| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Stórsigur !
Kristalshöllinni var splundrað í Lundúnum fyrr í dag, lokatölur 0-7. Þetta er í fyrsta sinn í sögu félagsins sem sjö marka sigur vinnst á útivelli í efstu deild.
Margir hváðu við þegar byrjunarlið Jürgen Klopp var tilkynnt því Mohamed Salah var á bekknum og Takumi Minamino í liðinu. Japaninn hefur ekki verið að heilla það sem af er tímabils, tækifærin kannski ekki verið mörg en þau sem hann hefur fengið hefur hann ekki nýtt nógu vel. Að öðru leyti var byrjunarliðið eins og kannski var búist við. Joel Matip var leikfær og stillti sér við hlið Fabinho í miðri vörninni, Alisson auðvitað fyrir aftan og bakverðirnir þeir sömu og venjulega (þegar þeir eru heilir). Gini Wijnaldum virðist bara geta endalaust spilað og var auðvitað með ásamt fyrirliðanum á miðjunni og Naby Keita var þarna einnig á kostnað Curtis Jones. Svolítið sérstakt að svona sé tekið til orða en Jones hefur sýnt það sem af er tímabils að hann á svo sannarlega sterkt tilkall til sætis í liðinu á kostnað annara ,,stærri" nafna. Sadio Mané og Roberto Firmino voru svo með Minamino frammi.
Hinn smái en knái Minamino nýtti tækifærið heldur betur vel og skoraði eftir aðeins þrjár mínúturm, 125 sekúndur nánar tiltekið. Mané fékk boltann í teignum umkringdur varnarmönnum en kom boltanum frá sér, Minamino tók eina snertingu og þrumaði svo boltanum í fjærhornið. Eftir þetta hefðu Palace menn alveg getað jafnað ef þeir hefðu hitt á samherja þegar um lykilsendingu var að ræða og í nokkur skipti náðu varnarmenn gestanna að komast í boltann á réttum tímapunkti til að bjarga málunum. Þetta átti heldur betur eftir að koma í bakið á heimamönnum því að á 35. mínútu skoraði Mané flott mark með föstu skoti utarlega í teignum. Palace menn náðu ekki að koma boltanum frá eftir barning við teiginn, Firmino renndi boltanum til Mané sem sá um rest. Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleik þegar frábærlega vel útfærð skyndisókn endaði með snyrtilegri sendingu Robertson inná teiginn á Firmino sem skaut boltanum utanfótar í hornið hægra megin en horfði allan tímann í hornið vinstra megin. Ekki í fyrsta skipti sem Firmino skorar svona ,,no look" mark. Staðan 0-3 í hálfleik og gestirnir í góðum málum.
Aðeins voru liðnar sjö mínútur af seinni hálfleik þegar fjórða mark Liverpool kom og þar var fyrirliðinn að verki með góðu skoti í fjærhornið eftir sendingu frá Alexander-Arnold. Salah kom inná fyrir Mané eftir tæpan klukkutíma og virtist ekki sáttur með að vera skipt útaf en veit auðvitað sem er að Klopp stýrir þessu. Egyptinn hafði ekki verið lengi inná þegar hann lagði upp mark fyrir Firmino, hann fékk langa sendingu fram völlinn og sá Firmino í góðri stöðu vinstra megin. Brasilíumaðurinn hristi af sér varnarmann og lyfti svo boltanum létt yfir markvörðinn og í netið. Staðan 0-5 og þegar þarna var komið við sögu hefði maður haldið að leikurinn myndi fjara út en Salah var ekki sammála því. Hann bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum, það síðara var einkar glæsilegt, þrumuskot með vinstri fyrir utan teig og boltinn söng í vinklinum. Lokatölur 0-7 og markatalan heldur betur löguð með þessum sigri.
Crystal Palace: Guaita, Clyne, Kouyaté (Tomkins, 63. mín.), Cahill, van Aanholt, Schlupp, Milivojevic, McArthur (Riedewald, 75. mín.), Eze (Batshuayi 69. mín.), Zaha, Ayew. Ónotaðir varamenn: Butland, Ward, Dann, Townsend, McCarthy, Mitchell.
Gult spjald: Nathaniel Clyne.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Fabinho, Robertson, Wijnaldum (Jones, 69. mín), Henderson, Keita, Mané (Salah, 57. mín.), Minamino, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, N. Williams, Phillips, Origi.
Mörk Liverpool: Takumi Minamino (3. mín.), Sadio Mané (35. mín.), Roberto Firmino (44. og 68. mín.), Jordan Henderson (52. mín.), Mohamed Salah (81. og 84. mín.).
Maður leiksins: Gefum Roberto Firmino þetta að þessu sinni þar sem hann virðist vera kominn í góðan gír hvað markaskorun varðar. Annars er hægt að velja allt liðið þar sem þetta var nánast fullkominn dagur.
Jürgen Klopp: ,,Allt var ánægjulegt í þessum leik. Við náðum að komast yfir og verjast skyndisóknum þeirra í fyrri hálfleik, börðumst vel til að verja mark okkar og hinumegin vorum við frábærir. Við héldum boltanum á réttan hátt, notuðum staðsetningar og fylgdum leikjaplaninu til hins ýtrasta. Það hlýtur að hafa verið erfitt að spila gegn okkur í dag, myndi ég halda. Ástæðan fyrir þessum úrslitum er einnig sú að menn nýttu færin sín afskaplega vel. Það hefur ekki gerst of oft hjá okkur og mun kannski ekki gerast eins mikið aftur og í dag. En þetta er skondið tímabil, við töpuðum 7-2 og unnum núna 7-0 þannig að við gátum að minnsta kosti lagað markatöluna."
Fróðleikur:
- Í fyrsta sinn í sögu félagsins vannst sjö marka sigur á útivelli í efstu deild.
- Svona stór sigur hefur ekki litið dagsins ljós í deildinni síðan 9-0 sigur vannst einmitt á sama liði á Anfield árið 1989.
- Crystal Palace fengu á sig sjö mörk á heimavelli í fyrsta sinn í sögu félagsins.
- Þetta var deildarsigur númer 127 hjá Klopp og þar með er hann orðinn sigursælasti stjóri félagsins í úrvalsdeild. Rafa Benítez náði 126 sigurleikjum.
- Sadio Mané varð fjórði leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar til að skora í sjö leikjum í röð gegn sama liðinu.
- Öll sjö mörk Liverpool voru lögð upp af mismunandi leikmönnum og er þetta í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildar sem það gerist.
- Mohamed Salah er nú markahæstur í deildinni með 13 mörk.
Margir hváðu við þegar byrjunarlið Jürgen Klopp var tilkynnt því Mohamed Salah var á bekknum og Takumi Minamino í liðinu. Japaninn hefur ekki verið að heilla það sem af er tímabils, tækifærin kannski ekki verið mörg en þau sem hann hefur fengið hefur hann ekki nýtt nógu vel. Að öðru leyti var byrjunarliðið eins og kannski var búist við. Joel Matip var leikfær og stillti sér við hlið Fabinho í miðri vörninni, Alisson auðvitað fyrir aftan og bakverðirnir þeir sömu og venjulega (þegar þeir eru heilir). Gini Wijnaldum virðist bara geta endalaust spilað og var auðvitað með ásamt fyrirliðanum á miðjunni og Naby Keita var þarna einnig á kostnað Curtis Jones. Svolítið sérstakt að svona sé tekið til orða en Jones hefur sýnt það sem af er tímabils að hann á svo sannarlega sterkt tilkall til sætis í liðinu á kostnað annara ,,stærri" nafna. Sadio Mané og Roberto Firmino voru svo með Minamino frammi.
Hinn smái en knái Minamino nýtti tækifærið heldur betur vel og skoraði eftir aðeins þrjár mínúturm, 125 sekúndur nánar tiltekið. Mané fékk boltann í teignum umkringdur varnarmönnum en kom boltanum frá sér, Minamino tók eina snertingu og þrumaði svo boltanum í fjærhornið. Eftir þetta hefðu Palace menn alveg getað jafnað ef þeir hefðu hitt á samherja þegar um lykilsendingu var að ræða og í nokkur skipti náðu varnarmenn gestanna að komast í boltann á réttum tímapunkti til að bjarga málunum. Þetta átti heldur betur eftir að koma í bakið á heimamönnum því að á 35. mínútu skoraði Mané flott mark með föstu skoti utarlega í teignum. Palace menn náðu ekki að koma boltanum frá eftir barning við teiginn, Firmino renndi boltanum til Mané sem sá um rest. Þriðja markið kom svo rétt fyrir hálfleik þegar frábærlega vel útfærð skyndisókn endaði með snyrtilegri sendingu Robertson inná teiginn á Firmino sem skaut boltanum utanfótar í hornið hægra megin en horfði allan tímann í hornið vinstra megin. Ekki í fyrsta skipti sem Firmino skorar svona ,,no look" mark. Staðan 0-3 í hálfleik og gestirnir í góðum málum.
Aðeins voru liðnar sjö mínútur af seinni hálfleik þegar fjórða mark Liverpool kom og þar var fyrirliðinn að verki með góðu skoti í fjærhornið eftir sendingu frá Alexander-Arnold. Salah kom inná fyrir Mané eftir tæpan klukkutíma og virtist ekki sáttur með að vera skipt útaf en veit auðvitað sem er að Klopp stýrir þessu. Egyptinn hafði ekki verið lengi inná þegar hann lagði upp mark fyrir Firmino, hann fékk langa sendingu fram völlinn og sá Firmino í góðri stöðu vinstra megin. Brasilíumaðurinn hristi af sér varnarmann og lyfti svo boltanum létt yfir markvörðinn og í netið. Staðan 0-5 og þegar þarna var komið við sögu hefði maður haldið að leikurinn myndi fjara út en Salah var ekki sammála því. Hann bætti við tveimur mörkum á síðustu tíu mínútunum, það síðara var einkar glæsilegt, þrumuskot með vinstri fyrir utan teig og boltinn söng í vinklinum. Lokatölur 0-7 og markatalan heldur betur löguð með þessum sigri.
Crystal Palace: Guaita, Clyne, Kouyaté (Tomkins, 63. mín.), Cahill, van Aanholt, Schlupp, Milivojevic, McArthur (Riedewald, 75. mín.), Eze (Batshuayi 69. mín.), Zaha, Ayew. Ónotaðir varamenn: Butland, Ward, Dann, Townsend, McCarthy, Mitchell.
Gult spjald: Nathaniel Clyne.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Matip, Fabinho, Robertson, Wijnaldum (Jones, 69. mín), Henderson, Keita, Mané (Salah, 57. mín.), Minamino, Firmino (Oxlade-Chamberlain, 75. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, Kelleher, R. Williams, N. Williams, Phillips, Origi.
Mörk Liverpool: Takumi Minamino (3. mín.), Sadio Mané (35. mín.), Roberto Firmino (44. og 68. mín.), Jordan Henderson (52. mín.), Mohamed Salah (81. og 84. mín.).
Maður leiksins: Gefum Roberto Firmino þetta að þessu sinni þar sem hann virðist vera kominn í góðan gír hvað markaskorun varðar. Annars er hægt að velja allt liðið þar sem þetta var nánast fullkominn dagur.
Jürgen Klopp: ,,Allt var ánægjulegt í þessum leik. Við náðum að komast yfir og verjast skyndisóknum þeirra í fyrri hálfleik, börðumst vel til að verja mark okkar og hinumegin vorum við frábærir. Við héldum boltanum á réttan hátt, notuðum staðsetningar og fylgdum leikjaplaninu til hins ýtrasta. Það hlýtur að hafa verið erfitt að spila gegn okkur í dag, myndi ég halda. Ástæðan fyrir þessum úrslitum er einnig sú að menn nýttu færin sín afskaplega vel. Það hefur ekki gerst of oft hjá okkur og mun kannski ekki gerast eins mikið aftur og í dag. En þetta er skondið tímabil, við töpuðum 7-2 og unnum núna 7-0 þannig að við gátum að minnsta kosti lagað markatöluna."
Fróðleikur:
- Í fyrsta sinn í sögu félagsins vannst sjö marka sigur á útivelli í efstu deild.
- Svona stór sigur hefur ekki litið dagsins ljós í deildinni síðan 9-0 sigur vannst einmitt á sama liði á Anfield árið 1989.
- Crystal Palace fengu á sig sjö mörk á heimavelli í fyrsta sinn í sögu félagsins.
- Þetta var deildarsigur númer 127 hjá Klopp og þar með er hann orðinn sigursælasti stjóri félagsins í úrvalsdeild. Rafa Benítez náði 126 sigurleikjum.
- Sadio Mané varð fjórði leikmaðurinn í sögu úrvalsdeildar til að skora í sjö leikjum í röð gegn sama liðinu.
- Öll sjö mörk Liverpool voru lögð upp af mismunandi leikmönnum og er þetta í fyrsta sinn í sögu úrvalsdeildar sem það gerist.
- Mohamed Salah er nú markahæstur í deildinni með 13 mörk.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan