| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Ungir varamarkverðir
Það vakti nokkra athygli að á varamannabekk Liverpool gegn Sheffield United voru tveir ungir markverðir sem aldrei hafa komið við sögu hjá aðalliðinu áður. Líkt og með meiðsli varnarmanna á tímabilinu má segja að á stundum hafi verið krísa þegar kemur að markvörðum og það útskýrir setu þessara tveggja ungu leikmanna á bekknum á sunnudaginn var.
Fjarvera Alisson kom auðvitað engum á óvart enda hafði hann misst föður sinn í sviplegu slysi fyrr í vikunni. Caoimhin Kelleher hefði, ef allt væri eðlilegt, verið á bekknum og jafnvel byrjað á kostnað Adrián en Írinn ungi á við einhver smávægileg meiðsli að stríða og hefur ekki verið í leikmannahópnum undanfarið. Adrián, sem má nú flokkast sem þriðji markvörður liðsins, fékk því tækifæri á milli stanganna og því voru góð ráð dýr með hvaða markvörður ætti að vera á bekknum í leiknum. Jürgen Klopp og þjálfarateymi hans hafa greinilega ákveðið að hafa vaðið fyrir neðan sig og fengu þá Liam Hughes og Jakub Ojrzynski til að vera til taks. Margir hefðu viljað sjá brasilíska markvörðinn Marcelo Pitaluga, sem félagið keypti fyrr á tímabilinu fá tækifæri til að setjast á bekkinn en hann var auðvitað ekki tiltækur eftir að hafa meiðst í U-23 ára leik við Chelsea nýlega. Tékkneski markvörðurinn Vitezslav Jaros er líka nafn sem einhverjir þekkja og hefðu viljað sjá en hann er á láni hjá St Patrick's Athletic sem spila í írsku úrvalsdeildinni. Það þurfti því að fara ansi langt niður í unglingaliðin til að finna markverði sem gátu vermt varamannabekkinn og niðurstaðan varð semsagt að tækifærið fengu þeir Liam Hughes og Jakub Ojrzynski, það er því ekki úr vegi að fræðast eitthvað aðeins meira um þá tvo.
Liam Hughes
Það liggur enginn vafi á því að þegar Hughes gekk til liðs við félagið í lok félagaskiptagluggans fyrr á árinu var ekki verið að ræða þann möguleika að hann myndi vera á bekknum í deildarleik. Þessi 19 ára gamli Norður-Íri var fenginn til félagsins til að fylla upp í ákveðið hlutverk og það var ekki heldur endilega tengt því að vera á bekknum hjá U-23 ára liðinu. Mark Morris sem er unglinga markvarðaþjálfari hjá félaginu og útskýrði nýlega í viðtali að Liverpool vilji reglulega fá til sín markverði til þess að hafa nægan slíkan fjölda á æfingum. Vissulega eru þessir strákar allir með góða hæfileika og taldir efnilegir en ekki endilega hugsaðir sem raunhæfur möguleiki á því að þeir klífi upp stigann og endi sem markverðir hjá aðalliði félagsins í byrjunarliði.
Þessir ungu strákar eru hugsaðir til þess að æfingarnar gangi smurt fyrir sig og í staðinn fá þeir frábæra þjálfun sem er kannski eitthvað sem þeir myndu ekki fá annarsstaðar. Þetta hefur svo leitt til þess að lið í neðri deildum Englands hafa tryggt sér þjónustu sumra hverja og þannig leyft þeim að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku.
,,Liam var í rauninni kominn til baka til Norður-Írlands að bíða eftir því að komast á reynslu hjá nokkrum liðum og sjá hvað væri í boði," útskýrði Morris. ,,Það getur oft verið erfitt fyrir okkur að finna réttu leikmennina í þessi hlutverk sem við leitum að. Þeir verða að vita að hverju þeir ganga hér svo að þeir séu ekki mættir á hurðina hjá þjálfaranum eftir 2-3 mánuði kvartandi yfir því að vera ekki að spila."
,,Þessir strákar munu bæta sig því leikmennirnir sem þeir fá að æfa með eru mjög góðir. Við getum svo sannarlega sagt að þetta virkar hjá okkur því að nokkrir af þeim markvörðum sem hafa komið til okkar á undanförnum árum hafa vaxið og dafnað og fengið tækifæri til að komast á atvinnumanna samning."
Liam Hughes var keyptur frá Glasgow Celtic og hefur nú þegar náð að spila einn leik fyrir U-23 ára liðið en það tækifæri fékk hann auðvitað vegna meiðslavandræða annara markvarða. Viku síðar var hann sestur á varamannabekkinn hjá aðalliðinu í leik sem skipti miklu máli. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug fyrir mánuði síðan.
Jakub Ojrzynski
Þessi 18 ára gamli Pólverji (hann varð 18 ára fyrr á árinu) hefur aðallega verið að spila (skiljanlega) fyrir U-18 ára lið félagsins og hefur til þessa spilað níu leiki með liðinu á tímabilinu. Hann var varamarkvörður í U-23 ára leiknum þegar Marcelo Pitaluga meiddist og kom hann því inná. Það var þó ekki hans fyrsti leikur fyrir U-23 ára liðið því hann byrjaði í leik gegn Brighton í október. Ojrzynski sem er annar tveggja pólskra markvarða hjá félaginu, hinn heitir Fabrian Mrozek, hefur spilað fyrir U-16 og U-17 ára landslið Póllands og hefur hann einnig spilað með Liverpool í Evrópudeild ungliða (UEFA Youth League) sem var reyndar slegin af fyrr í vetur útaf Covid-19.
Þó svo að hann sé yngri en Hughes eru meiri vonir bundnar við hann hjá félaginu og mögulega gæti hann verið efni í aðalliðið. Líklegast er talið að hann spili áfram fyrir unglingaliðin á komandi árum og verði svo lánaður en framgangur hans veltur auðvitað á því hversu mikið hann fær að spila með U-23 ára liðinu í framtíðinni. Ef hægt er að tala um einhverskonar goggunarröð hjá yngri markvörðum félagsins er áðurnefndur Pitaluga efstur þar og Ojrzynski þarf líklega að treysta á að Brasilíumaðurinn verði sendur á láni frá Liverpool, til að eiga séns á að spila meira.
Áhugaverða spurningin, sem við fengum sem betur fer aldrei svar við, er hvor þessara tveggja hefði komið inná ef Adrián hefði meiðst gegn Sheffield. Hefði Klopp treyst á þann yngri, sem er talinn vera betri, eða þann eldri sem væntanlega hefur meiri andlegan styrk og örlítið meiri reynslu. Það hefði alveg verið eftir uppskrift tímabilsins hvað meiðsli varðar að annarhvor þeirra hefði þurft að koma inná í úrvalsdeildarleik en það gerðist nú sem betur fer ekki. Engu að síður fengu þeir tveir dýrmæta reynslu í bankann, verandi hluti af upphitun liðsins fyrir mikilvægan leik, fá að upplifa hvað Klopp og þjálfarateymið hafa að segja fyrir og eftir leik, sem og hálfleiksræðuna.
Hvað sem því líður þá vonum við nú að þeir Alisson og Kelleher geti snúið fljótt aftur til starfa.
Fjarvera Alisson kom auðvitað engum á óvart enda hafði hann misst föður sinn í sviplegu slysi fyrr í vikunni. Caoimhin Kelleher hefði, ef allt væri eðlilegt, verið á bekknum og jafnvel byrjað á kostnað Adrián en Írinn ungi á við einhver smávægileg meiðsli að stríða og hefur ekki verið í leikmannahópnum undanfarið. Adrián, sem má nú flokkast sem þriðji markvörður liðsins, fékk því tækifæri á milli stanganna og því voru góð ráð dýr með hvaða markvörður ætti að vera á bekknum í leiknum. Jürgen Klopp og þjálfarateymi hans hafa greinilega ákveðið að hafa vaðið fyrir neðan sig og fengu þá Liam Hughes og Jakub Ojrzynski til að vera til taks. Margir hefðu viljað sjá brasilíska markvörðinn Marcelo Pitaluga, sem félagið keypti fyrr á tímabilinu fá tækifæri til að setjast á bekkinn en hann var auðvitað ekki tiltækur eftir að hafa meiðst í U-23 ára leik við Chelsea nýlega. Tékkneski markvörðurinn Vitezslav Jaros er líka nafn sem einhverjir þekkja og hefðu viljað sjá en hann er á láni hjá St Patrick's Athletic sem spila í írsku úrvalsdeildinni. Það þurfti því að fara ansi langt niður í unglingaliðin til að finna markverði sem gátu vermt varamannabekkinn og niðurstaðan varð semsagt að tækifærið fengu þeir Liam Hughes og Jakub Ojrzynski, það er því ekki úr vegi að fræðast eitthvað aðeins meira um þá tvo.
Liam Hughes
Það liggur enginn vafi á því að þegar Hughes gekk til liðs við félagið í lok félagaskiptagluggans fyrr á árinu var ekki verið að ræða þann möguleika að hann myndi vera á bekknum í deildarleik. Þessi 19 ára gamli Norður-Íri var fenginn til félagsins til að fylla upp í ákveðið hlutverk og það var ekki heldur endilega tengt því að vera á bekknum hjá U-23 ára liðinu. Mark Morris sem er unglinga markvarðaþjálfari hjá félaginu og útskýrði nýlega í viðtali að Liverpool vilji reglulega fá til sín markverði til þess að hafa nægan slíkan fjölda á æfingum. Vissulega eru þessir strákar allir með góða hæfileika og taldir efnilegir en ekki endilega hugsaðir sem raunhæfur möguleiki á því að þeir klífi upp stigann og endi sem markverðir hjá aðalliði félagsins í byrjunarliði.
Þessir ungu strákar eru hugsaðir til þess að æfingarnar gangi smurt fyrir sig og í staðinn fá þeir frábæra þjálfun sem er kannski eitthvað sem þeir myndu ekki fá annarsstaðar. Þetta hefur svo leitt til þess að lið í neðri deildum Englands hafa tryggt sér þjónustu sumra hverja og þannig leyft þeim að taka sín fyrstu skref í atvinnumennsku.
,,Liam var í rauninni kominn til baka til Norður-Írlands að bíða eftir því að komast á reynslu hjá nokkrum liðum og sjá hvað væri í boði," útskýrði Morris. ,,Það getur oft verið erfitt fyrir okkur að finna réttu leikmennina í þessi hlutverk sem við leitum að. Þeir verða að vita að hverju þeir ganga hér svo að þeir séu ekki mættir á hurðina hjá þjálfaranum eftir 2-3 mánuði kvartandi yfir því að vera ekki að spila."
,,Þessir strákar munu bæta sig því leikmennirnir sem þeir fá að æfa með eru mjög góðir. Við getum svo sannarlega sagt að þetta virkar hjá okkur því að nokkrir af þeim markvörðum sem hafa komið til okkar á undanförnum árum hafa vaxið og dafnað og fengið tækifæri til að komast á atvinnumanna samning."
Liam Hughes var keyptur frá Glasgow Celtic og hefur nú þegar náð að spila einn leik fyrir U-23 ára liðið en það tækifæri fékk hann auðvitað vegna meiðslavandræða annara markvarða. Viku síðar var hann sestur á varamannabekkinn hjá aðalliðinu í leik sem skipti miklu máli. Eitthvað sem engum hefði dottið í hug fyrir mánuði síðan.
Jakub Ojrzynski
Þessi 18 ára gamli Pólverji (hann varð 18 ára fyrr á árinu) hefur aðallega verið að spila (skiljanlega) fyrir U-18 ára lið félagsins og hefur til þessa spilað níu leiki með liðinu á tímabilinu. Hann var varamarkvörður í U-23 ára leiknum þegar Marcelo Pitaluga meiddist og kom hann því inná. Það var þó ekki hans fyrsti leikur fyrir U-23 ára liðið því hann byrjaði í leik gegn Brighton í október. Ojrzynski sem er annar tveggja pólskra markvarða hjá félaginu, hinn heitir Fabrian Mrozek, hefur spilað fyrir U-16 og U-17 ára landslið Póllands og hefur hann einnig spilað með Liverpool í Evrópudeild ungliða (UEFA Youth League) sem var reyndar slegin af fyrr í vetur útaf Covid-19.
Þó svo að hann sé yngri en Hughes eru meiri vonir bundnar við hann hjá félaginu og mögulega gæti hann verið efni í aðalliðið. Líklegast er talið að hann spili áfram fyrir unglingaliðin á komandi árum og verði svo lánaður en framgangur hans veltur auðvitað á því hversu mikið hann fær að spila með U-23 ára liðinu í framtíðinni. Ef hægt er að tala um einhverskonar goggunarröð hjá yngri markvörðum félagsins er áðurnefndur Pitaluga efstur þar og Ojrzynski þarf líklega að treysta á að Brasilíumaðurinn verði sendur á láni frá Liverpool, til að eiga séns á að spila meira.
Áhugaverða spurningin, sem við fengum sem betur fer aldrei svar við, er hvor þessara tveggja hefði komið inná ef Adrián hefði meiðst gegn Sheffield. Hefði Klopp treyst á þann yngri, sem er talinn vera betri, eða þann eldri sem væntanlega hefur meiri andlegan styrk og örlítið meiri reynslu. Það hefði alveg verið eftir uppskrift tímabilsins hvað meiðsli varðar að annarhvor þeirra hefði þurft að koma inná í úrvalsdeildarleik en það gerðist nú sem betur fer ekki. Engu að síður fengu þeir tveir dýrmæta reynslu í bankann, verandi hluti af upphitun liðsins fyrir mikilvægan leik, fá að upplifa hvað Klopp og þjálfarateymið hafa að segja fyrir og eftir leik, sem og hálfleiksræðuna.
Hvað sem því líður þá vonum við nú að þeir Alisson og Kelleher geti snúið fljótt aftur til starfa.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Hlýrra uppi í stúku! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Ipswich og Liverpool – West Ham -
| Mummi
Seinkun á jólagjöf -
| Sf. Gutt
Af samningamálum Trent Alexander-Arnold -
| Sf. Gutt
Jafntefli manni færri! -
| Sf. Gutt
Enn nær Mohamed Salah merkum áfanga! -
| Sf. Gutt
Sögulegur sigur! -
| Sf. Gutt
Sigur á Spáni
Fréttageymslan