| Sf. Gutt
Segja má að Liverpool hafi unnið sigur í kvöld í minningu Gérard Houllier. Spilað var upp á toppsætið þegar Liverpool mætti Tottenham Hotspur og Englandsmeistararnir náðu sætinu með 2:1 sigri á Anfield Road.
Liverpool tefldi fram sínu sterkasta liði sem völ var á. Ungliðinn Rhys Williams kom inn sem miðvörður í stað Joël Matip sem var vondur í baki.
Fyrir leikinn var Gérard Houllier minnst en hann lést í fyrradag. Leikmenn liðanna heiðruðu minningu hans með því að klappa í eina mínútu. Áhorfendur gerðu það sama og sungu svo nafn hans eins og oft á árum áður. Nokkrir fallegir borðar skreyttu Musterið þar sem Gérard stýrði liðinu svo oft til glæstra sigra.
Englandsmeistararnir höfðu ekki leikið vel í síðustu tveimur leikjum en hóf sókn strax í byrjun leiks og stóð hún svo til óslitið til hálfleiks. Á 11. mínútu sendi Andrew Robertson fyrir markið frá vinstri á Roberto Firmino sem skallaði að marki en Hugo Lloris varði. Tíu mínútum seinna gaf Andrew aftur fyrir nú á Mohamed Salah sem náði skoti á marki en boltinn fór beint á Hugo sem varði.
Sókn Liverpool bar árangur á 26. mínútu. Curtis Jones braust þá inn í vítateiginn. Varnarmaður komst fyrir og boltinn hrökk út þar sem Mohamed Salah var staddur. Hann náði viðstöðulausu skoti sem fór í varnarmann og sveif af honum út í vinstra hornið í stöng og inn fyrir framan Kop stúkuna og þar uppi fögnuðu stuðningsmenn Liverpool innilega. Heppnin aðeins með Mohamed en forystan sannarlega verðskulduð!
Öllum að óvörum náði Tottenham að jafna sjö mínútum seinna algjörlega gegn gangi leiksins. Tottenham sneri vörn í eldsnögga sókn. Giovani Lo Celso sendi stungusendingu fram á Son Heung-Min sem slapp inn fyrir og æddi inn í vítateig Liverpool þaðan sem hann skoraði famhjá Alisson Becker. Staðan 1:1 eftir fyrstu sókn Spurs sem eitthvað kvað að.
Leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát og rétt á eftir komst Roberto í skotfæri en Hugo varði vel. Tottenham hélt sínu og jafnt var í hálfleik.
Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og á fyrstu mínútunni slapp Steven Bergwijn í færi vinstra megin en skot hans fór rétt framhjá. Alisson átti svo sendingu frá markinu sem Harry Kane náði. Hann sá að Alisson var langt úti og lyfti boltanum að markinu en Alisson var mættur til að blaka boltanum yfir.
Liverpool sótti meira sem fyrr en Spurs voru mun sókndjarfi en fyrir hlé. Á 63. mínútu komst Steven aftur í færi á svipuðum stað og í byrjun hálfleiksins en nú fór skot hans í stöngina innanverða. Upp úr þessu fékk Spurs horn. Son sendi fyrir á Harry sem fékk upplagt skallafæri en honum tókst ekki vel til og boltinn fór yfir.
Liverpool herti tökin eftir því sem leið að leikslokum. Vörn Spurs var þó þétt og leikmönnum Liverpool gekk illa að skapa sér opin færi. Á lokamínútunni fékk Liverpool hornspyrnu frá vinstri. Andrew tók spyrnuna og spyrna Skotans var hárnákvæm og hitti beint á höfuðið á Roberto Firmino. Kollspyrna Brasiæiumannsins var föst og hafnaði efst upp í vinstra horninu. Glæsilegt mark á besta tíma! Roberto tók á rás og hljóp fagnandi í átt að Kop stúkunni. Þar höfðu áhorfendur sungið sönginn hans til að hvetja hann til dáða. Markið varð sigurmark leiksins og var sigrinum fagnað innilega af leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool!
Liverpool verðskuldaði sigurinn fyllilega. Liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og eins á lokakaflanum. Segja mætti að sigurinn væri í minningu Gérard Houllier en hann kom Liverpool líka í toppsæti deildarinnar. Englandsmeistararnir sýndu af hverju þeir eru meistarar!
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (26. mín.) og Roberto Firmino (90. mín.).
Mark Tottenham Hotspur: Son Heung-Min (33. mín.).
Gult spjald: Giovani Lo Celso og Pierre-Emile Højbjerg.
Áhorfendur á Anfield Road: 2.000.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Það voru kannski einhverjir betri. En Brasilíumaðurinn tryggði Liverpool sigur og sýndi hvað í honum býr!
Jürgen Klopp: Þetta var virkilega góður leikur á móti liði sem beitir skyndisóknum af mikilli grimmd. Við gerðum sérstaklega vel í að halda boltanum svona stóran hluta leiksins. Besti varnarleikurinn á móti Tottenham felst í því að haldaboltanum allan tímann. Jú, þeir skoruðu mark og fengum tvö færi. Þar fyrir utan stjórnuðum við leiknum og verðskulduðum fyllilega að ná stigunum þremur.
- Mohamed Salah skoraði 14. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Robert Firmino skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Byrjunarlið Liverpool lék leikinn á enda. Það hefur ekki gerst í deildarleik frá því Gérard Hollier stýrði Liverpool í sínum síðasta deildarleik vorið 2004. Liverpool gerði þá 1:1 jafntefli við Newcastle United. Frá leik Liverpool og Newcastle eru liðnir 908 leikir.
TIL BAKA
Sigur í minningu Gérard Houllier!
Segja má að Liverpool hafi unnið sigur í kvöld í minningu Gérard Houllier. Spilað var upp á toppsætið þegar Liverpool mætti Tottenham Hotspur og Englandsmeistararnir náðu sætinu með 2:1 sigri á Anfield Road.
Liverpool tefldi fram sínu sterkasta liði sem völ var á. Ungliðinn Rhys Williams kom inn sem miðvörður í stað Joël Matip sem var vondur í baki.
Fyrir leikinn var Gérard Houllier minnst en hann lést í fyrradag. Leikmenn liðanna heiðruðu minningu hans með því að klappa í eina mínútu. Áhorfendur gerðu það sama og sungu svo nafn hans eins og oft á árum áður. Nokkrir fallegir borðar skreyttu Musterið þar sem Gérard stýrði liðinu svo oft til glæstra sigra.
Englandsmeistararnir höfðu ekki leikið vel í síðustu tveimur leikjum en hóf sókn strax í byrjun leiks og stóð hún svo til óslitið til hálfleiks. Á 11. mínútu sendi Andrew Robertson fyrir markið frá vinstri á Roberto Firmino sem skallaði að marki en Hugo Lloris varði. Tíu mínútum seinna gaf Andrew aftur fyrir nú á Mohamed Salah sem náði skoti á marki en boltinn fór beint á Hugo sem varði.
Sókn Liverpool bar árangur á 26. mínútu. Curtis Jones braust þá inn í vítateiginn. Varnarmaður komst fyrir og boltinn hrökk út þar sem Mohamed Salah var staddur. Hann náði viðstöðulausu skoti sem fór í varnarmann og sveif af honum út í vinstra hornið í stöng og inn fyrir framan Kop stúkuna og þar uppi fögnuðu stuðningsmenn Liverpool innilega. Heppnin aðeins með Mohamed en forystan sannarlega verðskulduð!
Öllum að óvörum náði Tottenham að jafna sjö mínútum seinna algjörlega gegn gangi leiksins. Tottenham sneri vörn í eldsnögga sókn. Giovani Lo Celso sendi stungusendingu fram á Son Heung-Min sem slapp inn fyrir og æddi inn í vítateig Liverpool þaðan sem hann skoraði famhjá Alisson Becker. Staðan 1:1 eftir fyrstu sókn Spurs sem eitthvað kvað að.
Leikmenn Liverpool lögðu ekki árar í bát og rétt á eftir komst Roberto í skotfæri en Hugo varði vel. Tottenham hélt sínu og jafnt var í hálfleik.
Gestirnir byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti og á fyrstu mínútunni slapp Steven Bergwijn í færi vinstra megin en skot hans fór rétt framhjá. Alisson átti svo sendingu frá markinu sem Harry Kane náði. Hann sá að Alisson var langt úti og lyfti boltanum að markinu en Alisson var mættur til að blaka boltanum yfir.
Liverpool sótti meira sem fyrr en Spurs voru mun sókndjarfi en fyrir hlé. Á 63. mínútu komst Steven aftur í færi á svipuðum stað og í byrjun hálfleiksins en nú fór skot hans í stöngina innanverða. Upp úr þessu fékk Spurs horn. Son sendi fyrir á Harry sem fékk upplagt skallafæri en honum tókst ekki vel til og boltinn fór yfir.
Liverpool herti tökin eftir því sem leið að leikslokum. Vörn Spurs var þó þétt og leikmönnum Liverpool gekk illa að skapa sér opin færi. Á lokamínútunni fékk Liverpool hornspyrnu frá vinstri. Andrew tók spyrnuna og spyrna Skotans var hárnákvæm og hitti beint á höfuðið á Roberto Firmino. Kollspyrna Brasiæiumannsins var föst og hafnaði efst upp í vinstra horninu. Glæsilegt mark á besta tíma! Roberto tók á rás og hljóp fagnandi í átt að Kop stúkunni. Þar höfðu áhorfendur sungið sönginn hans til að hvetja hann til dáða. Markið varð sigurmark leiksins og var sigrinum fagnað innilega af leikmönnum og stuðningsmönnum Liverpool!
Liverpool verðskuldaði sigurinn fyllilega. Liðið hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik og eins á lokakaflanum. Segja mætti að sigurinn væri í minningu Gérard Houllier en hann kom Liverpool líka í toppsæti deildarinnar. Englandsmeistararnir sýndu af hverju þeir eru meistarar!
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (26. mín.) og Roberto Firmino (90. mín.).
Mark Tottenham Hotspur: Son Heung-Min (33. mín.).
Gult spjald: Giovani Lo Celso og Pierre-Emile Højbjerg.
Áhorfendur á Anfield Road: 2.000.
Maður leiksins: Roberto Firmino. Það voru kannski einhverjir betri. En Brasilíumaðurinn tryggði Liverpool sigur og sýndi hvað í honum býr!
Jürgen Klopp: Þetta var virkilega góður leikur á móti liði sem beitir skyndisóknum af mikilli grimmd. Við gerðum sérstaklega vel í að halda boltanum svona stóran hluta leiksins. Besti varnarleikurinn á móti Tottenham felst í því að haldaboltanum allan tímann. Jú, þeir skoruðu mark og fengum tvö færi. Þar fyrir utan stjórnuðum við leiknum og verðskulduðum fyllilega að ná stigunum þremur.
Fróðleikur
- Mohamed Salah skoraði 14. mark sitt á keppnistímabilinu.
- Robert Firmino skoraði þriðja mark sitt á leiktíðinni.
- Byrjunarlið Liverpool lék leikinn á enda. Það hefur ekki gerst í deildarleik frá því Gérard Hollier stýrði Liverpool í sínum síðasta deildarleik vorið 2004. Liverpool gerði þá 1:1 jafntefli við Newcastle United. Frá leik Liverpool og Newcastle eru liðnir 908 leikir.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan