| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sigur í Sheffield
Góður 0-2 sigur vannst gegn Sheffield United. Okkar menn fengu fjölmörg færi í leiknum en bæði mörkin komu í seinni hálfleik.
Það kom kannski svolítið á óvart að Adrián skyldi byrja í markinu en greinilega er Caoimhin Kelleher ekki enn klár í slaginn því hann var ekki í leikmannahópnum. Nathaniel Phillips kom inn í vörnina við hlið Ozan Kabak og James Milner var klár í slaginn á ný og settist á bekkinn. Diogo Jota hefði mögulega einnig getað verið á bekknum en veikindi komu í veg fyrir það. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá síðasta leik.
Í fyrri hálfleik vantaði ekki færin og þau féllu aðallega í hlut gestanna. Fyrsta færið fengu reyndar heimamenn eftir aðeins sex mínútna leik þegar McGoldrick átti skalla af stuttu færi sem Adrián gerði vel í að verja, endursýning sýndi svo reyndar að McGoldrick var rangstæður þegar spyrnan var tekin. Hinumegin var Ramsdale í marki Sheffield mun uppteknari og hann varði vel frá Firmino sem var kominn einn í gegn. Það er stundum pirrandi að horfa uppá markmenn mótherjana eiga oftar en ekki leik lífs síns og það fékk maður svo sannarlega á tilfinninguna í þessum fyrri hálfleik. Strax eftir færið frá Firmino sendi Robertson fyrir frá vinstri, fyrirgjöfin, eða kannski skotið, virtist stefna í markið en Ramsdale sló boltann frá. Í stuttu máli sagt komu okkar menn boltanum ekki framhjá Ramsdale í þessum fyrri hálfleik en hann varði vel frá Alexander-Arnold, Wijnaldum og Salah og staðan því markalaus í hálfleik.
En við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins þegar seinni hálfleikur hafði verið flautaður á. Alexander-Arnold fékk boltann hægra megin og reyndi skot sem fór í varnarmann, hann náði boltanum aftur, lék upp að endamörkum og náði sendingu fyrir markið þegar ekki mátti miklu muna að boltinn væri farinn útaf. Varnarmaður Sheffield kom boltanum frá en hann skoppaði út í teiginn þar sem Curtis Jones þrumaði í markið. Virkilega vel klárað hjá Jones og markið gott og gilt, endursýning staðfesti það að boltinn fór aldrei allur útaf. Stuttu síðar skoraði svo Mané eftir sendingu innfyrir en hann var greinilega rangstæður og markið réttilega dæmt af. McBurnie fékk svo fínt færi hinumegin þegar hann fékk að skalla að marki nánast óvaldaður í teignum. Sem betur fer hitti skallinn ekki markið.
Forysta gestanna var svo tvöfölduð á 65. mínútu þegar Firmino dansaði í kringum varnarmenn í teignum og skaut boltanum í varnarmann, boltinn breytti verulega um stefnu og skoppaði yfir Ramsdale í markinu. Markið skráðist sem sjálfsmark á Kean Bryan. Eftir þetta gerðist kannski ekki mikið markvert fyrir utan það að Salah hefði átt að skora þegar Robertson átti fína fyrirgjöf frá vinstri. Egyptinn hitti því miður ekki markið og var ekki kátur með sjálfan sig eftir það. Lokatölur 0-2 og loksins var hægt að fagna sigri á ný.
Sheffield United: Ramsdale, Ampadu, Jagielka (Osborn, 56. mín.), Bryan, Baldock, Lundstram, Norwood, Fleck (Sharp, 80. mín.), Stevens, McGoldrick (Burke, 56. mín.), McBurnie. Ónotaðir varamenn: Mousset, Lowe, Foderingham, Brewster, Ndiaye, Maguire.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson, Thiago (Milner, 76. mín.), Wijnaldum, Jones (Keita, 80. mín.), Salah, Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Hughes, Ojrzynski, R. Williams, N. Williams, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (48. mín.) og Kean Bryan sjálfsmark (65. mín.).
Maður leiksins: Curtis Jones skoraði kærkomið mark sem kom Liverpool á rétta braut í leiknum. Ánægjulegt að sjá loksins mark koma frá miðjumanni. Jones var frábær í leiknum, ógnaði mikið með góðum hlaupum og sendingar hans margar hverjar sköpuðu hættu.
Jürgen Klopp: ,,Allir sem horfa á Sheffield United spila vita að maður þarf að leggja mjög hart að sér gegn þeim. Við sköpuðum urmul færa og hefðum átt að vinna stærra. Andy Robertson hefði mögulega getað skorað þrennu. En að halda markinu hreinu var líka mikilvægt. Adrián sýndi mikil gæði og frábæran karakter, ég er ánægður fyrir hans hönd."
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti sigurleikur okkar manna síðan í lok janúar þegar 1-3 sigur vannst á West Ham.
- Curtis Jones skoraði sitt annað deildarmark fyrir félagið en það fyrsta kom á síðustu leiktíð í júlí gegn Aston Villa.
- Seinna markið var sögulegt því það var númer 7000 hjá Liverpool í efstu deild. Svo vildi til að markið var sjálfsmark Kean Bryan og fer hann því á spjöld sögunnar hjá Liverpool!
- Adrián hefur byrjað 12 sinnum í markinu fyrir Liverpool í deildinni og 10 leikir hafa unnist. Þetta var þó aðeins í þriðja skiptið sem hann hélt markinu hreinu.
Það kom kannski svolítið á óvart að Adrián skyldi byrja í markinu en greinilega er Caoimhin Kelleher ekki enn klár í slaginn því hann var ekki í leikmannahópnum. Nathaniel Phillips kom inn í vörnina við hlið Ozan Kabak og James Milner var klár í slaginn á ný og settist á bekkinn. Diogo Jota hefði mögulega einnig getað verið á bekknum en veikindi komu í veg fyrir það. Að öðru leyti var liðið óbreytt frá síðasta leik.
Í fyrri hálfleik vantaði ekki færin og þau féllu aðallega í hlut gestanna. Fyrsta færið fengu reyndar heimamenn eftir aðeins sex mínútna leik þegar McGoldrick átti skalla af stuttu færi sem Adrián gerði vel í að verja, endursýning sýndi svo reyndar að McGoldrick var rangstæður þegar spyrnan var tekin. Hinumegin var Ramsdale í marki Sheffield mun uppteknari og hann varði vel frá Firmino sem var kominn einn í gegn. Það er stundum pirrandi að horfa uppá markmenn mótherjana eiga oftar en ekki leik lífs síns og það fékk maður svo sannarlega á tilfinninguna í þessum fyrri hálfleik. Strax eftir færið frá Firmino sendi Robertson fyrir frá vinstri, fyrirgjöfin, eða kannski skotið, virtist stefna í markið en Ramsdale sló boltann frá. Í stuttu máli sagt komu okkar menn boltanum ekki framhjá Ramsdale í þessum fyrri hálfleik en hann varði vel frá Alexander-Arnold, Wijnaldum og Salah og staðan því markalaus í hálfleik.
En við þurftum ekki að bíða lengi eftir fyrsta marki leiksins þegar seinni hálfleikur hafði verið flautaður á. Alexander-Arnold fékk boltann hægra megin og reyndi skot sem fór í varnarmann, hann náði boltanum aftur, lék upp að endamörkum og náði sendingu fyrir markið þegar ekki mátti miklu muna að boltinn væri farinn útaf. Varnarmaður Sheffield kom boltanum frá en hann skoppaði út í teiginn þar sem Curtis Jones þrumaði í markið. Virkilega vel klárað hjá Jones og markið gott og gilt, endursýning staðfesti það að boltinn fór aldrei allur útaf. Stuttu síðar skoraði svo Mané eftir sendingu innfyrir en hann var greinilega rangstæður og markið réttilega dæmt af. McBurnie fékk svo fínt færi hinumegin þegar hann fékk að skalla að marki nánast óvaldaður í teignum. Sem betur fer hitti skallinn ekki markið.
Forysta gestanna var svo tvöfölduð á 65. mínútu þegar Firmino dansaði í kringum varnarmenn í teignum og skaut boltanum í varnarmann, boltinn breytti verulega um stefnu og skoppaði yfir Ramsdale í markinu. Markið skráðist sem sjálfsmark á Kean Bryan. Eftir þetta gerðist kannski ekki mikið markvert fyrir utan það að Salah hefði átt að skora þegar Robertson átti fína fyrirgjöf frá vinstri. Egyptinn hitti því miður ekki markið og var ekki kátur með sjálfan sig eftir það. Lokatölur 0-2 og loksins var hægt að fagna sigri á ný.
Sheffield United: Ramsdale, Ampadu, Jagielka (Osborn, 56. mín.), Bryan, Baldock, Lundstram, Norwood, Fleck (Sharp, 80. mín.), Stevens, McGoldrick (Burke, 56. mín.), McBurnie. Ónotaðir varamenn: Mousset, Lowe, Foderingham, Brewster, Ndiaye, Maguire.
Liverpool: Adrián, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson, Thiago (Milner, 76. mín.), Wijnaldum, Jones (Keita, 80. mín.), Salah, Firmino, Mané. Ónotaðir varamenn: Hughes, Ojrzynski, R. Williams, N. Williams, Oxlade-Chamberlain, Shaqiri, Origi.
Mörk Liverpool: Curtis Jones (48. mín.) og Kean Bryan sjálfsmark (65. mín.).
Maður leiksins: Curtis Jones skoraði kærkomið mark sem kom Liverpool á rétta braut í leiknum. Ánægjulegt að sjá loksins mark koma frá miðjumanni. Jones var frábær í leiknum, ógnaði mikið með góðum hlaupum og sendingar hans margar hverjar sköpuðu hættu.
Jürgen Klopp: ,,Allir sem horfa á Sheffield United spila vita að maður þarf að leggja mjög hart að sér gegn þeim. Við sköpuðum urmul færa og hefðum átt að vinna stærra. Andy Robertson hefði mögulega getað skorað þrennu. En að halda markinu hreinu var líka mikilvægt. Adrián sýndi mikil gæði og frábæran karakter, ég er ánægður fyrir hans hönd."
Fróðleikur:
- Þetta var fyrsti sigurleikur okkar manna síðan í lok janúar þegar 1-3 sigur vannst á West Ham.
- Curtis Jones skoraði sitt annað deildarmark fyrir félagið en það fyrsta kom á síðustu leiktíð í júlí gegn Aston Villa.
- Seinna markið var sögulegt því það var númer 7000 hjá Liverpool í efstu deild. Svo vildi til að markið var sjálfsmark Kean Bryan og fer hann því á spjöld sögunnar hjá Liverpool!
- Adrián hefur byrjað 12 sinnum í markinu fyrir Liverpool í deildinni og 10 leikir hafa unnist. Þetta var þó aðeins í þriðja skiptið sem hann hélt markinu hreinu.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan