| Sf. Gutt
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi! Kostas var á dögunum útnefndur Knattspyrnumaður ársins í Grikklandi fyrir leiktíðina 2019/20. Hann var líka valinn í lið árins. Leikmenn á Grikklandi standa fyrir þessu vali.
Kostas lék með Olympiacos síðustu keppnistímabil. Hann vann tvöfalt með liðinu á síðasta keppnistímabili en lék þó ekki úrslitaleikinn í bikarnum vegna þess að þá var hann farinn til Liverpool. Áður hafði hann orðið meistari leiktíðirnar 2015/16 og 2016/17. Hingað til hefur hann bara spilað fimm leiki með Liverpool en hann hefur verið mikið meiddur eins og svo margir leikmenn Liverpool.
Það segir nokkuð um getu Kostas að hann skuli vera kjörinn besti leikmaður í grísku deildinni. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar á Englandi þegar hann verður orðinn góður af meiðslum sínum.
TIL BAKA
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi
Kostas Tsimikas bestur í Grikklandi! Kostas var á dögunum útnefndur Knattspyrnumaður ársins í Grikklandi fyrir leiktíðina 2019/20. Hann var líka valinn í lið árins. Leikmenn á Grikklandi standa fyrir þessu vali.
Kostas lék með Olympiacos síðustu keppnistímabil. Hann vann tvöfalt með liðinu á síðasta keppnistímabili en lék þó ekki úrslitaleikinn í bikarnum vegna þess að þá var hann farinn til Liverpool. Áður hafði hann orðið meistari leiktíðirnar 2015/16 og 2016/17. Hingað til hefur hann bara spilað fimm leiki með Liverpool en hann hefur verið mikið meiddur eins og svo margir leikmenn Liverpool.
Það segir nokkuð um getu Kostas að hann skuli vera kjörinn besti leikmaður í grísku deildinni. Það verður áhugavert að sjá hvernig honum vegnar á Englandi þegar hann verður orðinn góður af meiðslum sínum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga! -
| Sf. Gutt
Með stærri stundum! -
| Sf. Gutt
Titillinn er í seilingarfjarlægð! -
| Sf. Gutt
Gleðilega páska! -
| Sf. Gutt
Sex stig duga! -
| Sf. Gutt
Trent að verða leikfær
Fréttageymslan