| Sf. Gutt
Þegar Liverpool mætti Midtjylland í Danmörku setti Mohamed Salah met. Engin hefur skorað jafn mörg mörk fyrir Liverpool í keppni þeirra bestu í Evrópu. Hann bætti svo við í fyrrakvöld.
Mohamed er nú búinn að skora 24 mörk í keppni þeirra bestu í Evrópu. Í þeirri skilgreiningu teljast Meistaradeildin og Evrópukeppni meistaraliða. Mohamed er nú kominn framúr Steven Gerrard.
Ef öll Evrópumörk eru talin er Mohamed annar markahæsti í sögu Liverpool. Hann er enn langt að baki Steven Gerrard þegar öll Evrópumót eru talin.
Markið gegn Midtjylland var líka sögulegt fyrir þær sakir að það voru aðeins 55 sekúndur búnar af leiknum þegar Mohamed Salah skoraði hjá danska liðinu. Þetta er sneggsta mark sem Liverpool hefur skorað í keppni þeirra bestu í Evrópu.
Joe Cole á sneggsta markið í Evrópumarkasögu Liverpool. Hann skoraði eftir 27 sekúndur í 4:1 sigri á Steaua Bucharest í Evrópudeildinni 2010. Þá eru öll Evrópumót talin.
Mohamed var ánægður með að komast upp fyrir Steven Gerrard og sagði þetta eftir leikinn. ,,Það er frábært að vera orðinn sá markahæsti hjá félaginu. Ég er stoltur af þessu. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut. Skora fleiri mörk og auka bilið milli mín og annarra!" Það er óhætt að segja að Mohamed setji markið hátt!
TIL BAKA
Mohamed Salah brýtur blað
Þegar Liverpool mætti Midtjylland í Danmörku setti Mohamed Salah met. Engin hefur skorað jafn mörg mörk fyrir Liverpool í keppni þeirra bestu í Evrópu. Hann bætti svo við í fyrrakvöld.
Mohamed er nú búinn að skora 24 mörk í keppni þeirra bestu í Evrópu. Í þeirri skilgreiningu teljast Meistaradeildin og Evrópukeppni meistaraliða. Mohamed er nú kominn framúr Steven Gerrard.
Mohamed Salah 24 mörk.
Steven Gerrard 21 mark.
Sadio Mané 20 mörk.
Roberto Firmino 17 mörk.
Ef öll Evrópumörk eru talin er Mohamed annar markahæsti í sögu Liverpool. Hann er enn langt að baki Steven Gerrard þegar öll Evrópumót eru talin.
Steven Gerrard 41 mark.
Mohamed Salah 24 mörk.
Michael Owen 22 mörk.
Sadio Mané 20 mörk.
Ian Rush 20 mörk.
Ian Rush 20 mörk.
Markið gegn Midtjylland var líka sögulegt fyrir þær sakir að það voru aðeins 55 sekúndur búnar af leiknum þegar Mohamed Salah skoraði hjá danska liðinu. Þetta er sneggsta mark sem Liverpool hefur skorað í keppni þeirra bestu í Evrópu.
Joe Cole á sneggsta markið í Evrópumarkasögu Liverpool. Hann skoraði eftir 27 sekúndur í 4:1 sigri á Steaua Bucharest í Evrópudeildinni 2010. Þá eru öll Evrópumót talin.
Mohamed var ánægður með að komast upp fyrir Steven Gerrard og sagði þetta eftir leikinn. ,,Það er frábært að vera orðinn sá markahæsti hjá félaginu. Ég er stoltur af þessu. Nú þarf ég að halda áfram á sömu braut. Skora fleiri mörk og auka bilið milli mín og annarra!" Það er óhætt að segja að Mohamed setji markið hátt!
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan