Skiptar skoðanir um hálfleiksflautið
![](http://admin.liverpool.is/Myndasafn/T%C3%ADmabil%202020-2021/Ymislegt/Hendo_Tierney.jpg)
Nokkrir fótboltasérfræðingar hafa tjáð sig um málið og hafa skoðanirnar verið misjafnar. En nokkrir fyrrverandi dómarar hafa líka tjáð sína skoðun á atvikinu.
Dermot Gallagher, sem dæmdi lengi í ensku úrvalsdeildinni, hrósaði Tierney fyrir frammistöðuna í leiknum almennt, en sagði að í þessu tilviki hafi hann líklega gert mistök.
„Það er margt sem getur gert dómaranum erfitt fyrir þó að hann hafi ekki stjórn á atvikum. En þessu stjórnar dómarinn algjörlega og getur komist hjá gagnrýni fyrir. Þegar maður ákveður að uppbótartíminn sé ein mínúta verður að spila allan þann tíma. Það er hægt að spila lengur því það er réttlætanlegt að teygja tímann um 20 sekúndur en ekki mikið lengur en það. En með því að klára ekki tímann er verið að gefa færi á gagnrýni og þá hefur maður kallað hana yfir sig. Miðað við að Tierney dæmdi þennan leik afar vel kom mér á óvart að hann hafi gert sig berskjaldaðan fyrir gagnrýni á þennan hátt.“
Annar fyrrverandi dómari, Mark Clattenburg, hrósaði líka Tierney almennt og segist skilja hvað hann hafi verið að gera, en að þetta hafi engu að síður verið mistök. „Hann vildi ljúka leik á hlutlausu svæði, sem er hefðbundið fyrir dómara. Vandamálið var að á augabragði kom sending frá leikmanni Liverpool og Mane virtist á leið í gegn. Tæknilega séð hefði Tierney átt að láta leik halda áfram út alla mínútuna. En þarna hjálpaði honum að Viktor Lindelof og Mane hættu leik þannig að við vitum ekki hvað hefði gerst næst.“
Það er rétt - við komumst aldrei að því. Þannig að nú er það bara áfram gakk.
-
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Newcastle -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði mikilvægan sigur! -
| Sf. Gutt
Öruggur sigur! -
| Sf. Gutt
Steven Gerrard hættur í Sádi Arabíu -
| Sf. Gutt
Af lánsmönnum -
| Sf. Gutt
Léttur sigur! -
| Heimir Eyvindarson
Mætum við Henderson í Meistaradeildinni? -
| Heimir Eyvindarson
Bajcetic til Las Palmas -
| Heimir Eyvindarson
Nallo sló 27 ára gamalt met Michael Owen