| Sf. Gutt
Seinna mark Liverpool í 0:2 sigri á Sheffield United á Bramall Lane fer í annála félagsins. Markið er það 7000. sem Liverpool skorar í efstu deild frá stofnun félagins. Svo undarlega vildi til að þetta sögulega mark skráðist sem sjálfsmark Kean Bryan leikmanns Sheffield United.
Svona var sagt frá markinu sögulega í leikskýrslu Grétars Magnússonar á Liverpool.is. ,,Forysta gestanna var svo tvöfölduð á 65. mínútu þegar Firmino dansaði í kringum varnarmenn í teignum og skaut boltanum í varnarmann, boltinn breytti verulega um stefnu og skoppaði yfir Ramsdale í markinu. Markið skráðist sem sjálfsmark á Kean Bryan."
Svo Kean sé kynntur til sögunnar þá er hann frá Manchester og ólst upp hjá þeim Bláu þar í borg. Hann spilaði aldrei fyrir Manchester City en lék um tíma sem lánsmaður hjá Bury og svo Oldham Athletic en þar var hann kjörinn Ungi leikmaður árins hjá félaginu fyrir leiktíðina 2017/18. Hann gekk til liðs við Sheffield United 2018 en var lánaður þaðan til Bolton Wanderes í fyrra. Kean hefur leikið með undir 16, 17, 19 og 20 ára liðum Englands. Þetta er sem sagt það helsta um manninn sem skoraði 7000. deildarmark Liverpool í efstu deild.
Roberto Firmino fagnaði markinu eins og hann hefði skorað það sjálfur en því miður fékk hann það ekki skráð. Eftir leikinn tileinkaði Roberto félaga sínum Alisson Becker markið en faðir hans fórst af slysförum nokkrum dögum áður þegar hann drukknaði.
En hvað um fyrsta markið í efstu deild? Liverpool lék sinn fyrsta leik í efstu deild 1. september 1894. Liðið mætti þá Blackburn Rovers á Ewood Park. Harry Bradshaw, sem er á mynd hér að ofan, skoraði fyrsta mark Liverpool í efstu deild þegar hann kom Rauða hernum yfir á 25. mínútu. Hann mun hafa skorað af stuttu færi eftir því sem samtímaheimildir greindu frá. Coombe Hall jafnaði fyrir Blackburn á 75. mínútu og þannig lauk leiknum.
Deildarmörk Liverpool í efstu deild stóðu í 7000 eftir leikinn á Bramall Lane. Aðeins eitt lið státar af fleiri mörkum í efstu deild frá upphafi deildarkeppni og svo vill til að það lið er Everton en þeir Bláu höfðu 28. febrúar skorað 108 mörkum meira en Liverpool. Hér að neðan er listinn yfir fimm markahæstu liðin í efstu deild á Englandi.
TIL BAKA
Sjö þúsund mörk!
Seinna mark Liverpool í 0:2 sigri á Sheffield United á Bramall Lane fer í annála félagsins. Markið er það 7000. sem Liverpool skorar í efstu deild frá stofnun félagins. Svo undarlega vildi til að þetta sögulega mark skráðist sem sjálfsmark Kean Bryan leikmanns Sheffield United.
Svona var sagt frá markinu sögulega í leikskýrslu Grétars Magnússonar á Liverpool.is. ,,Forysta gestanna var svo tvöfölduð á 65. mínútu þegar Firmino dansaði í kringum varnarmenn í teignum og skaut boltanum í varnarmann, boltinn breytti verulega um stefnu og skoppaði yfir Ramsdale í markinu. Markið skráðist sem sjálfsmark á Kean Bryan."
Svo Kean sé kynntur til sögunnar þá er hann frá Manchester og ólst upp hjá þeim Bláu þar í borg. Hann spilaði aldrei fyrir Manchester City en lék um tíma sem lánsmaður hjá Bury og svo Oldham Athletic en þar var hann kjörinn Ungi leikmaður árins hjá félaginu fyrir leiktíðina 2017/18. Hann gekk til liðs við Sheffield United 2018 en var lánaður þaðan til Bolton Wanderes í fyrra. Kean hefur leikið með undir 16, 17, 19 og 20 ára liðum Englands. Þetta er sem sagt það helsta um manninn sem skoraði 7000. deildarmark Liverpool í efstu deild.
Roberto Firmino fagnaði markinu eins og hann hefði skorað það sjálfur en því miður fékk hann það ekki skráð. Eftir leikinn tileinkaði Roberto félaga sínum Alisson Becker markið en faðir hans fórst af slysförum nokkrum dögum áður þegar hann drukknaði.
En hvað um fyrsta markið í efstu deild? Liverpool lék sinn fyrsta leik í efstu deild 1. september 1894. Liðið mætti þá Blackburn Rovers á Ewood Park. Harry Bradshaw, sem er á mynd hér að ofan, skoraði fyrsta mark Liverpool í efstu deild þegar hann kom Rauða hernum yfir á 25. mínútu. Hann mun hafa skorað af stuttu færi eftir því sem samtímaheimildir greindu frá. Coombe Hall jafnaði fyrir Blackburn á 75. mínútu og þannig lauk leiknum.
Deildarmörk Liverpool í efstu deild stóðu í 7000 eftir leikinn á Bramall Lane. Aðeins eitt lið státar af fleiri mörkum í efstu deild frá upphafi deildarkeppni og svo vill til að það lið er Everton en þeir Bláu höfðu 28. febrúar skorað 108 mörkum meira en Liverpool. Hér að neðan er listinn yfir fimm markahæstu liðin í efstu deild á Englandi.
Everton - 7,108 mörk.
Liverpool - 7,000 mörk.
Arsenal - 6,955 mörk.
Aston Villa - 6,687 mörk.
Manchester United - 6,629.
Það verður gaman að sjá hvaða leikmaður Liverpool skorar 8000. mark Liverpool í efstu deild. Nema það verði leikmaður andstæðinga Liverpool sem skorar markið!
Þess má geta að þann 27. október á síðasta ári skoraði Diogo Jota 10.000 mark Liverpool í öllum keppnum. Hann skoraði markið fyrir framan Kop stúkuna í 2:0 sigri á danska liðinu Midtjylland í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Þess má geta að þann 27. október á síðasta ári skoraði Diogo Jota 10.000 mark Liverpool í öllum keppnum. Hann skoraði markið fyrir framan Kop stúkuna í 2:0 sigri á danska liðinu Midtjylland í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Harvey farinn að æfa -
| Sf. Gutt
Ungliðar lánaðir -
| Sf. Gutt
Virgil fékk frí -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Georginio Wijnaldum fer víða -
| Sf. Gutt
Tveir uppaldir í enska landsliðinu -
| Sf. Gutt
Trent meiddur -
| Sf. Gutt
Heilsteypt lið! -
| Sf. Gutt
Arne Slot setur nýtt félagsmet!
Fréttageymslan