| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Síðasti leikur fyrir jól er gegn Crystal Palace á Selhurst Park, laugardaginn 19. desember klukkan 12:30.
Lítill tími er gefinn til undirbúnings fyrir þennan leik því bæði lið spiluðu á miðvikudagskvöldið. Það kom töluvert á óvart að Jürgen Klopp skipti engum inná í leiknum gegn Tottenham og það verður því fróðlegt að sjá hvaða liði hann stillir upp gegn Palace. Það kæmi til dæmis ekki á óvart ef þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita myndu byrja en það gæti samt verið áhættusamt þar sem sá fyrrnefndi hefur ekki spilað mínútu á tímabilinu og sá síðarnefndi örfáar mínútur heilt yfir. Svo verður að koma í ljós hvort Joel Matip verði klár í slaginn og þá hvort að Fabinho verði með honum í miðverði. Eftir þennan leik fá leikmenn rúmlega viku frí sem verður kærkomið (einhver sem kvartar yfir því að liðið sé dottið út úr Deildarbikar, nei hélt ekki) en það væri vont að missa fleiri menn í meiðsli í þessum leik. Þeir sem nú þegar eru á meiðslalistanum, fyrir utan Matip, eru ekki klárir gegn Palace en gætu mögulega komið til baka eftir það. Klopp verður því að stíga varlega til jarðar en þetta er ekki auðvelt verkefni þar sem Palace eru jafnan sterkir á heimavelli. Heimaliðið glímir við nokkuð af meiðslum sinna manna og fyrrum Liverpool maðurinn Christian Benteke verður í banni, tveir aðrir fyrrum rauðliðar, Martin Kelly og Mamadou Sakho, eru svo frá vegna meiðsla. Aðrir á hinum alræmda meiðslalista eru Connor Wickham, Wayne Hennessey og Nathan Ferguson.
Það hefur nú gengið furðulega vel á móti Palace á útivelli síðustu árin og hafa okkar menn unnið síðustu fimm viðureignir liðanna í London. Einhvernveginn finnst manni þessi völlur vera mjög erfiður fyrir Liverpool en minningin er sennilega lituð af leiknum fræga í maí árið 2014 þegar heimamenn komu til baka og náðu 3-3 jafntefli, ræðum ekki meir um þann leik. Liðin hafa mæst 11 sinnum á þessum velli í úrvalsdeild og Liverpool unnið sjö leiki, Palace tvo og tveir hafa endað jafnir. Það sem af er tímabils hafa Palace menn verið brokkgengir á heimavelli, tölfræðin eftir sex leiki er jöfn með tvo sigra, tvö jafntefli og tvö töp. Þeir hafa hingað til lagt línuna með því að ná sigri, gera svo jafntefli og tapa, síðasti leikur var jafntefli og við skulum vona að þeir brjóti hefðina núna og vinni ekki næsta leik. Þeirra bestu úrslit á heimavelli voru um síðustu helgi þegar þeir náðu jafntefli gegn Tottenham en máttu svo sannarlega þakka markverði sínum fyrir nokkrar stórkostlegar vörslur í leiknum.
Spáin að þessu sinni er sú að jólin verði rauð í ár með 1-2 sigri okkar manna. Útivallarformið hefur ekki verið gott það sem af er tímabils, aðeins einn sigur unnist og nú verður breyting á. Eitthvað segir mér að Palace komist yfir en að þeir rauðu snúi dæminu sér í hag og skori sigurmarkið um miðjan seinni hálfleikinn.
Fróðleikur:
- Liverpool eru á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki.
- Palace sitja í 12. sæti með 18 stig eftir jafnmarga leiki.
- Mohamed Salah er markahæstur okkar manna með 11 mörk í deildinni það sem af er.
- Wilfried Zaha er markahæstur hjá Palace með sjö mörk.
- Sadio Mané spilar líklega sinn 140. deildarleik og 190. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Jordan Henderson spilar líklega í 280. sinn fyrir félagið í deildinni og þar með sinn 380. leik í öllum keppnum.
- Höldum áfram í leikjatölfræðinni en Trent Alexander-Arnold spilar líklega leik númer 150 í öllum keppnum.
- Loks er það Naby Keita sem gæti spilað sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
Lítill tími er gefinn til undirbúnings fyrir þennan leik því bæði lið spiluðu á miðvikudagskvöldið. Það kom töluvert á óvart að Jürgen Klopp skipti engum inná í leiknum gegn Tottenham og það verður því fróðlegt að sjá hvaða liði hann stillir upp gegn Palace. Það kæmi til dæmis ekki á óvart ef þeir Alex Oxlade-Chamberlain og Naby Keita myndu byrja en það gæti samt verið áhættusamt þar sem sá fyrrnefndi hefur ekki spilað mínútu á tímabilinu og sá síðarnefndi örfáar mínútur heilt yfir. Svo verður að koma í ljós hvort Joel Matip verði klár í slaginn og þá hvort að Fabinho verði með honum í miðverði. Eftir þennan leik fá leikmenn rúmlega viku frí sem verður kærkomið (einhver sem kvartar yfir því að liðið sé dottið út úr Deildarbikar, nei hélt ekki) en það væri vont að missa fleiri menn í meiðsli í þessum leik. Þeir sem nú þegar eru á meiðslalistanum, fyrir utan Matip, eru ekki klárir gegn Palace en gætu mögulega komið til baka eftir það. Klopp verður því að stíga varlega til jarðar en þetta er ekki auðvelt verkefni þar sem Palace eru jafnan sterkir á heimavelli. Heimaliðið glímir við nokkuð af meiðslum sinna manna og fyrrum Liverpool maðurinn Christian Benteke verður í banni, tveir aðrir fyrrum rauðliðar, Martin Kelly og Mamadou Sakho, eru svo frá vegna meiðsla. Aðrir á hinum alræmda meiðslalista eru Connor Wickham, Wayne Hennessey og Nathan Ferguson.
Það hefur nú gengið furðulega vel á móti Palace á útivelli síðustu árin og hafa okkar menn unnið síðustu fimm viðureignir liðanna í London. Einhvernveginn finnst manni þessi völlur vera mjög erfiður fyrir Liverpool en minningin er sennilega lituð af leiknum fræga í maí árið 2014 þegar heimamenn komu til baka og náðu 3-3 jafntefli, ræðum ekki meir um þann leik. Liðin hafa mæst 11 sinnum á þessum velli í úrvalsdeild og Liverpool unnið sjö leiki, Palace tvo og tveir hafa endað jafnir. Það sem af er tímabils hafa Palace menn verið brokkgengir á heimavelli, tölfræðin eftir sex leiki er jöfn með tvo sigra, tvö jafntefli og tvö töp. Þeir hafa hingað til lagt línuna með því að ná sigri, gera svo jafntefli og tapa, síðasti leikur var jafntefli og við skulum vona að þeir brjóti hefðina núna og vinni ekki næsta leik. Þeirra bestu úrslit á heimavelli voru um síðustu helgi þegar þeir náðu jafntefli gegn Tottenham en máttu svo sannarlega þakka markverði sínum fyrir nokkrar stórkostlegar vörslur í leiknum.
Spáin að þessu sinni er sú að jólin verði rauð í ár með 1-2 sigri okkar manna. Útivallarformið hefur ekki verið gott það sem af er tímabils, aðeins einn sigur unnist og nú verður breyting á. Eitthvað segir mér að Palace komist yfir en að þeir rauðu snúi dæminu sér í hag og skori sigurmarkið um miðjan seinni hálfleikinn.
Fróðleikur:
- Liverpool eru á toppi deildarinnar með 28 stig eftir 13 leiki.
- Palace sitja í 12. sæti með 18 stig eftir jafnmarga leiki.
- Mohamed Salah er markahæstur okkar manna með 11 mörk í deildinni það sem af er.
- Wilfried Zaha er markahæstur hjá Palace með sjö mörk.
- Sadio Mané spilar líklega sinn 140. deildarleik og 190. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Jordan Henderson spilar líklega í 280. sinn fyrir félagið í deildinni og þar með sinn 380. leik í öllum keppnum.
- Höldum áfram í leikjatölfræðinni en Trent Alexander-Arnold spilar líklega leik númer 150 í öllum keppnum.
- Loks er það Naby Keita sem gæti spilað sinn 50. deildarleik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan