| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Markalaust fyrir norðan
Okkar menn sóttu ekki gull í greipar norðanmanna í Newcastle og lokatölur leiksins 0-0 þar sem markvörður heimamanna átti því miður stórleik.
Það var gleðilegt að sjá að Thiago var loksins á ný í leikmannahópnum í þessum leik. Byrjunarliðið kom lítið á óvart en Jürgen Klopp ákvað að hafa Nathaniel Phillips í vörninni og James Milner sneri einnig aftur beint í byrjunarliðið. Að öðru leyti var liðið skipað eins og við mátti búast.
Newcastle menn byrjuðu leikinn betur og á 12. mínútu fékk Callum Wilson fínt færi vinstra megin í teignum en Fabinho náði að komast fyrir skot hans og bægja boltanum frá marki. Eftir þetta voru Liverpool menn betri en yfirleitt var mikilvæg sending í hröðu upphlaupi ekki nógu góð og fyrsta snerting í teignum léleg sem þýddi að færin fóru forgörðum. Salah fékk svo dauðafæri í lok hálfleiksins þegar hann komst einn í gegn og reyndi skot framhjá Darlow sem náði að slæma hendi í boltann sem rúllaði framhjá markinu. Firmino átti svo skalla skömmu síðar sem Darlow varði einnig. Markalaust í hálfleik og lítið að frétta þannig séð.
Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik en færin sem okkar menn nýttu ekki voru reyndar nokkur dauðafæri. Mané skallaði framhjá eftir hornspyrnu snemma í hálfleiknum en um hann miðjan fékk Firmino dauðafæri eftir hornspyrnu frá Robertson. Sendingin frá Skotanum rataði yfir á fjærstöngina og Darlow í skógarhlaupi en Firmino hitti því miður ekki markið þegar hann skallaði boltann. Ekki svo löngu síðar komu Wijnaldum og Thiago inná. Heimamenn fengu sitt besta færi þegar ekki mikið var eftir en Alisson varði skalla frá Clark mjög vel þegar hann sló boltann frá aðvífandi leikmönnum Newcastle sem hefðu hirt upp frákastið. Hinumegin bjargaði svo Schär á marklínu áður en Mané komst í boltann og á lokamínútunum varði Darlow enn og aftur vel þegar Firmino skallaði að marki eftir hornspyrnu. Lokatölur 0-0 sem vissulega voru pirrandi úrslit.
Newcastle: Darlow, Yedlin, Fernández, Schär, Clark, Ritchie (Lewis, 86. mín.), Murphy (Almirón, 67. mín.), Hayden, M. Longstaff, Joelinton, Wilson. Ónotaðir varamenn: Dubravka, Carroll, Shelvey, Gayle, Hendrick, Krafth, S. Longstaff.
Gul spjöld: Clark og Hayden.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Fabinho, Robertson, Jones (Wijnaldum, 68. mín.), Henderson, Milner (Thiago, 73. mín.), Salah (Shaqiri, 90+2 mín.), Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, R. Williams, N. Williams, Oxlade-Chamberlain, Origi, Minamino.
Gul spjöld: Phillips, Fabinho og Milner.
Maður leiksins: Það er hreinlega varla hægt að velja mann leiksins eftir svona leik. En ég ætla að gefa Thiago nafnbótina enda var innkoma hans það eina ánægjulega í leiknum. Sendingar hans voru margar hverjar stórkostlegar og liðið hefur klárlega saknað gæða hans á miðjunni.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ekki ánægður með úrslitin en leikurinn er búinn. Ég er ekki mjög pirraður eða eitthvað þannig, svona er knattspyrnan, ef maður nýtir ekki færin sín þá er erfitt að vinna leiki. En það er hægt að gera jafntefli með slakri frammistöðu og það er hægt einnig með góðri frammistöðu. Í kvöld náðum við jafntefli með góðri frammistöðu. Við hreinlega nýttum ekki færin og þess vegna er ég hvorki ánægður né pirraður. Svona er þetta bara."
Fróðleikur:
- Andy Robertson hefur nú spilað 110 leiki í deildinni fyrir Liverpool og 150 leiki í öllum keppnum.
- Fabinho spilaði sinn 70. deildarleik fyrir félagið.
- Landi hans, Alisson, spilaði sinn 80. deildarleik.
- Okkar menn hafa nú þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, 33 stig eftir 16 leiki.
Það var gleðilegt að sjá að Thiago var loksins á ný í leikmannahópnum í þessum leik. Byrjunarliðið kom lítið á óvart en Jürgen Klopp ákvað að hafa Nathaniel Phillips í vörninni og James Milner sneri einnig aftur beint í byrjunarliðið. Að öðru leyti var liðið skipað eins og við mátti búast.
Newcastle menn byrjuðu leikinn betur og á 12. mínútu fékk Callum Wilson fínt færi vinstra megin í teignum en Fabinho náði að komast fyrir skot hans og bægja boltanum frá marki. Eftir þetta voru Liverpool menn betri en yfirleitt var mikilvæg sending í hröðu upphlaupi ekki nógu góð og fyrsta snerting í teignum léleg sem þýddi að færin fóru forgörðum. Salah fékk svo dauðafæri í lok hálfleiksins þegar hann komst einn í gegn og reyndi skot framhjá Darlow sem náði að slæma hendi í boltann sem rúllaði framhjá markinu. Firmino átti svo skalla skömmu síðar sem Darlow varði einnig. Markalaust í hálfleik og lítið að frétta þannig séð.
Sama var uppá teningnum í seinni hálfleik en færin sem okkar menn nýttu ekki voru reyndar nokkur dauðafæri. Mané skallaði framhjá eftir hornspyrnu snemma í hálfleiknum en um hann miðjan fékk Firmino dauðafæri eftir hornspyrnu frá Robertson. Sendingin frá Skotanum rataði yfir á fjærstöngina og Darlow í skógarhlaupi en Firmino hitti því miður ekki markið þegar hann skallaði boltann. Ekki svo löngu síðar komu Wijnaldum og Thiago inná. Heimamenn fengu sitt besta færi þegar ekki mikið var eftir en Alisson varði skalla frá Clark mjög vel þegar hann sló boltann frá aðvífandi leikmönnum Newcastle sem hefðu hirt upp frákastið. Hinumegin bjargaði svo Schär á marklínu áður en Mané komst í boltann og á lokamínútunum varði Darlow enn og aftur vel þegar Firmino skallaði að marki eftir hornspyrnu. Lokatölur 0-0 sem vissulega voru pirrandi úrslit.
Newcastle: Darlow, Yedlin, Fernández, Schär, Clark, Ritchie (Lewis, 86. mín.), Murphy (Almirón, 67. mín.), Hayden, M. Longstaff, Joelinton, Wilson. Ónotaðir varamenn: Dubravka, Carroll, Shelvey, Gayle, Hendrick, Krafth, S. Longstaff.
Gul spjöld: Clark og Hayden.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Fabinho, Robertson, Jones (Wijnaldum, 68. mín.), Henderson, Milner (Thiago, 73. mín.), Salah (Shaqiri, 90+2 mín.), Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Kelleher, R. Williams, N. Williams, Oxlade-Chamberlain, Origi, Minamino.
Gul spjöld: Phillips, Fabinho og Milner.
Maður leiksins: Það er hreinlega varla hægt að velja mann leiksins eftir svona leik. En ég ætla að gefa Thiago nafnbótina enda var innkoma hans það eina ánægjulega í leiknum. Sendingar hans voru margar hverjar stórkostlegar og liðið hefur klárlega saknað gæða hans á miðjunni.
Jürgen Klopp: ,,Ég er ekki ánægður með úrslitin en leikurinn er búinn. Ég er ekki mjög pirraður eða eitthvað þannig, svona er knattspyrnan, ef maður nýtir ekki færin sín þá er erfitt að vinna leiki. En það er hægt að gera jafntefli með slakri frammistöðu og það er hægt einnig með góðri frammistöðu. Í kvöld náðum við jafntefli með góðri frammistöðu. Við hreinlega nýttum ekki færin og þess vegna er ég hvorki ánægður né pirraður. Svona er þetta bara."
Fróðleikur:
- Andy Robertson hefur nú spilað 110 leiki í deildinni fyrir Liverpool og 150 leiki í öllum keppnum.
- Fabinho spilaði sinn 70. deildarleik fyrir félagið.
- Landi hans, Alisson, spilaði sinn 80. deildarleik.
- Okkar menn hafa nú þriggja stiga forystu á toppi deildarinnar, 33 stig eftir 16 leiki.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan