víti í viðbótartíma og náði þar með jafntefli 1:1 á heimavelli sínum.
Eins og reiknað var með þá voru gerðar nokkrar breytingar á liði Liverpool eftir Evrópuleikinn. Nathaniel Phillips lék sem miðvörður með Fabinho Tavarez. Þetta var tíunda miðvarðarsamsetning Liverpool á keppnistímabilinu.
Liverpool byrjaði betur og strax á 3. mínútu sendi Fabinho fram á Mohamed Salah sem komst í gott skotfæri en hann hitti ekki markið. Um sjö mínútum seinna komst Aaron Connally einn í gegnum vörn Liverpool en hann skaut framhjá. Á 20. mínútu fékk Brighton víti eftir að Neco Williams felldi Aaron. Neal Maupay tók vítið en skaut framhjá.
Tíu mínútum fyrir hálfleik sendi Roberto Firmino fram á Mohamed sem slapp í gegn og skoraði. Gleðin var skammvinn því markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sjónvarpsdómgæsla dæmdi rangstöðu þegar Mohamed var jafn varnarmanni Brighton. Enn eitt ruglið! Ekkert mark skorað í hálfleik. Alla vega ekki sem var dæmt löglegt!
Jordan Henderson kom inn á sem varamaður í leikhléi og innkoma hans bætti leik Liverpool til muna. Á 60. mínútu náði Liverpool svo forystu. Andrew Robertson sendi á Mohamed sem kom boltanum á Diogo Jota. Hann lék til hægri í vítateignum og sendi svo boltann neðst í vinstra hornið. Vel gert hjá Portúgalnum sem heldur áfram að skora!
Enn bættist á meiðslalistann þegar rétt um stundarfjórðungur var eftir. James Milner fór þá af velli eftir að hafa tognað aftan í læri. Curtis Jones kom inn á fyrir James.
Liverpool hafði í framhaldinu mjög góð tök á leiknum. Heimamenn ógnuðu lítið og það var ekki fyrr en á 80. mínútu að þeir sköpuðu hættu. Andrew bjargaði þá með hnéinu eftir hættulega fyrirgjöf og kom boltanum yfir markið. Ekki löngu seinna skallaði Sadio Mané boltann í mark Brighton eftir aukaspyrnu. Aftur kom sjónvarpsdómgæsla til skjalanna og dæmdi markið af. Reyndar réttilega í þetta skiptið.
Í viðbótartíma kom sending inn i vítateig Liverpool. Andrew hugðist hreinsa en hitti ekki boltann. Danny Welbeck reyndi um leið að ná til boltans. Andrew rakst aðeins í annan fót Danny og leikurinn hélt áfram. Dómaranum var þó sagt að skoða atvikið í sjónvarpinu og eftir skoðun dæmdi hann víti. Pascal Gross tók vítið og jafnaði leikinn. Niðurstaðan 1:1 jafntefli í leik sem Liverpool hefði með réttu átt að vinna! Reyndar kom stigið sem Liverpool fékk Englansmeisturunum á topp deildarinnar!
Vítaspyrnudómurinn undir lokin var út í hött. Dómarinn gerði rétt í fyrstu með að láta leikinn halda áfram því ekki var um brot að ræða. Svolítil snerting átti sér stað en að dæma víti á svona atvik var algjör þvæla. Tveir rangir sjónvarpsdómar þýða að Liverpool er með fjórum stigum minna en ætti með réttu að vera!
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn kom inn á í hálfleik og leikur Liverpool batnaði mikið. Kannski var það ekki allt honum að þakka en hann spilaði samt sem áður mjög vel!
Jürgen Klopp: Við skoruðum en náðum ekki að skora aftur. Reyndar skoruðum við miklu fleiri mörk en þau voru dæmd af. Við náðum sem sagt ekki að skora mark sem blessun var lögð yfir.
- Diogo Jota skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið var númer 250 sem Liverpool hefur skorað á útivelli á valdatíð Jürgen Klopp. Mörkin hafa komið í 136 leikjum.
- Alisson Becker lék sinn 100. leik fyrir hönd Liverpool.
- Brighton hefur aldrei unnið sigur á Liverpool á heimavelli sínum í efstu deild.
TIL BAKA
Rændir sigri!
Liverpool voru í annað sinn á þessu keppnistímabili rændir sigri eftir að sjónvarpsdómgæsla kom við sögu. Brighton fékk víti í viðbótartíma og náði þar með jafntefli 1:1 á heimavelli sínum.
Eins og reiknað var með þá voru gerðar nokkrar breytingar á liði Liverpool eftir Evrópuleikinn. Nathaniel Phillips lék sem miðvörður með Fabinho Tavarez. Þetta var tíunda miðvarðarsamsetning Liverpool á keppnistímabilinu.
Liverpool byrjaði betur og strax á 3. mínútu sendi Fabinho fram á Mohamed Salah sem komst í gott skotfæri en hann hitti ekki markið. Um sjö mínútum seinna komst Aaron Connally einn í gegnum vörn Liverpool en hann skaut framhjá. Á 20. mínútu fékk Brighton víti eftir að Neco Williams felldi Aaron. Neal Maupay tók vítið en skaut framhjá.
Tíu mínútum fyrir hálfleik sendi Roberto Firmino fram á Mohamed sem slapp í gegn og skoraði. Gleðin var skammvinn því markið var dæmt af vegna rangstöðu. Sjónvarpsdómgæsla dæmdi rangstöðu þegar Mohamed var jafn varnarmanni Brighton. Enn eitt ruglið! Ekkert mark skorað í hálfleik. Alla vega ekki sem var dæmt löglegt!
Jordan Henderson kom inn á sem varamaður í leikhléi og innkoma hans bætti leik Liverpool til muna. Á 60. mínútu náði Liverpool svo forystu. Andrew Robertson sendi á Mohamed sem kom boltanum á Diogo Jota. Hann lék til hægri í vítateignum og sendi svo boltann neðst í vinstra hornið. Vel gert hjá Portúgalnum sem heldur áfram að skora!
Enn bættist á meiðslalistann þegar rétt um stundarfjórðungur var eftir. James Milner fór þá af velli eftir að hafa tognað aftan í læri. Curtis Jones kom inn á fyrir James.
Liverpool hafði í framhaldinu mjög góð tök á leiknum. Heimamenn ógnuðu lítið og það var ekki fyrr en á 80. mínútu að þeir sköpuðu hættu. Andrew bjargaði þá með hnéinu eftir hættulega fyrirgjöf og kom boltanum yfir markið. Ekki löngu seinna skallaði Sadio Mané boltann í mark Brighton eftir aukaspyrnu. Aftur kom sjónvarpsdómgæsla til skjalanna og dæmdi markið af. Reyndar réttilega í þetta skiptið.
Í viðbótartíma kom sending inn i vítateig Liverpool. Andrew hugðist hreinsa en hitti ekki boltann. Danny Welbeck reyndi um leið að ná til boltans. Andrew rakst aðeins í annan fót Danny og leikurinn hélt áfram. Dómaranum var þó sagt að skoða atvikið í sjónvarpinu og eftir skoðun dæmdi hann víti. Pascal Gross tók vítið og jafnaði leikinn. Niðurstaðan 1:1 jafntefli í leik sem Liverpool hefði með réttu átt að vinna! Reyndar kom stigið sem Liverpool fékk Englansmeisturunum á topp deildarinnar!
Vítaspyrnudómurinn undir lokin var út í hött. Dómarinn gerði rétt í fyrstu með að láta leikinn halda áfram því ekki var um brot að ræða. Svolítil snerting átti sér stað en að dæma víti á svona atvik var algjör þvæla. Tveir rangir sjónvarpsdómar þýða að Liverpool er með fjórum stigum minna en ætti með réttu að vera!
Maður leiksins: Jordan Henderson. Fyrirliðinn kom inn á í hálfleik og leikur Liverpool batnaði mikið. Kannski var það ekki allt honum að þakka en hann spilaði samt sem áður mjög vel!
Jürgen Klopp: Við skoruðum en náðum ekki að skora aftur. Reyndar skoruðum við miklu fleiri mörk en þau voru dæmd af. Við náðum sem sagt ekki að skora mark sem blessun var lögð yfir.
Fróðleikur.
- Diogo Jota skoraði níunda mark sitt á keppnistímabilinu.
- Markið var númer 250 sem Liverpool hefur skorað á útivelli á valdatíð Jürgen Klopp. Mörkin hafa komið í 136 leikjum.
- Alisson Becker lék sinn 100. leik fyrir hönd Liverpool.
- Brighton hefur aldrei unnið sigur á Liverpool á heimavelli sínum í efstu deild.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan