| Sf. Gutt
Englandsmeistararnir misstu af góðu tækifæri til að ná efsta sæti deildarinnar. Liverpool lenti undir á móti Fulham en náði að jafna metin 1:1.
Fyrir leik spurðist út að Diogo Jota myndi missa úr næstu vikur. Hann meiddist á hné í Danmörku. Ekkert nýtt í að leikmaður Liverpool meiðist illa. Kostas Tsimikas meiddist reyndar líka í Danmörku og Naby Keita var ekki leikfær eftir að hafa spilað þar.
Góðar fréttir voru þó að Alisson Becker kom á nýjan leik í markið og svo var Alex Oxlade-Charberlain á bekknum. Hann hefur enn ekki leikið á þessu keppnistímabili.
Það var engu líkara en leikmenn Liverpool væri enn þá í Danmörku í byrjun leiks. Fulham voru á hinn bóginn mættir til leiks! Strax á 4. mínútu komst Ivan Cavaleiro inn í vítateig hægra megin en Alisson varði skot hans sem var beint á hann. Tíu mínútum seinna komst Ivan aftur í skotfæri, nú hinu megin í teignum, en aftur varði Alisson. Fulham hélt áfram á sömu braut og um miðjan hálfleikinn átti Ademola Lookman skot utan teigs en aftur varði Alisson.
Rétt á eftir komst Fulham verðskuldað yfir. Liverpool náði ekki að hreinsa eftir horn. Ademola fékk boltann utan teigs, sendi til hægri á Bobby De Cordova-Reid sem smellhitti boltann við vítategslínuna. Alisson kom engum vörnum við í þetta skiptið og Liverpool undir erftir 25 mínútur.
Liverpool fór aðeins að spila betur síðustu mínúturnar fyrir hálfleik og Sadio Mané skallaði yfir úr góðu færi. En Liverpool slapp vel að vera aðeins einu marki undir í hálfleik.
Það bættist við meiðslalistann í hálfleik þegar ljóst varð að Joël Matip gat ekki haldið áfram vegna eymsla í baki. Strax á upphafsandartökum hálfleiksins varð misskilingur í vörn Liverpool þegar Andrew Robertson skaut í mótherja. Boltinn hrökk að markinu en Alisson varði af stuttu færi. Eftir þetta fóru leikmenn Liverpool loksins að spila af einhverjum krafti. Eftir klukkutíma sendi Roberto Firmino góða sendingu inn í vítateiginn á Jordan Henderson en Alphonse Areola kom út á móti og varði.
Liverpool jafnaði á 79. mínútu. Georginio Wijnaldum átti þá skot beint úr aukaspyrnu sem fór í hendi varnarmanns í varnarveggnum. Mohamed Salah tók vítið sem dæmt var og skoraði þó markmaður Fulham væri ekki fjærri því að komast í boltann. Liverpool reyndi að ná sigurmarki á lokakaflanum. Curtis Jones komst næst því eftir frábæra rispu. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingu, braust fram völlinn, inn í vítateiginn og átti skot við vítateiginn sem Alphonse varði. Jafntefli varð niðurstaðan.
Liverpool lék ekki vel í leiknum og kíkt og í Danmörku var deyfð yfir liðinu. Þetta þarf að breytast. Vissulega hafa öll þessi meiðsli sett strik í reikninginn en nokkrir leikmenn Liverpool eiga að geta gert betur. Það er full þörf á breytingu í þeim efnum í næsta leik þegar Liverpool og Tottenham mætast í leik upp á toppsætið!
Mark Fulham: Bobby De Cordova-Reid (25. mín.).
Gult spjald: Joachim Andersen , Mario Lemina og Ademola Lookman.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (79. mín.).
Gult spjald: Curtis Jones.
Áhorfendur á Craven Cottage: 2.000.
Maður leiksins: Curtis Jones. Þessi ungi miðjumaður er búinn að standa sig frábærlega á keppnistímabilinu. Hann gaf aldrei tommu eftir og reyndi allan tímann að láta eitthvað gerast.
Jürgen Klopp: Við vorum alls ekki góðir fyrsta hálftímann og hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Leikur okkar batnaði strax eftir hálftíma. Síðari hálfleikurinn var fínn og við hefðum getað skorað fleiri mörk.
- Mohamed Salah skoraði sitt 13. mark á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn útileik í deildinni á leiktíðinni.
- Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fimm útileikjum sínum í deildinni og gert jafntefli í síðustu fjórum.
TIL BAKA
Jafntefli í London
Englandsmeistararnir misstu af góðu tækifæri til að ná efsta sæti deildarinnar. Liverpool lenti undir á móti Fulham en náði að jafna metin 1:1.
Fyrir leik spurðist út að Diogo Jota myndi missa úr næstu vikur. Hann meiddist á hné í Danmörku. Ekkert nýtt í að leikmaður Liverpool meiðist illa. Kostas Tsimikas meiddist reyndar líka í Danmörku og Naby Keita var ekki leikfær eftir að hafa spilað þar.
Góðar fréttir voru þó að Alisson Becker kom á nýjan leik í markið og svo var Alex Oxlade-Charberlain á bekknum. Hann hefur enn ekki leikið á þessu keppnistímabili.
Það var engu líkara en leikmenn Liverpool væri enn þá í Danmörku í byrjun leiks. Fulham voru á hinn bóginn mættir til leiks! Strax á 4. mínútu komst Ivan Cavaleiro inn í vítateig hægra megin en Alisson varði skot hans sem var beint á hann. Tíu mínútum seinna komst Ivan aftur í skotfæri, nú hinu megin í teignum, en aftur varði Alisson. Fulham hélt áfram á sömu braut og um miðjan hálfleikinn átti Ademola Lookman skot utan teigs en aftur varði Alisson.
Rétt á eftir komst Fulham verðskuldað yfir. Liverpool náði ekki að hreinsa eftir horn. Ademola fékk boltann utan teigs, sendi til hægri á Bobby De Cordova-Reid sem smellhitti boltann við vítategslínuna. Alisson kom engum vörnum við í þetta skiptið og Liverpool undir erftir 25 mínútur.
Liverpool fór aðeins að spila betur síðustu mínúturnar fyrir hálfleik og Sadio Mané skallaði yfir úr góðu færi. En Liverpool slapp vel að vera aðeins einu marki undir í hálfleik.
Það bættist við meiðslalistann í hálfleik þegar ljóst varð að Joël Matip gat ekki haldið áfram vegna eymsla í baki. Strax á upphafsandartökum hálfleiksins varð misskilingur í vörn Liverpool þegar Andrew Robertson skaut í mótherja. Boltinn hrökk að markinu en Alisson varði af stuttu færi. Eftir þetta fóru leikmenn Liverpool loksins að spila af einhverjum krafti. Eftir klukkutíma sendi Roberto Firmino góða sendingu inn í vítateiginn á Jordan Henderson en Alphonse Areola kom út á móti og varði.
Liverpool jafnaði á 79. mínútu. Georginio Wijnaldum átti þá skot beint úr aukaspyrnu sem fór í hendi varnarmanns í varnarveggnum. Mohamed Salah tók vítið sem dæmt var og skoraði þó markmaður Fulham væri ekki fjærri því að komast í boltann. Liverpool reyndi að ná sigurmarki á lokakaflanum. Curtis Jones komst næst því eftir frábæra rispu. Hann fékk boltann á eigin vallarhelmingu, braust fram völlinn, inn í vítateiginn og átti skot við vítateiginn sem Alphonse varði. Jafntefli varð niðurstaðan.
Liverpool lék ekki vel í leiknum og kíkt og í Danmörku var deyfð yfir liðinu. Þetta þarf að breytast. Vissulega hafa öll þessi meiðsli sett strik í reikninginn en nokkrir leikmenn Liverpool eiga að geta gert betur. Það er full þörf á breytingu í þeim efnum í næsta leik þegar Liverpool og Tottenham mætast í leik upp á toppsætið!
Mark Fulham: Bobby De Cordova-Reid (25. mín.).
Gult spjald: Joachim Andersen , Mario Lemina og Ademola Lookman.
Mark Liverpool: Mohamed Salah, víti, (79. mín.).
Gult spjald: Curtis Jones.
Áhorfendur á Craven Cottage: 2.000.
Maður leiksins: Curtis Jones. Þessi ungi miðjumaður er búinn að standa sig frábærlega á keppnistímabilinu. Hann gaf aldrei tommu eftir og reyndi allan tímann að láta eitthvað gerast.
Jürgen Klopp: Við vorum alls ekki góðir fyrsta hálftímann og hefðum getað tapað leiknum á þeim tíma. Leikur okkar batnaði strax eftir hálftíma. Síðari hálfleikurinn var fínn og við hefðum getað skorað fleiri mörk.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði sitt 13. mark á keppnistímabilinu.
- Liverpool hefur aðeins unnið einn útileik í deildinni á leiktíðinni.
- Liverpool hefur ekki unnið í síðustu fimm útileikjum sínum í deildinni og gert jafntefli í síðustu fjórum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu -
| Sf. Gutt
Alisson farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu
Fréttageymslan