| Sf. Gutt
Fordæmalausar ófarir Liverpool halda áfram. Liðið tapaði sjötta heimaleik sínum í röð þegar Fulham vann 0:1. Staðan versnar leik frá leik.
Hvorki fleiri en sjö breytingar voru gerðar á liði Englandsmeistarana og voru ýmsar ástæður fyrir því. Eftir tap á móti sterku liði Chelsea reiknuðu kannski flestir með að Liverpool myndi vinna Fulham sem hefur verið við botn deildarinnar alla leiktíðina.
Fulham byrjaði betur og strax í byrjun kom fyrirgjöf frá hægri á Josh Maja en hann náði ekki að stýra boltanum á markið og hann fór upp í stúku. Eftir stundarfjórðung lagði Xherdan Shaqiri upp færi fyrir Mohamed Salah en skoti hans við markteigshornið var bjargað. Þetta átti eftir að vera eina færið sem Liverpool fékk í öllum hálfleiknum og segir sína sögu um doða liðsins.
Á 35. mínútu náði Fulham hraðri sókn. Ademola Lookman komst í færi í vítateignum en varnarmaður komst fyrir skotið. Allt leit út fyrir markaleysi í leikhléi. En rétt áður en flautað var skoruðu gestirnir. Fulham fékk aukaspyrnu frá hægri. Andrew Robertson var til varnar og skallaði til Mohamed Salah sem var rétt utan við vítateiginn. Hann var á hinn bóginn illa á verði, Mario Lemina réðst að honum, tók boltann og skoraði svo með föstu skoti neðst í fjærhornið. Kjaftshögg!
Liverpool hóf seinna hálfleik vel og eftir tvær mínútur sendi Neco Willimas fyrir frá hægri. Diogo Jota tók boltann viðstöðulaust á lofti í miðjum vítateig og þrumaði að marki en markmaður Fulham náði á ótrúlegan hátt að verja með annarri hendi. Frábær markvarsla og vel gert hjá Diogo.
Það var sama hvað reynt var ekkert gekk og gestirnir vörðust með kjafti og klóm. Kunnuglegt stef úr síðustu leikjum Liverpool á Anfield. Þegar 20 mínútur voru eftir sendi Naby Keita fram á varamanninn Sadio Mané sem náði skallaði að marki. Boltinn fór í boga yfir markmann Fulham en hafnaði í stöng. Ótrúleg óheppni að boltinn skyldi ekki rata í markið. Tveimur mínútum seinna átti Xherdan hörkuskot við vítateiginn en boltinn þaut rétt framhjá vinklinum.
Liverpool sótti án afláts til loka leiks en allt kom fyrir ekki. Sjötta tap Liverpool í röð á Anfield Road var staðfest þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Algjörlega lygilegt og óboðlegt!
Leikur Liverpool var hvorki fugl né fiskur. Enginn kraftur í mönnum og ólánið elti menn út um allan völl. En menn þurfa að vinna fyrir því að hlutirnir falli með manni! Ófarir liðsins á Anfield eru fordæmalausar í sögunni. Nú er stóra spurningin sú. Hversu lengi getur vont versnað?
Liverpool: Alisson, N. Williams (Alexander-Arnold 76. mín.), Phillips, R. Williams, Robertson, Wijnaldum (Mané 62. mín.), Milner (Fabinho 76), Keita, Shaqiri, Salah og Jota. Ónotaðir varamenn: Adrian, Thiago, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas og Origi.
Gul spjöld: Diogo Jota og Naby Keita.
Fulham: Areola, Aina, Andersen, Adarabioyo, Tete, Cavaleiro, Lemina, Reed, De-Cordova Reid, Maja (Loftus-Cheek 68. mín.), Lookman (Robinson 82. mín.) og Cavaleiro (Mitrovic 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Hector, Ream, Bryan, Anguissa, Kongolo og Ramirez.
Mark Fulham: Mario Lemina (45. mín.).
Gul spjöld: Kenny Tete, Mario Lemina og Aleksandar Mitrovic.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Naby Keita. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu frá því fyrir jól. Hann var einna hressilegastur leikmanna Liverpool og reyndi hvað hann gat til að skapa eitthvað.
Jürgen Klopp: Það er augljóst að við náðum ekki að skora og gátum ekki heldur haldið hreinu.
- Liverpool hefur tapað síðustu sex leikjum á Anfield. Það hefur ekki gerst áður í sögu félagsins.
- Liverpool tapaði síðast sex heimaleikjum á sama tímabilinu 1953/54. Þá féll liðið úr efstu deild.
- Liverpool hefur ekki skorað í síðustu þremur heimaleikjum.
- Nú eru komnir átta leikir í röð á Anfield sem Liverpool hefur ekki unnið. Það gerðist síðast 1955.
TIL BAKA
Fordæmalausar ófarir halda áfram!
Fordæmalausar ófarir Liverpool halda áfram. Liðið tapaði sjötta heimaleik sínum í röð þegar Fulham vann 0:1. Staðan versnar leik frá leik.
Hvorki fleiri en sjö breytingar voru gerðar á liði Englandsmeistarana og voru ýmsar ástæður fyrir því. Eftir tap á móti sterku liði Chelsea reiknuðu kannski flestir með að Liverpool myndi vinna Fulham sem hefur verið við botn deildarinnar alla leiktíðina.
Fulham byrjaði betur og strax í byrjun kom fyrirgjöf frá hægri á Josh Maja en hann náði ekki að stýra boltanum á markið og hann fór upp í stúku. Eftir stundarfjórðung lagði Xherdan Shaqiri upp færi fyrir Mohamed Salah en skoti hans við markteigshornið var bjargað. Þetta átti eftir að vera eina færið sem Liverpool fékk í öllum hálfleiknum og segir sína sögu um doða liðsins.
Á 35. mínútu náði Fulham hraðri sókn. Ademola Lookman komst í færi í vítateignum en varnarmaður komst fyrir skotið. Allt leit út fyrir markaleysi í leikhléi. En rétt áður en flautað var skoruðu gestirnir. Fulham fékk aukaspyrnu frá hægri. Andrew Robertson var til varnar og skallaði til Mohamed Salah sem var rétt utan við vítateiginn. Hann var á hinn bóginn illa á verði, Mario Lemina réðst að honum, tók boltann og skoraði svo með föstu skoti neðst í fjærhornið. Kjaftshögg!
Liverpool hóf seinna hálfleik vel og eftir tvær mínútur sendi Neco Willimas fyrir frá hægri. Diogo Jota tók boltann viðstöðulaust á lofti í miðjum vítateig og þrumaði að marki en markmaður Fulham náði á ótrúlegan hátt að verja með annarri hendi. Frábær markvarsla og vel gert hjá Diogo.
Það var sama hvað reynt var ekkert gekk og gestirnir vörðust með kjafti og klóm. Kunnuglegt stef úr síðustu leikjum Liverpool á Anfield. Þegar 20 mínútur voru eftir sendi Naby Keita fram á varamanninn Sadio Mané sem náði skallaði að marki. Boltinn fór í boga yfir markmann Fulham en hafnaði í stöng. Ótrúleg óheppni að boltinn skyldi ekki rata í markið. Tveimur mínútum seinna átti Xherdan hörkuskot við vítateiginn en boltinn þaut rétt framhjá vinklinum.
Liverpool sótti án afláts til loka leiks en allt kom fyrir ekki. Sjötta tap Liverpool í röð á Anfield Road var staðfest þegar dómarinn flautaði til leiksloka. Algjörlega lygilegt og óboðlegt!
Leikur Liverpool var hvorki fugl né fiskur. Enginn kraftur í mönnum og ólánið elti menn út um allan völl. En menn þurfa að vinna fyrir því að hlutirnir falli með manni! Ófarir liðsins á Anfield eru fordæmalausar í sögunni. Nú er stóra spurningin sú. Hversu lengi getur vont versnað?
Liverpool: Alisson, N. Williams (Alexander-Arnold 76. mín.), Phillips, R. Williams, Robertson, Wijnaldum (Mané 62. mín.), Milner (Fabinho 76), Keita, Shaqiri, Salah og Jota. Ónotaðir varamenn: Adrian, Thiago, Oxlade-Chamberlain, Jones, Tsimikas og Origi.
Gul spjöld: Diogo Jota og Naby Keita.
Fulham: Areola, Aina, Andersen, Adarabioyo, Tete, Cavaleiro, Lemina, Reed, De-Cordova Reid, Maja (Loftus-Cheek 68. mín.), Lookman (Robinson 82. mín.) og Cavaleiro (Mitrovic 84. mín.). Ónotaðir varamenn: Hector, Ream, Bryan, Anguissa, Kongolo og Ramirez.
Mark Fulham: Mario Lemina (45. mín.).
Gul spjöld: Kenny Tete, Mario Lemina og Aleksandar Mitrovic.
Áhorfendur á Anfield Road: Engir.
Maður leiksins: Naby Keita. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliðinu frá því fyrir jól. Hann var einna hressilegastur leikmanna Liverpool og reyndi hvað hann gat til að skapa eitthvað.
Jürgen Klopp: Það er augljóst að við náðum ekki að skora og gátum ekki heldur haldið hreinu.
Fróðleikur
- Liverpool hefur tapað síðustu sex leikjum á Anfield. Það hefur ekki gerst áður í sögu félagsins.
- Liverpool tapaði síðast sex heimaleikjum á sama tímabilinu 1953/54. Þá féll liðið úr efstu deild.
- Liverpool hefur ekki skorað í síðustu þremur heimaleikjum.
- Nú eru komnir átta leikir í röð á Anfield sem Liverpool hefur ekki unnið. Það gerðist síðast 1955.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan