| HI
Diogo Jota, Fabinho og Alisson Becker munu allir geta spilað í leiknum gegn Chelsea í deildinni á fimmtudaginn. Þetta eru fréttir sem ættu að gleðja í öllu þessu ótrúlega meiðslafári sem hefur dunið á okkar mönnum.
Diogo Jota, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í leiknum gegn Midtjylland í desember, var reyndar orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Sheffield United en veikindi héldu honum frá þátttöku í þeim leik. Hann hafði farið með leikmannahópnum en ekki komist lengra en það.
Fabinho er líka farinn að æfa á fullu og Jürgen Klopp sagði að hann gæti verið í leikmannahópnum fyrir Chelsea-leikinn, þó að hann gæti ekki lofað því að hann yrði í byrjunarliðinu. Ef það gerist yrði hann líklega í miðvarðarstöðunni þó að Nataniel Phillips hafi staðið sig ágætlega með Ozan Kabak í síðasta leik.
Þá er búist við að Alisson verði aftur í markinu í Chelsea-leiknum en sem kunnugt er lék hann ekki gegn Sheffield United vegna sviplegs fráfalls föður síns í síðustu viku.
Það er því eitthvað lát á þessu meiðslafári - í það minnsta á meðan ekkert annað kemur í staðinn.
TIL BAKA
Jota, Fabinho og Alisson snúa aftur

Diogo Jota, sem hefur verið frá vegna hnémeiðsla síðan í leiknum gegn Midtjylland í desember, var reyndar orðinn leikfær fyrir leikinn gegn Sheffield United en veikindi héldu honum frá þátttöku í þeim leik. Hann hafði farið með leikmannahópnum en ekki komist lengra en það.
Fabinho er líka farinn að æfa á fullu og Jürgen Klopp sagði að hann gæti verið í leikmannahópnum fyrir Chelsea-leikinn, þó að hann gæti ekki lofað því að hann yrði í byrjunarliðinu. Ef það gerist yrði hann líklega í miðvarðarstöðunni þó að Nataniel Phillips hafi staðið sig ágætlega með Ozan Kabak í síðasta leik.
Þá er búist við að Alisson verði aftur í markinu í Chelsea-leiknum en sem kunnugt er lék hann ekki gegn Sheffield United vegna sviplegs fráfalls föður síns í síðustu viku.
Það er því eitthvað lát á þessu meiðslafári - í það minnsta á meðan ekkert annað kemur í staðinn.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 5. kapítuli -
| Heimir Eyvindarson
Evrópudraumurinn úti -
| Sf. Gutt
Ekki annað í boði en að taka ábyrgð! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 4. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Mummi
Liverpool páskaegg -
| Heimir Eyvindarson
Úrslitaleikur á Anfield í kvöld. PSG koma dýrvitlausir til leiks. -
| Sf. Gutt
Liverpool leikur aftur í Adidas! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin - 1. kapítuli
Fréttageymslan