| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Upp úr riðlinum
Liverpool vann 1-0 sigur á Ajax í næstsíðustu umferð riðlakeppninnar og tryggði þar með sæti í 16-liða úrslitinum á næsta ári. Eina mark leiksins var hreinræktað Liverpool mark.
Fyrir leik bárust þær fregnir að enn einn máttarstólpi liðsins hefði meiðst, Alisson er meiddur aftan í læri og traustið var sett á Caoimhin Kelleher sem spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið. Að öðru leyti var liðinu stillt upp eins og við var að búast enda ekki hægt að velja úr of mörgum frískum leikmönnum. Vörnin var skipuð þeim Neco Williams, Fabinho, Joel Matip og Andy Robertson. Á miðjunni voru þeir Jordan Henderson, Gini Wijnaldum og Curtis Jones, fremstu þrír voru Diogo Jota, Mohamed Salah og Sadio Mané sem þýddi auðvitað að Roberto Firmino settist á bekkinn.
Okkar menn byrjuðu betur og eftir aðeins sex mínútna leik hafði Jones tvisvar sinnum komist í fínt færi, í fyrra skiptið varði Onana en í það seinna kom hann engum vörnum við en prísaði sig sælan þegar skot Jones hafnaði í stönginni eftir fínan undirbúning frá Salah. Eftir það var leikurinn frekar jafn og bæði lið skiptust á að sækja þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. Kelleher var vel á verði eftir um hálftíma leik þegar Mazraoui þrumaði að marki fyrir utan teig. Hinumegin reyndi Andy Robertson lúmskt skot á nærstöngina vinstra megin í teignum þegar allir héldu að hann myndi senda fyrir markið, en Skotinn skaut í hliðarnetið. Fyrr í leiknum fór hrollur um marga þegar Robertson settist niður í grasið, tók af sér vinstri skóinn og virtist hafa meiðst. En sem betur fer gat hann haldið áfram og við vonum að þetta séu ekki meiðsli sem halda honum frá keppni.
Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Ajax fengu fyrsta alvöru færið þegar áðurnefndur Mazraoui skaut að marki úr teignum, Kelleher sló boltann út til hægri þar sem Neres náði til boltans og þrumaði honum í utanverðan markrammann. Eina markið leit svo dagsins ljós eftir 58 mínútur þegar Neco Williams átti fína sendingu fyrir markið frá hægri kanti. Boltinn sveif yfir á fjærstöngina þar sem Onana misreiknaði eitthvað flugið á boltanum, Curtis Jones nýtti sér það og ýtti boltanum snyrtilega utanfótar innfyrir línuna. Eftir þetta lifnaði yfir leikmönnum Ajax sem bættu mönnum í sóknina en það bauð auðvitað uppá skyndisóknir þeirra rauðu í staðinn. Salah komst einn í gegn en hafði ekki alveg nógu gott vald á boltanum og Onana náði að krafsa hann til sín í teignum. Firmino, sem hafði verið skipt inná fyrir Jota, fékk einnig úrvals færi en Onana varði skot hans mjög vel og boltinn rúllaði svo í stöngina og framhjá. Hinumegin fékk hinn gamalreyndi Huntelaar gott skallafæri á markteig en Kelleher var vel staðsettur og með viðbrögðin í lagi og sló boltann yfir markið. Lokatölur 1-0, sigrinum og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar var að sjálfsögðu vel fagnað.
Liverpool: Kelleher, N. Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Jones, Henderson, Wijnaldum, Salah (R. Williams, 90. mín.), Jota (Firmino, 68. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Jaros, Tsimikas, Cain, Clarkson, Minamino, Origi.
Mark Liverpool: Curtis Jones (58. mín.).
Gul spjöld: Henderson, Wijnaldum, Mané.
Ajax: Onana, Mazraoui (Huntelaar, 86. mín.), Schuurs, Blind (Martínez, 86. mín.), Tagliafico, Klaassen, Álvarez (Labyad, 69. mín.), Gravenberch, dos Santos, Tadic, Neres Campos (Traoré, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Timber, Klaiber, Promes, Scherpen, Ekkelenkamp.
Gul spjöld: Schuurs og Blind.
Maður leiksins: Curtis Jones kom sér í færin og nýtti eitt þeirra sem dugði til sigurs. Þessi ungi Scouser hefur staðið sig mjög vel það sem af er tímabils og öðlast dýrmæta reynslu. Caoimhin Kelleher á einnig tilkall hér fyrir að hafa haldið hreinu í sínum fyrsta Evrópuleik fyrir félagið og varið allt sem á markið kom.
Jürgen Klopp: ,,Það kom ekki á óvart að leikurinn var opinn. Ég er í skýjunum með það hvernig við nálguðumst leikinn og karakterinn sem strákarnir sýndu. Við áttum nokkrar góðar rispur, hefðum getað skorað snemma og vörðumst vel, sem er auðvitað mikilvægt. Við sköpuðum færi eftir skyndisóknir sem og eftir spil upp völlinn, vörðumst með öllu sem við áttum og þannig er þetta yfirleitt á þessu stigi riðlakeppninnar."
Fróðleikur:
- Curtis Jones (19 ára og 306 daga gamall) varð þriðji yngsti leikmaður félagsins til að skora mark í Meistaradeildinni á eftir þeim David Ngog (gegn PSV Eindhoven árið 2008, 19 ára og 252 daga gamall) og Trent Alexander-Arnold (gegn Maribor árið 2017, 19 ára og 10 daga gamall).
- Caoimhin Kelleher er fyrsti Írinn til að spila fyrir Liverpool í Meistaradeild síðan í desember árið 2008, en þá var Robbie Keane í liðinu. Hann er einnig aðeins fjórði Írinn í sögu félagsins til að spila í Meistaradeildinni. Steve Finnan og Darren Potter eru hinir tveir.
- Liverpool hafa haldið markinu hreinu í síðustu fjórum leikjum af fimm í Meistaradeild. Þar áður hafði liðið aðeins haldið hreinu í einum leik af átta.
- Mark Liverpool var svo sannarlega skapað í Liverpool borg en þeir Neco Williams og Curtis Jones eru báðir uppaldir í Akademíu félagsins. Þetta var einnig í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildar þar sem unglingar búa til mark fyrir Úrvalsdeildar lið en Jones og Williams eru aðeins 19 ára gamlir.
Fyrir leik bárust þær fregnir að enn einn máttarstólpi liðsins hefði meiðst, Alisson er meiddur aftan í læri og traustið var sett á Caoimhin Kelleher sem spilaði sinn fyrsta Evrópuleik fyrir félagið. Að öðru leyti var liðinu stillt upp eins og við var að búast enda ekki hægt að velja úr of mörgum frískum leikmönnum. Vörnin var skipuð þeim Neco Williams, Fabinho, Joel Matip og Andy Robertson. Á miðjunni voru þeir Jordan Henderson, Gini Wijnaldum og Curtis Jones, fremstu þrír voru Diogo Jota, Mohamed Salah og Sadio Mané sem þýddi auðvitað að Roberto Firmino settist á bekkinn.
Okkar menn byrjuðu betur og eftir aðeins sex mínútna leik hafði Jones tvisvar sinnum komist í fínt færi, í fyrra skiptið varði Onana en í það seinna kom hann engum vörnum við en prísaði sig sælan þegar skot Jones hafnaði í stönginni eftir fínan undirbúning frá Salah. Eftir það var leikurinn frekar jafn og bæði lið skiptust á að sækja þó án þess að skapa sér nein alvöru færi. Kelleher var vel á verði eftir um hálftíma leik þegar Mazraoui þrumaði að marki fyrir utan teig. Hinumegin reyndi Andy Robertson lúmskt skot á nærstöngina vinstra megin í teignum þegar allir héldu að hann myndi senda fyrir markið, en Skotinn skaut í hliðarnetið. Fyrr í leiknum fór hrollur um marga þegar Robertson settist niður í grasið, tók af sér vinstri skóinn og virtist hafa meiðst. En sem betur fer gat hann haldið áfram og við vonum að þetta séu ekki meiðsli sem halda honum frá keppni.
Seinni hálfleikur var keimlíkur þeim fyrri. Ajax fengu fyrsta alvöru færið þegar áðurnefndur Mazraoui skaut að marki úr teignum, Kelleher sló boltann út til hægri þar sem Neres náði til boltans og þrumaði honum í utanverðan markrammann. Eina markið leit svo dagsins ljós eftir 58 mínútur þegar Neco Williams átti fína sendingu fyrir markið frá hægri kanti. Boltinn sveif yfir á fjærstöngina þar sem Onana misreiknaði eitthvað flugið á boltanum, Curtis Jones nýtti sér það og ýtti boltanum snyrtilega utanfótar innfyrir línuna. Eftir þetta lifnaði yfir leikmönnum Ajax sem bættu mönnum í sóknina en það bauð auðvitað uppá skyndisóknir þeirra rauðu í staðinn. Salah komst einn í gegn en hafði ekki alveg nógu gott vald á boltanum og Onana náði að krafsa hann til sín í teignum. Firmino, sem hafði verið skipt inná fyrir Jota, fékk einnig úrvals færi en Onana varði skot hans mjög vel og boltinn rúllaði svo í stöngina og framhjá. Hinumegin fékk hinn gamalreyndi Huntelaar gott skallafæri á markteig en Kelleher var vel staðsettur og með viðbrögðin í lagi og sló boltann yfir markið. Lokatölur 1-0, sigrinum og sæti í 16-liða úrslitum Meistaradeildar var að sjálfsögðu vel fagnað.
Liverpool: Kelleher, N. Williams, Matip, Fabinho, Robertson, Jones, Henderson, Wijnaldum, Salah (R. Williams, 90. mín.), Jota (Firmino, 68. mín.), Mané. Ónotaðir varamenn: Adrián, Jaros, Tsimikas, Cain, Clarkson, Minamino, Origi.
Mark Liverpool: Curtis Jones (58. mín.).
Gul spjöld: Henderson, Wijnaldum, Mané.
Ajax: Onana, Mazraoui (Huntelaar, 86. mín.), Schuurs, Blind (Martínez, 86. mín.), Tagliafico, Klaassen, Álvarez (Labyad, 69. mín.), Gravenberch, dos Santos, Tadic, Neres Campos (Traoré, 81. mín.). Ónotaðir varamenn: Stekelenburg, Timber, Klaiber, Promes, Scherpen, Ekkelenkamp.
Gul spjöld: Schuurs og Blind.
Maður leiksins: Curtis Jones kom sér í færin og nýtti eitt þeirra sem dugði til sigurs. Þessi ungi Scouser hefur staðið sig mjög vel það sem af er tímabils og öðlast dýrmæta reynslu. Caoimhin Kelleher á einnig tilkall hér fyrir að hafa haldið hreinu í sínum fyrsta Evrópuleik fyrir félagið og varið allt sem á markið kom.
Jürgen Klopp: ,,Það kom ekki á óvart að leikurinn var opinn. Ég er í skýjunum með það hvernig við nálguðumst leikinn og karakterinn sem strákarnir sýndu. Við áttum nokkrar góðar rispur, hefðum getað skorað snemma og vörðumst vel, sem er auðvitað mikilvægt. Við sköpuðum færi eftir skyndisóknir sem og eftir spil upp völlinn, vörðumst með öllu sem við áttum og þannig er þetta yfirleitt á þessu stigi riðlakeppninnar."
Fróðleikur:
- Curtis Jones (19 ára og 306 daga gamall) varð þriðji yngsti leikmaður félagsins til að skora mark í Meistaradeildinni á eftir þeim David Ngog (gegn PSV Eindhoven árið 2008, 19 ára og 252 daga gamall) og Trent Alexander-Arnold (gegn Maribor árið 2017, 19 ára og 10 daga gamall).
- Caoimhin Kelleher er fyrsti Írinn til að spila fyrir Liverpool í Meistaradeild síðan í desember árið 2008, en þá var Robbie Keane í liðinu. Hann er einnig aðeins fjórði Írinn í sögu félagsins til að spila í Meistaradeildinni. Steve Finnan og Darren Potter eru hinir tveir.
- Liverpool hafa haldið markinu hreinu í síðustu fjórum leikjum af fimm í Meistaradeild. Þar áður hafði liðið aðeins haldið hreinu í einum leik af átta.
- Mark Liverpool var svo sannarlega skapað í Liverpool borg en þeir Neco Williams og Curtis Jones eru báðir uppaldir í Akademíu félagsins. Þetta var einnig í fyrsta skipti í sögu Meistaradeildar þar sem unglingar búa til mark fyrir Úrvalsdeildar lið en Jones og Williams eru aðeins 19 ára gamlir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan