| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Gengi liðsins hlýtur að fara að batna. Næsti leikur er gegn Tottenham á útivelli og bjartsýnin kannski ekki við völd ákkúrat fyrir þann leik. En við sjáum hvað setur.
Jürgen Klopp var sem fyrr á blaðamannafundi daginn fyrir leik og sagði að þeir Joel Matip og Jordan Henderson hefðu æft í gær (þriðjudag). Það er því ansi líklegt að þeir verði í byrjunarliðinu sem er gott mál. Sem fyrr má búast við því að Fabinho verði miðvörður ásamt Matip en innkoma Henderson á miðjuna hlýtur að hafa góð áhrif. Ekkert er hinsvegar að frétta af meiðslahrúgunni Naby Keita, ljóst að hann verður ekki með auðvitað ásamt þeim Jota, van Dijk og Gomez. Ef eitthvað er að marka fréttir af heimamönnum í Tottenham verða þeir Lo Celso og Alli ekki með, Doherty og Davies eru svo eitthvað smá tæpir en verða nú líklegast í leikmannahópnum.
Það hefur nú alveg gengið hreint ágætlega í heimsóknum Liverpool til norður Lundúna. Fyrir utan leik sem tapaðist í október árið 2017 þegar Dejan Lovren virtist hafa tognað illa á heila hafa úrslitin verið þeim rauðu í hag. Ef við horfum á síðustu sex viðureignir liðanna hafa okkar menn unnið þrjá, tveir endað jafnir og svo þessi eini áðurnefndi leikur sem tapaðist. Það verður hinsvegar að hafa það í huga að liðin hans José Mourinho eru yfirleitt erfið heim að sækja og sú hefur verið raunin á þessu tímabili. Það má auðvitað fastlega búast við því að Mourinho spili sinn vanalega leik, lætur mótherjann hafa boltann, verst á mörgum mönnum og treystir svo á að Son og Kane, hið frábæra tvíeyki, valdi usla hinumegin. Son gerði einmitt það á Anfield fyrr í vetur þegar hann jafnaði metin eftir skyndisókn. Firmino skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, mjög svo sælla minninga.
Það voru batamerki á leik Liverpool um síðustu helgi þó svo að bikarleikurinn hafi tapast. Nú má að minnsta kosti vona að menn byggi á þessari frammistöðu og mæti eitthvað ferskari til leiks. Klopp er ekki vanur því að tapa mörgum leikjum í röð og nú hljóta menn að mæta dýrvitlausir í leikinn. Spáin að þessu sinni er sú að það tekst nú því miður ekki að vinna sigur í þetta skiptið en lokatölur verða 1-1, sem er enginn heimsendir.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur í deildinni hjá Liverpool með 13 mörk (hann má alveg fara að uppfæra þessa tölu). Egyptinn er með 19 mörk alls á tímabilinu.
- Son Heung-Min er markahæstur Spurs manna með 15 mörk það sem af er tímabils.
- Eitt stig skilur liðin að í deildinni, Liverpool eru með 34 stig eftir 19 leiki en Spurs með 33 stig eftir 18 leiki.
- James Milner gæti spilað sinn 160. deildarleik fyrir félagið.
Jürgen Klopp var sem fyrr á blaðamannafundi daginn fyrir leik og sagði að þeir Joel Matip og Jordan Henderson hefðu æft í gær (þriðjudag). Það er því ansi líklegt að þeir verði í byrjunarliðinu sem er gott mál. Sem fyrr má búast við því að Fabinho verði miðvörður ásamt Matip en innkoma Henderson á miðjuna hlýtur að hafa góð áhrif. Ekkert er hinsvegar að frétta af meiðslahrúgunni Naby Keita, ljóst að hann verður ekki með auðvitað ásamt þeim Jota, van Dijk og Gomez. Ef eitthvað er að marka fréttir af heimamönnum í Tottenham verða þeir Lo Celso og Alli ekki með, Doherty og Davies eru svo eitthvað smá tæpir en verða nú líklegast í leikmannahópnum.
Það hefur nú alveg gengið hreint ágætlega í heimsóknum Liverpool til norður Lundúna. Fyrir utan leik sem tapaðist í október árið 2017 þegar Dejan Lovren virtist hafa tognað illa á heila hafa úrslitin verið þeim rauðu í hag. Ef við horfum á síðustu sex viðureignir liðanna hafa okkar menn unnið þrjá, tveir endað jafnir og svo þessi eini áðurnefndi leikur sem tapaðist. Það verður hinsvegar að hafa það í huga að liðin hans José Mourinho eru yfirleitt erfið heim að sækja og sú hefur verið raunin á þessu tímabili. Það má auðvitað fastlega búast við því að Mourinho spili sinn vanalega leik, lætur mótherjann hafa boltann, verst á mörgum mönnum og treystir svo á að Son og Kane, hið frábæra tvíeyki, valdi usla hinumegin. Son gerði einmitt það á Anfield fyrr í vetur þegar hann jafnaði metin eftir skyndisókn. Firmino skoraði svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu, mjög svo sælla minninga.
Það voru batamerki á leik Liverpool um síðustu helgi þó svo að bikarleikurinn hafi tapast. Nú má að minnsta kosti vona að menn byggi á þessari frammistöðu og mæti eitthvað ferskari til leiks. Klopp er ekki vanur því að tapa mörgum leikjum í röð og nú hljóta menn að mæta dýrvitlausir í leikinn. Spáin að þessu sinni er sú að það tekst nú því miður ekki að vinna sigur í þetta skiptið en lokatölur verða 1-1, sem er enginn heimsendir.
Fróðleikur:
- Mohamed Salah er markahæstur í deildinni hjá Liverpool með 13 mörk (hann má alveg fara að uppfæra þessa tölu). Egyptinn er með 19 mörk alls á tímabilinu.
- Son Heung-Min er markahæstur Spurs manna með 15 mörk það sem af er tímabils.
- Eitt stig skilur liðin að í deildinni, Liverpool eru með 34 stig eftir 19 leiki en Spurs með 33 stig eftir 18 leiki.
- James Milner gæti spilað sinn 160. deildarleik fyrir félagið.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan