| Sf. Gutt
Gérard Houllier, fyrrum framkvæmdastjóra Liverpool verður minnst á Anfield Road í kvöld. Fráfall hans var óvænt og sorglegt. Gérard vann mikið og merkt starf hjá félaginu okkar. Bill Shankly umbylti Liverpool Football Club þegar hann tók við því 1959 en breytingar sem Gérard lagði grunn að og leiddi höfðu líka mikið áhrif. Frakkinn var byltingarmaður og í raun nútímavæddi hann félagið að mörgu. Það er því ljóst að kvöldið verður tilfinningaþrungið þegar hans verður minnst.
Eftir að Gérard hefur verið minnst verður spilað upp á toppsætið í ensku knattspyrnunni. Liverpool og Tottenham Hotspur eru á toppnum. Spurs hefur betra markahlutfall. Málið er einfalt. Liverpool nær efsta sætinum með sigri. Liverpool átti kost á að ná efsta sætinu á sunnudaginn en það tækifæri fór forgörðum. Nú má ekki láta slíkt endurtaka sig!
Tottenham hefur leikið mjög vel síðustu vikurnar og það verður ekki einfalt mál að snúa liðið niður. Liðið beitir hættulegum skyndisóknum sem byggja á sterkum varnarleik. Sumir leikmenn Liverpool hafa verið þreytulegir í síðustu tveimur leikjum. Nú verða menn að leiða þreytu frá sér og ná sínu besta.
Ég spái því að Liverpool vinni sigur og nái toppsætinu. Liverpool vinnur 1:0 með marki Sadio Mané. Senegalinn hefur átt erfitt með að skora síðustu vikur en það stuttist í markið og nú kemur það!
YNWA!
TIL BAKA
Spáð í spilin
Gérard Houllier, fyrrum framkvæmdastjóra Liverpool verður minnst á Anfield Road í kvöld. Fráfall hans var óvænt og sorglegt. Gérard vann mikið og merkt starf hjá félaginu okkar. Bill Shankly umbylti Liverpool Football Club þegar hann tók við því 1959 en breytingar sem Gérard lagði grunn að og leiddi höfðu líka mikið áhrif. Frakkinn var byltingarmaður og í raun nútímavæddi hann félagið að mörgu. Það er því ljóst að kvöldið verður tilfinningaþrungið þegar hans verður minnst.
Eftir að Gérard hefur verið minnst verður spilað upp á toppsætið í ensku knattspyrnunni. Liverpool og Tottenham Hotspur eru á toppnum. Spurs hefur betra markahlutfall. Málið er einfalt. Liverpool nær efsta sætinum með sigri. Liverpool átti kost á að ná efsta sætinu á sunnudaginn en það tækifæri fór forgörðum. Nú má ekki láta slíkt endurtaka sig!
Tottenham hefur leikið mjög vel síðustu vikurnar og það verður ekki einfalt mál að snúa liðið niður. Liðið beitir hættulegum skyndisóknum sem byggja á sterkum varnarleik. Sumir leikmenn Liverpool hafa verið þreytulegir í síðustu tveimur leikjum. Nú verða menn að leiða þreytu frá sér og ná sínu besta.
Ég spái því að Liverpool vinni sigur og nái toppsætinu. Liverpool vinnur 1:0 með marki Sadio Mané. Senegalinn hefur átt erfitt með að skora síðustu vikur en það stuttist í markið og nú kemur það!
YNWA!
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan