| Grétar Magnússon
TIL BAKA
Sama og síðast
Liverpool pöntuðu og fengu það sama og síðast í Búdapest. 2-0 sigur og Salah og Mané með mörkin.
Það voru kannski ekki miklar breytingar á byrjunarliði Jürgen Klopp enda lítið svigrúm til þess. Það sem einna helst var gleðilegt var sú staðreynd að Fabinho var stillt upp á miðjunni og þeir Ozan Kabak og Nat Phillips voru saman í miðri vörninni. Andy Robertson, Trent Alexander-Arnold og Alisson voru auðvitað á sínum stöðum í vörninni, Thiago og Wijnaldum á miðjunni og þeir Salah, Mané og Jota frammi. Það var næstum því búið að falla í gleymsku hversu mikilvægt það er liðinu að hafa Fabinho á miðjunni enda sýndi hann hversu mikilvægur hann er í þessum leik.
Færin létu ekki á sér standa í fyrri hálfleik, eins og venjulega sáu okkar menn aðallega um að nýta þau ekki. Snemma leiks komst Thiago í góða stöðu fyrir framan teiginn, hann lék að marki og þegar allir bjuggust við að hann myndi skjóta á markið sendi hann boltann hinsvegar til hægri þar sem Salah var í fínni stöðu en varnarmaður Leipzig varð fyrri til að ná boltanum. Fyrsta skyndisókn gestanna á 10. mínútu var stórhættuleg og opnaði vörn Liverpool óþægilega mikið en endaði með því að Alisson varði vel frá Dani Olmo í teignum. Jota átti svo hörkuskalla eftir hornspyrnu en Gulacsi varði frábærlega. Á 23. mínútu sendi Thiago frábæra sendingu fram völlinn og Salah sloppinn einn í gegn, eða svo gott sem. Varnarmenn náðu að þrengja að honum og skot hans var því miður beint á Gulacsi. Boltinn fór út í teig þar sem Mané náði ekki að leggja hann fyrir sig og færið rann út í sandinn.
Áfram héldu Liverpool menn að skapa sér færi en eins og áður sagði (og of oft á tímabilinu) tókst ekki að nýta þau. Alexander-Arnold fékk fínan bolta innfyrir frá Mané og ætlaði að þræða boltann á Salah en Upamecano bjargaði á síðustu stundu. Hinumegin skaut Emil Forsberg okkur Púllurum skelk í bringu þegar hann átti laust skot úr teignum sem rúllaði sem betur fer réttu megin við stöngina og framhjá. Jota fékk svo úrvalsfæri í lok fyrri hálfleiks þegar boltinn barst óvænt til hans vinstra megin í teignum frá Upamecano en Portúgalinn hitti því miður ekki markið, dauðafæri klárlega en þetta þýddi að staðan var markalaus í hálfleik.
Leipzig menn voru beittari í upphafi seinni hálfleiks, héldu boltanum betur og fengu alveg ágæt færi. Það besta kom þegar Sorloth skallaði að marki en boltinn fór í slána og Phillips hreinsaði burt, þegar þarna var komið við sögu hafði stjóri þeirra sent inná fleiri sóknarmenn í von um að ná inn mikilvægu marki. En markið mikilvæga kom hinumegin 20 mínútum fyrir leikslok. Mané fékk boltann á miðjunni og sá fínt hlaup frá Jota sem var með tvo varnarmenn í sér. Hann þræddi sendingu til Salah sem lék inná teiginn og fékk að skjóta nánast óáreittur. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu ! Þetta var það sem þurfti og Þjóðverjarnir hálf vindlausir strax eftir markið. Naby Keita og Divock Origi komu inná strax eftir markið og þeir létu til sín taka þrem mínútum síðar. Fínt samspil hægra megin endaði með því að Origi átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Mané kom á ferðinni og ýtti boltanum yfir línuna. Frábær sókn og einvíginu þar með lokið. Sigrinum var siglt örugglega heim og að sjálfsögðu var áframhald í Meistaradeild vel fagnað í leikslok.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson (Tsimikas, 90. mín.), Thiago (Keita, 71. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Milner, 82. mín.), Salah, Jota (Origi, 71. mín.), Mané (Oxlade-Chamberlain, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, R. Williams, H. Davies, N. Williams, B. Davies, Jones, Shaqiri.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (70. mín.) og Sadio Mané (74. mín.).
RB Leipzig: Gulácsi, Mukiele, Upamecano, Klostermann, Kampl (Sorloth, 45. mín.), Adams, Olmo (Haidara, 72. mín.), Sabitzer, Nkunku, Poulsen (Hwang Hee-Chan, 60. mín.), Forsberg (Kluivert, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Orban, Konaté, Samardzic, Halstenberg, Martínez, Henrichs.
Maður leiksins: Fabinho minnti okkur á hversu mikilvægur hlekkur hann er á miðjunni. Brasilímaðurinn var með allt á hreinu varnarlega og sem fyrr duglegur að koma boltanum áfram upp völlinn. Vonandi gefst tækifæri til að spila honum þarna oftar það sem eftir er tímabils.
Jürgen Klopp: ,,Eina ástæðan fyrir því að maður spilar í Meistaradeildinni er að vinna en við erum ekki kjánar. Við bíðum og sjáum hvað er hægt að gera og fáum svo næsta mótherja. Það verður erfitt sama hvaða lið það verður. Við sjálfir erum hættulegir mótherjar en það skiptir ekki öllu. Ég vil ekki búa til neinar fyrirsagnir um vonir okkar í þessari keppni. Við höfum ekki gert vel í deildinni undanfarið en höfum núna leiki til að snúa því við og það gæti hjálpað okkur að vinna Meistaradeildina."
Fróðleikur:
- Undir stjórn Klopp hefur félaginu tekist að vinna 12 af 13 tveggja leikja viðureignum í Evrópu.
- Liverpool hafa ekki tapað fyrir þýsku liði í Evrópu í síðustu 12 skipti (9 sigrar og 3 jafntefli) en síðasti tapleikurinn var gegn Bayer Leverkusen árið 2002.
- Í fyrsta sinn síðan tímabilið 2008-09 (gegn Real Madrid) unnu okkar menn báða leikina og héldu markinu hreinu í Meistaradeildinni.
- Mohamed Salah hefur nú skorað 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, meira en nokkur annar leikmaður úrvalsdeildarinnar.
- Alisson hélt markinu hreinu í Meistaradeildinni í 16. skipti.
- Sadio Mané skoraði sitt þriðja mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það 12. í öllum keppnum.
Það voru kannski ekki miklar breytingar á byrjunarliði Jürgen Klopp enda lítið svigrúm til þess. Það sem einna helst var gleðilegt var sú staðreynd að Fabinho var stillt upp á miðjunni og þeir Ozan Kabak og Nat Phillips voru saman í miðri vörninni. Andy Robertson, Trent Alexander-Arnold og Alisson voru auðvitað á sínum stöðum í vörninni, Thiago og Wijnaldum á miðjunni og þeir Salah, Mané og Jota frammi. Það var næstum því búið að falla í gleymsku hversu mikilvægt það er liðinu að hafa Fabinho á miðjunni enda sýndi hann hversu mikilvægur hann er í þessum leik.
Færin létu ekki á sér standa í fyrri hálfleik, eins og venjulega sáu okkar menn aðallega um að nýta þau ekki. Snemma leiks komst Thiago í góða stöðu fyrir framan teiginn, hann lék að marki og þegar allir bjuggust við að hann myndi skjóta á markið sendi hann boltann hinsvegar til hægri þar sem Salah var í fínni stöðu en varnarmaður Leipzig varð fyrri til að ná boltanum. Fyrsta skyndisókn gestanna á 10. mínútu var stórhættuleg og opnaði vörn Liverpool óþægilega mikið en endaði með því að Alisson varði vel frá Dani Olmo í teignum. Jota átti svo hörkuskalla eftir hornspyrnu en Gulacsi varði frábærlega. Á 23. mínútu sendi Thiago frábæra sendingu fram völlinn og Salah sloppinn einn í gegn, eða svo gott sem. Varnarmenn náðu að þrengja að honum og skot hans var því miður beint á Gulacsi. Boltinn fór út í teig þar sem Mané náði ekki að leggja hann fyrir sig og færið rann út í sandinn.
Áfram héldu Liverpool menn að skapa sér færi en eins og áður sagði (og of oft á tímabilinu) tókst ekki að nýta þau. Alexander-Arnold fékk fínan bolta innfyrir frá Mané og ætlaði að þræða boltann á Salah en Upamecano bjargaði á síðustu stundu. Hinumegin skaut Emil Forsberg okkur Púllurum skelk í bringu þegar hann átti laust skot úr teignum sem rúllaði sem betur fer réttu megin við stöngina og framhjá. Jota fékk svo úrvalsfæri í lok fyrri hálfleiks þegar boltinn barst óvænt til hans vinstra megin í teignum frá Upamecano en Portúgalinn hitti því miður ekki markið, dauðafæri klárlega en þetta þýddi að staðan var markalaus í hálfleik.
Leipzig menn voru beittari í upphafi seinni hálfleiks, héldu boltanum betur og fengu alveg ágæt færi. Það besta kom þegar Sorloth skallaði að marki en boltinn fór í slána og Phillips hreinsaði burt, þegar þarna var komið við sögu hafði stjóri þeirra sent inná fleiri sóknarmenn í von um að ná inn mikilvægu marki. En markið mikilvæga kom hinumegin 20 mínútum fyrir leikslok. Mané fékk boltann á miðjunni og sá fínt hlaup frá Jota sem var með tvo varnarmenn í sér. Hann þræddi sendingu til Salah sem lék inná teiginn og fékk að skjóta nánast óáreittur. Boltinn hafnaði neðst í markhorninu ! Þetta var það sem þurfti og Þjóðverjarnir hálf vindlausir strax eftir markið. Naby Keita og Divock Origi komu inná strax eftir markið og þeir létu til sín taka þrem mínútum síðar. Fínt samspil hægra megin endaði með því að Origi átti flotta sendingu fyrir markið þar sem Mané kom á ferðinni og ýtti boltanum yfir línuna. Frábær sókn og einvíginu þar með lokið. Sigrinum var siglt örugglega heim og að sjálfsögðu var áframhald í Meistaradeild vel fagnað í leikslok.
Liverpool: Alisson, Alexander-Arnold, Phillips, Kabak, Robertson (Tsimikas, 90. mín.), Thiago (Keita, 71. mín.), Fabinho, Wijnaldum (Milner, 82. mín.), Salah, Jota (Origi, 71. mín.), Mané (Oxlade-Chamberlain, 90. mín.). Ónotaðir varamenn: Adrián, R. Williams, H. Davies, N. Williams, B. Davies, Jones, Shaqiri.
Mörk Liverpool: Mohamed Salah (70. mín.) og Sadio Mané (74. mín.).
RB Leipzig: Gulácsi, Mukiele, Upamecano, Klostermann, Kampl (Sorloth, 45. mín.), Adams, Olmo (Haidara, 72. mín.), Sabitzer, Nkunku, Poulsen (Hwang Hee-Chan, 60. mín.), Forsberg (Kluivert, 60. mín.). Ónotaðir varamenn: Orban, Konaté, Samardzic, Halstenberg, Martínez, Henrichs.
Maður leiksins: Fabinho minnti okkur á hversu mikilvægur hlekkur hann er á miðjunni. Brasilímaðurinn var með allt á hreinu varnarlega og sem fyrr duglegur að koma boltanum áfram upp völlinn. Vonandi gefst tækifæri til að spila honum þarna oftar það sem eftir er tímabils.
Jürgen Klopp: ,,Eina ástæðan fyrir því að maður spilar í Meistaradeildinni er að vinna en við erum ekki kjánar. Við bíðum og sjáum hvað er hægt að gera og fáum svo næsta mótherja. Það verður erfitt sama hvaða lið það verður. Við sjálfir erum hættulegir mótherjar en það skiptir ekki öllu. Ég vil ekki búa til neinar fyrirsagnir um vonir okkar í þessari keppni. Við höfum ekki gert vel í deildinni undanfarið en höfum núna leiki til að snúa því við og það gæti hjálpað okkur að vinna Meistaradeildina."
Fróðleikur:
- Undir stjórn Klopp hefur félaginu tekist að vinna 12 af 13 tveggja leikja viðureignum í Evrópu.
- Liverpool hafa ekki tapað fyrir þýsku liði í Evrópu í síðustu 12 skipti (9 sigrar og 3 jafntefli) en síðasti tapleikurinn var gegn Bayer Leverkusen árið 2002.
- Í fyrsta sinn síðan tímabilið 2008-09 (gegn Real Madrid) unnu okkar menn báða leikina og héldu markinu hreinu í Meistaradeildinni.
- Mohamed Salah hefur nú skorað 25 mörk í öllum keppnum á tímabilinu, meira en nokkur annar leikmaður úrvalsdeildarinnar.
- Alisson hélt markinu hreinu í Meistaradeildinni í 16. skipti.
- Sadio Mané skoraði sitt þriðja mark í Meistaradeildinni á tímabilinu og það 12. í öllum keppnum.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Áfram á sigurbraut! -
| Heimir Eyvindarson
Ofurhetja í uppbótartíma -
| Heimir Eyvindarson
Nunez tryggði mikilvægan sigur á Brentford -
| Heimir Eyvindarson
Brentford-Liverpool -
| Sf. Gutt
Áfram með smjörið! -
| Sf. Gutt
Jafnglími! -
| Heimir Eyvindarson
Af hverju er okkur illa við Nottingham Forest? -
| Sf. Gutt
Fyrsta tapið! -
| Sf. Gutt
Darwin í banni -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum
Fréttageymslan