| Sf. Gutt
Þar kom að því! Everton vann sinn fyrsta sigur á Anfield Road á þessari öld og frá haustinu 1999. Að auki var þetta fyrsti sigur Everton á Liverpool frá 2010. Everton vann 0:2 og þetta tap svíður sárt!
Leikmenn Liverpool voru ekki með á upphafsmínútunum, gáfu horn eftir nokkrar sekúndur og náðu engu valdi á boltanum. Það skilaði sér í því að á 3. mínútu skoraði Richarlison eftir sendingu James Rodriguez inn fyrir vörnina. Skelfileg byrjun hjá Liverpool!
Liverpool bætti sig smá saman og á 20. mínútu átti Jordan Henderson hörkuskot utan teigs sem Jordan Pickford varði í horn. Frábær markvarsla. Rétt á eftir sló hann svo fast langskot frá Trent Alexander-Arnold yfir. Eftir hálftíma varð Jordan að fara af velli eftir að hafa tognað á nára. Mikið áfall að missa fyrirliðann af velli en það kemur ekkert á óvart þessa leiktíðina þegar Liverpool og meiðsli eru annars vegar! Þremur mínútum seinna varði Alisson Becker vel þegar Seamus Coleman skallaði að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik mjög vel og á 50. mínútu skallaði Sadio Mané yfir úr góðu færi. Fimm mínútum seinna komst Michael Keane fyrir skot frá Sadio og bjargaði hugsanlega marki.
Eftri rúmlega klukkutíma gaf Trent frábæra sendingu þvert fyrir markið en enginn var mættur til að koma boltanum í markið. Hroðalegt að framherjar séu ekki mættir þegar svona færi gefast. Á 69. mínútu komst Mohamed í gott færi eftir undirbúning Xherdan Shaqiri en Jordan kom vel út á móti og varði. Á 83. mínútu fékk Everton víti að gjöf. Eftir skyndisókn varði Alisson. Dominic Calvert-Lewin og Trent eltu frákastið. Dominic rakst í Trent, sem lá á jörðinni, og datt. Út í hött að dæma víti því Trent vissi ekkert hvað var í gangi. Gylfi Þór Sigurðsson tók vítið og skoraði.
Á þeim tíma sem eftir var gekk ekkert fyrir Liverpol að opna vörn Everton. Þar kom að því að Everton skyldi ná að vinna á Anfield. Þessi tími frá september 1999 hefur verið dásamlegur!
Maður leiksins: Trent Aexander-Arnold. Hann skilaði sínu mjög vel og átti góðar rispur.
Jürgen Klopp: Í dag langar mig ekki að tala um það sem við gerðum vel því við töpuðum leiknum og tapið svíður sárt. Ég verð að nota það góða úr leiknum á morgun og það er líflínan okkar. Við þurfum að bæta hvernig við nýtum færin okkar. Þegar það tekst förum við að vinna knattspyrnuleiki.
- Liverpool tapaði í fyrsta skipti fyrir Everton á Anfield Road frá því í september 1999.
- Þetta var fyrsti sigur Everton á Liverpool frá því í október 2010.
- Liverpool hefur nú tapað fjórum heimaleikjum í röð. Það gerðist síðast 1923.
- Liverpool tapaði síðast fjórum deildarleikjum í röð 2002.
TIL BAKA
Þar kom að því!
Þar kom að því! Everton vann sinn fyrsta sigur á Anfield Road á þessari öld og frá haustinu 1999. Að auki var þetta fyrsti sigur Everton á Liverpool frá 2010. Everton vann 0:2 og þetta tap svíður sárt!
Leikmenn Liverpool voru ekki með á upphafsmínútunum, gáfu horn eftir nokkrar sekúndur og náðu engu valdi á boltanum. Það skilaði sér í því að á 3. mínútu skoraði Richarlison eftir sendingu James Rodriguez inn fyrir vörnina. Skelfileg byrjun hjá Liverpool!
Liverpool bætti sig smá saman og á 20. mínútu átti Jordan Henderson hörkuskot utan teigs sem Jordan Pickford varði í horn. Frábær markvarsla. Rétt á eftir sló hann svo fast langskot frá Trent Alexander-Arnold yfir. Eftir hálftíma varð Jordan að fara af velli eftir að hafa tognað á nára. Mikið áfall að missa fyrirliðann af velli en það kemur ekkert á óvart þessa leiktíðina þegar Liverpool og meiðsli eru annars vegar! Þremur mínútum seinna varði Alisson Becker vel þegar Seamus Coleman skallaði að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri. Ekki var meira skorað í fyrri hálfleik.
Liverpool byrjaði síðari hálfleik mjög vel og á 50. mínútu skallaði Sadio Mané yfir úr góðu færi. Fimm mínútum seinna komst Michael Keane fyrir skot frá Sadio og bjargaði hugsanlega marki.
Eftri rúmlega klukkutíma gaf Trent frábæra sendingu þvert fyrir markið en enginn var mættur til að koma boltanum í markið. Hroðalegt að framherjar séu ekki mættir þegar svona færi gefast. Á 69. mínútu komst Mohamed í gott færi eftir undirbúning Xherdan Shaqiri en Jordan kom vel út á móti og varði. Á 83. mínútu fékk Everton víti að gjöf. Eftir skyndisókn varði Alisson. Dominic Calvert-Lewin og Trent eltu frákastið. Dominic rakst í Trent, sem lá á jörðinni, og datt. Út í hött að dæma víti því Trent vissi ekkert hvað var í gangi. Gylfi Þór Sigurðsson tók vítið og skoraði.
Á þeim tíma sem eftir var gekk ekkert fyrir Liverpol að opna vörn Everton. Þar kom að því að Everton skyldi ná að vinna á Anfield. Þessi tími frá september 1999 hefur verið dásamlegur!
Maður leiksins: Trent Aexander-Arnold. Hann skilaði sínu mjög vel og átti góðar rispur.
Jürgen Klopp: Í dag langar mig ekki að tala um það sem við gerðum vel því við töpuðum leiknum og tapið svíður sárt. Ég verð að nota það góða úr leiknum á morgun og það er líflínan okkar. Við þurfum að bæta hvernig við nýtum færin okkar. Þegar það tekst förum við að vinna knattspyrnuleiki.
Fróðleikur
- Liverpool tapaði í fyrsta skipti fyrir Everton á Anfield Road frá því í september 1999.
- Þetta var fyrsti sigur Everton á Liverpool frá því í október 2010.
- Liverpool hefur nú tapað fjórum heimaleikjum í röð. Það gerðist síðast 1923.
- Liverpool tapaði síðast fjórum deildarleikjum í röð 2002.
Nýlegar fréttir
-
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum -
| Sf. Gutt
Auðvelt áframhald!
Fréttageymslan