| HI
TIL BAKA
Jota mættur á æfingasvæðið
Diogo Jota, sem Liverpoolliðið hefur saknað sárt undanfarnar vikur, er farinn að æfa á æfingasvæði Liverpool. Þetta eru merki um að hann er farinn að auka æfingaálagið til að jafna sig af hnémeiðslunum sem hann varð fyrir gegn Midtjylland 9. desember og hafa haldið honum frá keppni síðan.
Jota hefur verið í strangri endurhæfingu eftir að í ljós kom að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. Þessi áfangi ber vott um að sú endurhæfing hafi gengið vel og nú getur hann farið að æfa af aðeins meiri krafti - en þó ekki af fullum krafti. Í frétt frá Liverpool FC segir að Jota sé byrjaður á hlaupaæfingum utan dyra eftir að hafa eytt síðustu vikum í æfingasalnum.
Jürgen Klopp segir að enn séu fáeinar vikur í að kappinn verði orðinn leikfær. „Hann kemur ekki næstu eina eða tvær vikurnar. Hann þarf tíma. Það hvað við söknum hans skiptir ekki máli. Við getum ekki leyft okkur að sakna hans. Hann er ekki leikfær og við tökum á því.“
Þrátt fyrir þessi orð er það ljóst að sú ógn sem kemur af honum er öðruvísi en ógnin af hinu hefðbundna sóknarþríeyki og því verður frábært að geta teflt honum fram þegar hann er orðinn heill. Vonandi verður það áður en febrúarmánuður er á enda.
Jota hefur verið í strangri endurhæfingu eftir að í ljós kom að hann þyrfti ekki að fara í aðgerð. Þessi áfangi ber vott um að sú endurhæfing hafi gengið vel og nú getur hann farið að æfa af aðeins meiri krafti - en þó ekki af fullum krafti. Í frétt frá Liverpool FC segir að Jota sé byrjaður á hlaupaæfingum utan dyra eftir að hafa eytt síðustu vikum í æfingasalnum.
Jürgen Klopp segir að enn séu fáeinar vikur í að kappinn verði orðinn leikfær. „Hann kemur ekki næstu eina eða tvær vikurnar. Hann þarf tíma. Það hvað við söknum hans skiptir ekki máli. Við getum ekki leyft okkur að sakna hans. Hann er ekki leikfær og við tökum á því.“
Þrátt fyrir þessi orð er það ljóst að sú ógn sem kemur af honum er öðruvísi en ógnin af hinu hefðbundna sóknarþríeyki og því verður frábært að geta teflt honum fram þegar hann er orðinn heill. Vonandi verður það áður en febrúarmánuður er á enda.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan