| HI
TIL BAKA
Tæpt að Matip nái leiknum
Joel Matip æfði ekki með liðinu í dag heldur gerði sérstakar æfingar einn. Líkurnar hafa minnkað á því að hann verði leikhæfur fyrir stórleikinn gegn Manchester United á sunnudag.
Matip hefur ekki leikið með liðinu síðan hann fór af velli í leiknum gegn West Brom milli jóla og nýárs vegna meiðsla á tengivöðva í mjöðm. Jürgen Klopp sagði fyrir rúmri viku að endurhæfing Matips gengi vel og að hann ætti möguleika á að vera með gegn Manchester United.
Staðarblaðið Liverpool Echo greinir hins vegar frá því í dag að Matip hafi ekki æft með liðinu í dag, heldur einn samkvæmt sérstöku þolþjálfunarplani. Það þýðir ekki að bakslag sé komið í endurhæfinguna. Hins vegar vilji Klopp að leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsl nái tveimur heilum æfingum óskaddaðir. Aðeins þrjár slíkar eru eftir fram að leiknum gegn United og því er tíminn að verða naumur fyrir Matip að ná leiknum.
Náist það ekki verður fróðlegt að sjá hver verður með Fabinho í miðverðinum. Rhys Williams og Nathaniel Phillips koma til greina, en það er líka mögulegt að Jordan Henderson spili sem miðvörður í leiknum.
En best væri ef Matip gæti náði leiknum. Vonum það besta.
Matip hefur ekki leikið með liðinu síðan hann fór af velli í leiknum gegn West Brom milli jóla og nýárs vegna meiðsla á tengivöðva í mjöðm. Jürgen Klopp sagði fyrir rúmri viku að endurhæfing Matips gengi vel og að hann ætti möguleika á að vera með gegn Manchester United.
Staðarblaðið Liverpool Echo greinir hins vegar frá því í dag að Matip hafi ekki æft með liðinu í dag, heldur einn samkvæmt sérstöku þolþjálfunarplani. Það þýðir ekki að bakslag sé komið í endurhæfinguna. Hins vegar vilji Klopp að leikmenn sem eru að koma til baka eftir meiðsl nái tveimur heilum æfingum óskaddaðir. Aðeins þrjár slíkar eru eftir fram að leiknum gegn United og því er tíminn að verða naumur fyrir Matip að ná leiknum.
Náist það ekki verður fróðlegt að sjá hver verður með Fabinho í miðverðinum. Rhys Williams og Nathaniel Phillips koma til greina, en það er líka mögulegt að Jordan Henderson spili sem miðvörður í leiknum.
En best væri ef Matip gæti náði leiknum. Vonum það besta.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan