| HI
TIL BAKA
Davies gæti spilað í kvöld
Ben Davies, miðvörðurinn sem Liverpool keypti frá Preston á mánudag, verður að öllum líkindum í leikmannahópnum í kvöld þó að hann verði væntanlega ekki í byrjunarliðinu. Ozan Kabak verður hins vegar ekki með þar sem hann er ekki kominn með leikheimild.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að hann vildi gefa nýju miðvörðunum tækifæri til að venjast leikstíl félagsins. Blaðamenn hafa túlkað orð hans þannig að Jordan Henderson og Nathaniel Phillips verði áfram í hjarta varnarinnar þegar flautað verður til leiks gegn Brighton.
Jürgen Klopp sagði á blaðamannafundi í dag að hann vildi gefa nýju miðvörðunum tækifæri til að venjast leikstíl félagsins. Blaðamenn hafa túlkað orð hans þannig að Jordan Henderson og Nathaniel Phillips verði áfram í hjarta varnarinnar þegar flautað verður til leiks gegn Brighton.
„Við spilum augljóslega öðruvísi en Preston (þaðan sem Davies kom) og Schalke (þaðan sem Kabak kom). Þeir þurfa tíma en við höfum ekki mikinn tíma. Svo við notum þann tíma sem við höfum og reynum okkar besta. Það hefði ekki verið gott ef þeir hefðu þurft að vera saman í byrjunarliðinu í leiknum. En við gefum þeim nokkra daga.“
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan