| Sf. Gutt
Stórsigur Liverpool á Crystal Palace var metsigur og fór rakleiðis í annála Liverpool Football Club. Aldrei áður í sögu Liverpool hefur unnist stærri útisigur í deildarleik í efstu deild.
Liverpool vann Crystal Palace 0:7 á Selhurst Park og þar með féll met yfir útisigur í efstu deild. Stærsti útisigur Liverpool kom 29. nóvember árið 2000 þegar Liverpool vann Stoke City 0:8 í Deildarbikarnum. Næst í röðinni koma fimm sigrar upp á sjö núll. Þrír eru deildarsigrar og þar af tveir í næst efstu deild. Sigurinn á Crytal Palace er sem fyrr segir sá stærsti í efstu deild. Svo er það 0:7 útisigur á Birmingham City í mars 2006 sem er stærsti útisigur Liverpool í FA bikarnum. Í október 2017 vannst svo met útisigur í Evrópuleik þegar Liverpool vann Maribor 0:7 í Slóveníu.
Hér að neðan er listi yfir stærstu útisigra Liverpool í sögu félagsins. Listinn er fenginn af LFChistory.net. Hér má skoða listann í heild sinni.
TIL BAKA
Metsigur!

Stórsigur Liverpool á Crystal Palace var metsigur og fór rakleiðis í annála Liverpool Football Club. Aldrei áður í sögu Liverpool hefur unnist stærri útisigur í deildarleik í efstu deild.
Liverpool vann Crystal Palace 0:7 á Selhurst Park og þar með féll met yfir útisigur í efstu deild. Stærsti útisigur Liverpool kom 29. nóvember árið 2000 þegar Liverpool vann Stoke City 0:8 í Deildarbikarnum. Næst í röðinni koma fimm sigrar upp á sjö núll. Þrír eru deildarsigrar og þar af tveir í næst efstu deild. Sigurinn á Crytal Palace er sem fyrr segir sá stærsti í efstu deild. Svo er það 0:7 útisigur á Birmingham City í mars 2006 sem er stærsti útisigur Liverpool í FA bikarnum. Í október 2017 vannst svo met útisigur í Evrópuleik þegar Liverpool vann Maribor 0:7 í Slóveníu.
Hér að neðan er listi yfir stærstu útisigra Liverpool í sögu félagsins. Listinn er fenginn af LFChistory.net. Hér má skoða listann í heild sinni.
29.11.2000 8 - 0 Stoke City - Deildarbikarinn 4. umferð. Britannia St.
29.02.1896 7 - 0 Burton Swifts - 2. deild. Peel Croft.
28.03.1896 7 - 0 Crewe Alexandra - 2. deild. Nantwich Road.


21.03.2006 7 - 0 Birmingham City FA bikar 6. umferð. St Andrews.


17.10.2017 7 - 0 NK Maribor - Meistaradeild riðlakeppni. Ljudski vrt.


19.12.2020 7 - 0 Crystal Palace - Efsta deild á Englandi. Selhurst Park.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah sló metið! -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Heimir Eyvindarson
Joe Gomez úr leik fram á vor -
| Heimir Eyvindarson
Tvö töpuð stig á Villa Park -
| Heimir Eyvindarson
Spáð í spilin - Erfitt verkefni á Villa Park í kvöld -
| Heimir Eyvindarson
Enn eitt metið í hættu í kvöld -
| Sf. Gutt
Sigur í kveðjuleik Jürgen Norbert Klopp! -
| Sf. Gutt
Í minningu Bob Paisley -
| Mummi
Stórviðburður í vændum – Miðasala hafin á árshátíð Liverpoolklúbbsins -
| Sf. Gutt
Yfirlýsing Liverpool félaganna
Fréttageymslan