| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Spáð í spilin
Næsti leikur er mikilvægur í baráttunni um efstu fjögur sætin í deildinni en okkar menn heimsækja Leicester í fyrsta leik 24. umferðar. Leikurinn hefst kl. 12:30 laugardaginn 13. febrúar.
Byrjum á slæmu fréttunum (reyndar eru engar góðar fréttir sem fylgja með). Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi fyrir leik að Fabinho er frá vegna vöðvameiðsla og þar með er enn eitt skarðið hoggið í varnarlínuna. Þetta hlýtur að þýða að annaðhvort Ozan Kabak eða Ben Davies byrja í miðvarðastöðu og þá væntanlega með Jordan Henderson sér við hlið. Að ætlast til þess að tveir nýir miðverðir spili sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Jamie Vardy og félögum er til of mikils ætlast að mínu mati. Reyndar hafa leikmenn núna fengið heila viku á æfingasvæðinu til að slípa sig saman en það hefur ekki oft gerst á þessu tímabili að liðið eigi ekki leik í miðri viku. Það getur samt bara ekki verið að Klopp setji miðverðina tvo saman í liðið í þessum leik. Ég spái því að Kabak byrji með Henderson sér við hlið, að öðru leyti verða öftustu menn eins og við eigum að venjast. Miðjan er alltaf sama spurningamerkið en ég giska á að þeir Gini Wijnaldum, Curtis Jones og Thiago byrji eins og í síðasta leik og fremstu þrír verða svo Salah, Mané og Firmino.
Leicester spiluðu bikarleik við Brighton í miðri viku og allt stefndi í framlengingu en Refirnir skoruðu eina mark leiksins í blálokin. Leikurinn hefur vonandi tekið mikla orku frá þeim enda Brighton erfiðir mótherjar eins og við þekkjum því miður. Leicester urðu svo fyrir áfalli í leiknum þegar varnarmaðurinn James Justin meiddist (að því er virtist illa) á hné. Alls eru sex leikmenn á meiðslalistanum fræga hjá báðum liðum fyrir þennan leik, semsagt 12 leikmenn alls og átta af þeim eru varnarmenn. Eftir meiðsli áðurnefnds Justin eru Leicester aðeins þunnskipaðir í bakvarðastöðum en talið er líklegt að Ricardo Pereira muni vera í byrjunarliðinu, ekki hægt að segja að það sé vont fyrir Leicester að tefla honum fram en reyndar er Pereira ekki í leikæfingu eftir meiðslavesen undanfarna mánuði.
Þær ylja manni minningarnar frá leik liðanna á King Power leikvanginum á síðustu leiktíð. Liverpool vann 0-4 stórsigur þegar flestir bjuggust við því að heimamenn myndu gefa alvöru leik enda gestirnir nýkomnir til baka frá HM félagsliða í Katar. Það reyndist svo sannarlega óþarfi að hafa áhyggjur því Refirnir voru gersamlega yfirspilaðir frá fyrstu til síðustu mínútu. Reyndar hafa okkar menn unnið síðustu þrjá leiki á þessum velli en þar á undan höfðu tveir tapast í röð. Fyrr á leiktíðinni vannst svo öruggur 3-0 sigur á Anfield. Miðað við þessa upptalningu sýnist manni að Liverpool hafi nú bara nokkuð gott tak á þeim bláu og að maður geti bókað sigur á morgun (laugardag). Það væri ljúft ef úrslit fyrri leikja hefðu eitthvað að segja um næsta leik, en ég man ekki eftir því að það hafi nokkurntímann skipt máli og þess vegna er maður auðvitað með hnút í maganum. Leicester hafa verið flottir á þessu tímabili og á nýju ári hafa þeir aðeins tapað einum leik, sem var reyndar nokkuð óvænt á heimavelli gegn Leeds. Það stefnir því allt í hörku leik sem mun skipta miklu máli hvort liðanna endar í topp fjórum í deild.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool komast ágætlega frá leiknum með 2-2 jafntefli. Það hljóta að vera úrslit sem við stuðningsfólk getum verið sátt við, svona miðað við það sem á undan er gengið.
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 4. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 23 leiki.
- Leicester eru sæti ofar með þrem stigum meir og jafnmarga leiki.
- Mohamed Salah er markahæstur okkar manna með 16 mörk í deildinni til þessa.
- Jamie Vardy hefur skorað 11 deildarmörk fyrir Leicester það sem af er.
- Sadio Mané spilar líklega sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Hann hefur til þessa skorað 91 mark.
- Divock Origi gæti spilað sinn 100. deildarleik fyrir félagið, deildarmörkin til þessa eru 19 talsins.
- Jürgen Klopp mun stjórna Liverpool í 300. skipti.
Byrjum á slæmu fréttunum (reyndar eru engar góðar fréttir sem fylgja með). Jürgen Klopp staðfesti á blaðamannafundi fyrir leik að Fabinho er frá vegna vöðvameiðsla og þar með er enn eitt skarðið hoggið í varnarlínuna. Þetta hlýtur að þýða að annaðhvort Ozan Kabak eða Ben Davies byrja í miðvarðastöðu og þá væntanlega með Jordan Henderson sér við hlið. Að ætlast til þess að tveir nýir miðverðir spili sinn fyrsta leik fyrir félagið gegn Jamie Vardy og félögum er til of mikils ætlast að mínu mati. Reyndar hafa leikmenn núna fengið heila viku á æfingasvæðinu til að slípa sig saman en það hefur ekki oft gerst á þessu tímabili að liðið eigi ekki leik í miðri viku. Það getur samt bara ekki verið að Klopp setji miðverðina tvo saman í liðið í þessum leik. Ég spái því að Kabak byrji með Henderson sér við hlið, að öðru leyti verða öftustu menn eins og við eigum að venjast. Miðjan er alltaf sama spurningamerkið en ég giska á að þeir Gini Wijnaldum, Curtis Jones og Thiago byrji eins og í síðasta leik og fremstu þrír verða svo Salah, Mané og Firmino.
Leicester spiluðu bikarleik við Brighton í miðri viku og allt stefndi í framlengingu en Refirnir skoruðu eina mark leiksins í blálokin. Leikurinn hefur vonandi tekið mikla orku frá þeim enda Brighton erfiðir mótherjar eins og við þekkjum því miður. Leicester urðu svo fyrir áfalli í leiknum þegar varnarmaðurinn James Justin meiddist (að því er virtist illa) á hné. Alls eru sex leikmenn á meiðslalistanum fræga hjá báðum liðum fyrir þennan leik, semsagt 12 leikmenn alls og átta af þeim eru varnarmenn. Eftir meiðsli áðurnefnds Justin eru Leicester aðeins þunnskipaðir í bakvarðastöðum en talið er líklegt að Ricardo Pereira muni vera í byrjunarliðinu, ekki hægt að segja að það sé vont fyrir Leicester að tefla honum fram en reyndar er Pereira ekki í leikæfingu eftir meiðslavesen undanfarna mánuði.
Þær ylja manni minningarnar frá leik liðanna á King Power leikvanginum á síðustu leiktíð. Liverpool vann 0-4 stórsigur þegar flestir bjuggust við því að heimamenn myndu gefa alvöru leik enda gestirnir nýkomnir til baka frá HM félagsliða í Katar. Það reyndist svo sannarlega óþarfi að hafa áhyggjur því Refirnir voru gersamlega yfirspilaðir frá fyrstu til síðustu mínútu. Reyndar hafa okkar menn unnið síðustu þrjá leiki á þessum velli en þar á undan höfðu tveir tapast í röð. Fyrr á leiktíðinni vannst svo öruggur 3-0 sigur á Anfield. Miðað við þessa upptalningu sýnist manni að Liverpool hafi nú bara nokkuð gott tak á þeim bláu og að maður geti bókað sigur á morgun (laugardag). Það væri ljúft ef úrslit fyrri leikja hefðu eitthvað að segja um næsta leik, en ég man ekki eftir því að það hafi nokkurntímann skipt máli og þess vegna er maður auðvitað með hnút í maganum. Leicester hafa verið flottir á þessu tímabili og á nýju ári hafa þeir aðeins tapað einum leik, sem var reyndar nokkuð óvænt á heimavelli gegn Leeds. Það stefnir því allt í hörku leik sem mun skipta miklu máli hvort liðanna endar í topp fjórum í deild.
Spáin að þessu sinni er sú að Liverpool komast ágætlega frá leiknum með 2-2 jafntefli. Það hljóta að vera úrslit sem við stuðningsfólk getum verið sátt við, svona miðað við það sem á undan er gengið.
Fróðleikur:
- Liverpool sitja í 4. sæti deildarinnar með 40 stig eftir 23 leiki.
- Leicester eru sæti ofar með þrem stigum meir og jafnmarga leiki.
- Mohamed Salah er markahæstur okkar manna með 16 mörk í deildinni til þessa.
- Jamie Vardy hefur skorað 11 deildarmörk fyrir Leicester það sem af er.
- Sadio Mané spilar líklega sinn 200. leik fyrir félagið í öllum keppnum.
- Hann hefur til þessa skorað 91 mark.
- Divock Origi gæti spilað sinn 100. deildarleik fyrir félagið, deildarmörkin til þessa eru 19 talsins.
- Jürgen Klopp mun stjórna Liverpool í 300. skipti.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan